Morgunblaðið - 13.11.2014, Síða 39

Morgunblaðið - 13.11.2014, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra þegar hann hefur lokið við tíundu kvikmyndina sína. Tar- antino greindi frá þessu á viðburð- inum American Film Market í Santa Monica í Kaliforníu í fyrra- dag þar sem hann kynnir nú næstu kvikmynd sína, vestrann The Hate- ful Eight. Sagðist hann þeirrar trúar að menn ættu ekki að standa á sviðinu svo lengi að fólk væri farið að grátbiðja þá um að yf- irgefa það. Tarantino sló hins vegar var- nagla og sagði þessa áætlun sína ekki meitlaða í stein. Þegar hann léti af leikstjórnarstörfum myndi hann snúa sér að bóka- og leik- hússkrifum. AFP Hættir að leikstýra eftir tíu kvikmyndir 10? Tarantino segist ætla að snúa sér að öðru en leikstjórn þegar 10 myndir eru að baki. Auðvelt er að skilja þá undr-un, forvitni og hrifningusem þessi kröftuga frum-raun dansk-palestínsks unglings, Yahya Hassan, hefur vakið í Danmörku, og ekki bara í bók- menntaheimum heldur í samfélag- inu öllu. Að ljóðabók, fyrsta bók kornungs skálds af jaðrinum, seljist í 100.000 eintökum er vitaskuld stór- merkilegt. En Hassan stígur hér fram og nánast öskrar á lesendur ævisögu sína – öskrar því ljóðin eru öll í hástöfum, án greinarmerkja, sem fljótlega vill verða þreytandi við lesturinn – og er ekkert dregið undan í þeirri hörmungasögu. Skáldið fædd- ist í Danmörku af palestínskum for- eldrum og greinir í ljóðunum frá skefjalausu heimilisofbeldi, því hvernig innflytjendur leika á fé- lagslega kerfið og hræsnisfullri trú- ariðkun múslíma, en jafnframt er fjallað um innrætingu öfgamanna, innbrot, fíkniefnasölu og neyslu, vistun á unglingaheimilum og mátt- laust skólakerfi. Smám saman kemst ljóðmælandinn í kynni við bók- menntir, fyrir tilstilli að því er virð- ist hugulsamra starfsmanna stofn- ana sem treysta honum, en hann heldur áfram að brjótast inn, selja fíkniefni og ögra í raun öllum í kringum sig. Mynd er dregin upp af fólki án róta. Í Danmörku er fjöl- skyldan aðskotadýr en einnig í flóttamannabúðunum í Palestínu þar sem gargað er á börnin: DRULLIÐ YKKUR AFTUR TIL DANMERK- UR… (44) Árekstur menningarheima strax í æsku birtist til að mynda í ljóðinu „Utan dyra“ og ofbeldið er sínálægt: ÉG SAT Í FATAHENGINU MEÐ EPLA- SKÍFU Í HENDINNI / OG KENNDI SJÁLFUM MÉR Í RÓ OG NÆÐI / AÐ BINDA SKÓREIMAR / APPELSÍNUR MEÐ NEGULNÖGLUM / HANGANDI ÚR LOFTINU Í RAUÐRI SNÚRU / EINS OG HOLSTUNGNAR VÚDÚDÚKKUR / SVONA MAN ÉG LEIKSKÓLANN / HIN HLÖKKUÐU TIL AÐ JÓLASVEINNINN KÆMI / EN ÉG VAR JAFN HRÆDDUR VIÐ HANN / OG VIÐ PABBA MINN Bjarki Karlsson, sem hefur getið sér orð fyrir traust tök á bundnu máli, þýðir þessi flæðandi talmáls- ljóð Hassans og gerir það vel. Spyrja má þó um sumar lausnir, eins og þegar orðið öndvegissúla birtist í annars frekar fátæklegum götu- málsorðaforða ljóðmælandans (ÞESSI SKÍTAHRÆÐSLA VAR EINS OG ÖNDVEGISSÚLA / Í RASSGATINU Á MÉR (27)), því kappkostað er við að halda andblæ frumtextans við yfirfærsluna á ís- lensku, með tilheyrandi meðvituðum málvillum. Sú ákvörðun að þýða ekki orðið pedagóg, sem birtist oft í text- anum, stangast þó á við það. Hefði þess í stað ekki mátt tala um félags- eða uppeldisfræðinga, þar sem pedagóg er (blessunarlega) fáheyrt orð í íslensku? Krafturinn er helsti kostur ljóða Hassans, og bersöglin er áhrifamik- il. Skyldleikinn við rapp er mikill og bókmenntasagan þekkir svona gos, og sum hafa verið skáldlegri – nægir að nefna Majakovskí hinn rússneska og bítskáldin amerísku. En þetta er afhjúpandi texti og þótt á köflum hefði mátt stytta og slípa, þá er það í raun ekki í eðli þessa orðaflæðis, þessarar ævisögu í talljóðsformi, þar sem lýst er árekstri menningar- heima með eftirminnilegum hætti. Svona lýkur bókinni, og „Langljóði“ sem er 34 blaðsíður: … / ÉG BARA ER KLIKKAÐI SON- URINN / ÉG BARA ER BÚNA SKIPTA ÚT JOGGINGBUXUM / FYRIR SIÐ- MENNTAÐAR / OG PASSLEGAR GALLABUXUR / ÉG BARA RÆÐST Á YKKUR MEÐ ORÐUM / OG ÞIÐ BARA VILJIÐ SVARA MEÐ ELDI / ÉG BARA ER KAFIR ÉG BARA ER MUNAFIQ / ÉG BARA ER HUNDUR / ÉG BARA ER SKÍTUGUR SÁL MÍN ER FÁTÆK / OG OFAN Í MISGERÐINA ÉG MÓKI Í VOR- SÓLINNI Morgunblaðið/Golli Orðaflæði „Krafturinn er helsti kostur ljóða Hassans og bersöglin er áhrifamikil,“ segir rýnir um ljóðabók Yahya Hassans. Ég bara ræðst á ykkur með orðum Ljóð Yahya Hassan - Ljóð bbbmn Eftir Yahya Hassan. Bjarki Karlsson þýddi. Mál og menning, 2014. 169 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Mið 19/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Lau 6/12 kl. 20:00 Sun 16/11 kl. 20:00 aukas. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Sun 23/11 kl. 20:30 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Fös 14/11 kl. 20:00 15.k. Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Fim 20/11 kl. 20:00 16.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Hamlet litli (Litla sviðið) Fim 13/11 kl. 10:00 Þri 18/11 kl. 10:00 Lau 22/11 kl. 16:30 AUKAS. Fös 14/11 kl. 10:00 Mið 19/11 kl. 10:00 Sun 23/11 kl. 17:00 3.k. -Táknmálstúlkuð Lau 15/11 kl. 17:00 2.k. Fim 20/11 kl. 10:00 Sun 16/11 kl. 17:00 2 k. Fös 21/11 kl. 10:00 Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17 Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (None) Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Sun 16/11 kl. 15:00 Lau 22/11 kl. 14:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 15/11 kl. 14:00 Sun 23/11 kl. 15:00 Sun 23/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur) Sun 16/11 kl. 20:00 Coming Up (Aðalsalur) Sun 23/11 kl. 20:00 Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur) Lau 22/11 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (None) Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.