Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Alhæfingar segja stundum meira um þann sem þeim beitir en hinn sem alhæft er um, þó ætlunin sé væntanlega þveröfug. Þetta vita allir sem hafa lifibrauð sitt af að vinna með íslenskt mál, í ræðu og riti. Því sperrir fólk eyrun þegar málsmetandi rithöfundar hefja upp raust sína og kveða upp dóma í umdeildum mál- um. Einar Kárason rithöfundur kýs að kalla fólk sem býr utan Reykja- víkur hyski. Það má vera að Einar tali af biturri reynslu … en sam- kvæmt orðabókinni þýðir hyski ómerkilegt fólk eða illþýði. Hyski getur þó einnig þýtt fjölskylda en tæpast gengur sú merking upp í samhengi Einars. Þetta verður að teljast skólabók- ardæmi um alhæfingu, því Einar þekkir frá- leitlega alla íbúa landsbyggðarinnar. En þetta ómerkilega fólk og illþýði er líka frekt, í huga Einars. Þar er önnur alhæfing, lítið betri en sú fyrri. Svo virðist sem ein- hverjum hafi líkað miður að vera kallað „frekt, ómerkilegt fólk og illþýði“ og látið rit- höfundinn vita af þeirri skoðun sinni. Viðbrögð hans voru athygl- isverð „hann þekkti nú fæst af þessu liði“ sem mátti skilja á þann veg, að þar sem Einar þekkti ekki viðkomandi skiptu skoðanir þeirra ekki máli. Einar kýs að ganga lengra og hæðast að þeim sem hafa sterkar skoðanir á flugvallarmálinu: „Ég ákvað að prófa, ýta við þessu og sjá hvernig menn myndu bregð- ast við. Þetta reyndist hárrétt hjá mér. Þetta er eins og Grátmúrinn fyrir gyðingana.“ Ég er þeirrar skoðunar að Einar hafi eins rangt fyrir sér og hægt er að hafa, þegar hann nálgast málið með þessum hætti. Það er sérstök söguskoðun að kalla niðrandi alhæf- ingar um tugi þúsunda fólks tilraun til að ýta við einhverju. Eina sem ýtt var við er álit fólks á persón- unni Einari Kárasyni sem kýs að kalla fólk illþýði fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en hann sjálfur. Merkilegast finnst mér þegar menn leyfa sér að gera þúsundum manna upp skoðanir. Eins og Einar Kárason hafi hugmynd um hvað öll- um sem búa utan Reykjavíkur finnst um flugvallarmálið? Hvað þá að hann taki sér þann rétt að hæð- ast að og atyrða sama fólk, fyrir hans ímyndanir um álit þess. Viðbrögð mín, og mögulega fleira fólks við skrifum Einars, hafa ekki neitt með flugvöllinn í Vatnsmýr- inni að gera. Mér finnst leitt þegar hroki er talinn eðlilegur málflutn- ingur, burtséð frá hvert umræðu- efnið er. Jafnvel þótt menn telji sig vera stóra kalla. Hyski Einars Eftir Kára Gunnarsson »Mér finnst leitt þeg- ar hroki er talinn eðlilegur málflutningur, burtséð frá hvert um- ræðuefnið er. Jafnvel þótt menn telji sig vera stóra kalla. Kári Kári Gunnarsson Höfundur er kennari. Ég vona heilshugar að Alþingi sam- þykki ekki að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Ef það verður gert missi ég allt álit á Alþingi. Ég vil ekki trúa því að óreyndu, það er nóg böl í íslensku þjóðfélagi, það þarf ekki að auka það enn frekar. Gunnar Halldórsson, Bríetartúni 20, Reykjavík. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Áfengi í matvöruverslunum Vín Verður þetta algeng sjón í mat- vöruverslunum framtíðarinnar? Fjögurra kvölda keppni hjá Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 12 borðum 9. nóv sl. í keppni sem stendur yfir í 4 kvöld og 3 bestu kvöldin ráða úrslitum. Úrslit í N/S: Unnar A. Guðmss. – Guðm. Sigursteinss.262 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 248 Þorl. Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 240 Úrslit A/V: Jón Hákon Jónss. – Bergljót Gunnarsd. 241 Ari Gunnarsson – Snorri Markússon 239 Úlfar Reynisson – Þröstur Reynisson 238 Staðan í mótinu eftir eitt kvöld: Unnar Guðmss. – Guðm. Sigursteinss.. 262 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 248 Jón Hákon Jónss. – Bergljót Gunnarsd. 241 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss.240 Ari Gunnarss. – Snorri Markússon 239 Úlfar Reyniss. – Þröstur Reynisson 238 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Allt of oft er það því miður þannig að fólki er ekki sýndur til- hlýðilegur sómi og virðing fyrr en það er horfið af sjónarsvið- inu. Er það ekki um- hugsunarvert og reyndar dálítið nöt- urlegt til þess að hugsa að fólk fái ekki raunverulegan áhuga á samferðafólki sínu, læri ekki að meta það og sýna því umhyggju og virðingu fyrr en þá í fyrsta lagi eftir að það er horfið því sjónum, farið yfir móðuna miklu? Stráðu fræjum kærleika Elskaðu á meðan þú lifir. Elsk- aðu fólkið þitt á meðan það lifir. Því þegar fólkið þitt er farið er nefnilega of seint að sýna því um- hyggju, virðingu og ást svo það fái notið þess. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kær- leika og umhyggju allt í kringum þig, hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunveru- lega umhyggju fyrir fólki. Hver verður minningin um þig Ef þú vaknaðir nú ekki í fyrra- málið, hvar stæði fólkið þitt þá? Hverjar yrðu myndir þess af þér og minningar um þig? Þú tekur ekkert með þér þegar þú ferð, en hvað muntu skilja eftir þig? Hver verður ævisaga þín, arfleifðin sem þú skilur eftir þig? Fyrir hvað viltu raunverulega að fólkið þitt og samferðamenn minnist þín? Þér er ætlað hlutverk Hvaða draum átt þú annars æðri en þann að vera hluti af áætlun Guðs? Hvaða markmið átt þú há- leitara en það að vera valinn í lið lífsins og fá að spila með til sigurs? Vera í sigurliðinu. Vertu kærleikans megin og berstu trúarinnar góðu baráttu. Því að þér er ætlað hlutverk í þessum heimi. Að vera fólkinu þínu og öllum þeim sem á vegi þín- um verða til blessunar og þannig Guði til dýrðar og sjálfum þér til heilla. Gleymum ekki að þótt árin fjúki og samtíminn kunni að hafna okk- ur og dæma okkur úrelt. Já, jafn- vel þótt ævinni ljúki, fyrr en við vildum, þá verður engin gengisfell- ing hjá Guði. Í hans augum er líf þitt eilífðar verðmæti. Hann elskar þig út af lífinu. Hann sem er lífið sjálft. Höfundur þess og fullkomn- ari. Mundu að lífið er gimsteinn þér af Guði gefinn. Partur af auðlegð himinsins. Eilíf perla sem þér er falið að gæta og pússa, dag hvern þar til yfir lýkur. Stöndum saman í þeirri kær- leiksþjónustu sem við raunveru- lega vorum kölluð til og látum muna um okkur, því við skiptum máli í þessari veröld, hvert og eitt. Með kærleikskveðju. Lifi lífið! Hver verður ævisaga þín? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þú tekur ekkert með þér þegar þú hverf- ur úr þessum heimi. En hvað viltu skilja eftir þig? Hver verður ævi- saga þín þegar upp er staðið? Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um lífið. mbl.is Jólablað –– Meira fyrir lesendur Sérblað Morgunblaðisins um jólin og jólahald kemur út fimmtudaginn 20. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fullt af góðu efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12 mánudaginn 17. nóvember. Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.