Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 „Af hverju? Það er ekkert að mér, eruð þið eitthvað þreytt?“ Þetta lýsir þér, þú varst bar- áttujaxl með bros á vör. Það er skrýtið að hugsa til framtíðarinnar án þess að geta hringt í þig, hlegið með þér, grátið með þér, haldið utan um þig eða deilt lífi stelpnanna okkar Peters með þér. Það er stórt tómarúm í fjölskyldunni eftir fráfall þitt og sorgin er óbærileg. En efst í huga mér er þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allar þær stundir sem Lea og Eva fengu að eiga með þér. Þú varst stórkostleg mann- eskja, svo sterk, fáguð, fram- takssöm og hjartahlý. Minning þín verður í háveg- um höfð og stelpurnar okkar Peters munu fá að upplifa þig í gegnum fjölskylduna okkar um ókomna tíð. Þín verður ávallt saknað. Takk fyrir allt. Við elskum þig. Elsku Guðmundur, Kristján, mamma, Palli og Jón, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Linda. Elsku Kiddý mín, það hel- taka mig sorg og söknuður við að reyna að skrifa kveðjuorð til þín. Það hefði átt að vera öfugt. Ég er 12 árum eldri. Ég man eftir fyrstu stund- inni okkar. Ég fékk þig í fangið viku gamla, sem kom til af því að við Þórhildur systir þín vor- um bestu vinkonur á þessum árum og erum enn. Hvað ég öf- undaði hana af þér. Hún fékk systur, en ég var nýbúin að eignast bróður og átti ég þrjá fyrir. Mig langaði svo mikið í systur, svona dúkkubarn eins og þig, fíngerða með stór græn augu og ljósar krullur. Ég fékk þig þó sem einskonar skásystur svo að mér fannst ég alltaf eiga mikið í þér. Þú varst strax óspör á brosið og góða skapið, en þú varst líka fljótt ákveðin, vissir hvað þú vildir og klók að ná þínu fram í stórum systkinahópi. Þórhildur átti að halda þér undir skírn og þegar mamma þín sagði henni nöfnin, þá sagði hún stutt og laggott nei, en að sjálfsögðu fékk hún ekki að ráða. Þú hlaust þrjú falleg nöfn sem voru stór fyrir litla dúkku, en eltust vel með þér, Kristín Sæunn Ragnheiður. Við vinkon- urnar ákváðum að stytta þetta aðeins og eftirleiðis kölluðum við þig Kiddý. Þórhildur varð að Hiddý og ég varð Hanna. Kiddý fór á sautjánda ári til Bandaríkjanna og hélt alla tíð góðu sambandi við fjölskyldu sína þar. Hún varð fljótt hrifin af því að vinna hjá ferðatengdu fyrirtæki og Loftleiðir urðu hennar starfsvettvangur sem síðar breyttist í Icelandair. Hún var afar dugleg til vinnu og var komin fljótt í yfirmanns- stöðu, enda var hún fljót að leysa hvers manns vanda á fyr- irtækjasviði. Hún var vakin og sofin í starfi sínu og hennar er sárt saknað þar eins og annars staðar. Hún hélt sínum per- sónueinkennum alla tíð, glað- lynd, ákveðin en jafnframt hrein og bein. Hiddý og Kiddý voru alla tíð mjög nánar systur og því hafa verið erfiðir tímar hjá fjöl- skyldu Hiddýjar og okkur öllum sem þekktum hana. Mestur er þó söknuðurinn hjá Guðmundi og Kristjáni Þór, sonum henn- ar, því hún var þeirra haldreipi í veikindum, en þeir voru svo sannarlega til staðar fyrir hana í erfiðum veikindum. Hún upp- skar þar eins og hún sáði. Það er erfitt hjá Jóni manni hennar, en það eru aðeins tvö ár frá því að þau gengu í hjónaband. Stuttu áður fluttu þau í nýtt yndislegt hús þar sem allt var eins og þau vildu hafa það. Þau hjónin voru farin að stunda golf, en húsið stendur við golf- völl. Nú verða ferðirnar ekki fleiri hjá Kiddý minni. Hún hef- ur lagt af stað í stærri ferð. Ég þakka þér samfylgdina og sendi fjölskyldunni mínar inni- legustu samúðaróskir. Minning þín lifir í ljósinu. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson) Samúðarkveðja, Sigurhanna. Við fjölskyldan vorum stödd á Flórída þegar við fengum fregnir af því að Kiddý frænka væri látin. Ferð sem hún hafði skipulagt fyrir okkur eins og svo oft áður. Ferð sem hún og Jón ætluðu reyndar að fara í með okkur. Kiddý hafði svo oft komið og verið með okkur í nokkra daga þegar við fjölskyldan vorum stödd á Flórída. Oft kom hún með stuttum fyrirvara og lét hún sér þá nægja sófann í stof- unni ef annað var ekki í boði. Aðalmálið var að koma og vera með okkur í fjölskyldunni og spila golf og hafa gaman. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Kiddý. Léttleikinn, húm- orinn og stríðnin var aldrei langt undan. Hún var líka ein- læg og mjög traustur og góður vinur. Kiddý var falleg utan sem innan. Hún var smekkleg og kunni vel að meta fallega hluti. Heimili hennar og Jóns ber þess glöggt vitni. Við áttum margar frábærar stundir í fjölskylduboðum, á Flórída og í golfinu. Kiddý var mér afar kær og er ég þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir frænku og ekki síður sem góðan vin. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman og mun ég varðveita þær minningar með gleði í hjarta. Blessuð sé minning hennar. Elsku Jón, Guðmundur og Kristján. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Sólveig Ögmundsdóttir. Kiddý frænka var svo miklu meira en frænka, hún var líka bónus-amma strákanna okkar – og þvílíkur bónus! Hún tók son- um okkar eins og þeir væru hennar eigin barnabörn og þau átta ár sem við bjuggum í Dan- mörku kom hún ófáar ferðirnar í heimsókn til okkar og þá var nú glatt á hjalla. Við vorum allt- af hlæjandi, spilandi golf og dansandi. Svo reyndum við að kenna Kiddý á barnalæsingarn- ar á skápunum og hlógum mikið þegar við komumst að því að hún gat bara ekki lært á þær, hún hló auðvitað mest sjálf og kallaði á Pétur Stein sem var eins árs til að opna skápana. Já, Kiddý hafði húmor fyrir sjálfri sér og það var stutt í hennar smitandi hlátur. Kiddý eyddi heilli viku hjá okkur í Horsens fyrir nokkrum árum, dásamlegur tími þar sem var spilað golf, legið í sólbaði og notið þess að vera til. Þessi tími var dýrmætur, sérstaklega núna þegar horft er til baka. Strákarnir voru mjög hændir að henni og hún var alltaf mætt í Engjaselið til að hitta okkur um leið og við vorum lent á Ís- landi. Fjölskyldan var Kiddý mik- ilvæg og hún lagði mikið á sig til að hjálpa öllum, það var ekki svo sjaldan sem hún steig inn og aðstoðaði okkur með flug- bókanir milli Íslands og Dan- merkur, bauð okkur í mat og gistingu og vildi bara allt fyrir okkur gera. Alltaf var hún að færa strákunum okkar gjafir, þó engin væru tilefnin. Kiddý átti tvær fjölskyldur, því Icelandair-starfsfólkið var henni eins og önnur fjölskylda. Mikið talaði hún alltaf fallega um þetta frábæra fólk sem hún vann með og hefur sýnt henni ómetanlegan stuðning í veikind- unum. Það erum við í fjölskyld- unni ákaflega þakklát fyrir. Kiddý bar hag Icelandair fyrir brjósti fram á síðasta dag og spáði mikið í hvort gosið í Holu- hrauni myndi nokkuð trufla flug. Þórhildur og Kiddý voru mjög nánar systur, þær töluðu saman daglega „tékkuðu inn“ eins og þær sögðu á Icelandair- ísku og því er missir Þórhildar mikill. Þær systur voru dásam- legar saman, fengu oft óstöðv- andi hlátursköst sem enduðu með því að allir í kring voru farnir að hlæja. Slíkar minn- ingar hlýja okkur um hjarta- ræturnar núna á þessum erfiðu tímum. Kiddý tókst á við veikindin sín af æðruleysi og bjartsýni, þó sjokkið væri óneitanlega mikið þegar hún greindist með meinvörp í heila í júní, einu og hálfu ári eftir að hún fékk brjóstakrabbameinið. Hún kvartaði aldrei, hélt ótrauð áfram og mætti í vinnuna eins mikið og hún gat. Í síðasta skipti sem við heimsóttum hana sagði hún „elsku hjartað mitt“ þegar við sögðum henni að Björgvin Franz hefði meitt sig og væri á hækjum, en þegar þarna var komið átti hún erfitt með að tjá sig og þessi þrjú fal- legu orð fannst mér lýsa henni einstaklega vel. Það er svo stutt síðan sól skein í heiði, þann 17. júní 2012, þegar Kiddý og Jón giftu sig. Missir Jóns er mikill, því hann og Kiddý náðu einstaklega vel saman. Við vottum honum og sonum Kiddýjar, þeim Guð- mundi og Kristjáni, okkar dýpstu samúð sem og öðrum aðstandendum. Minning Kid- dýjar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hlynur, Lísa og synir. Kær vinkona er fallin frá, langt um aldur fram. Við kynnt- umst þegar við hófum störf hjá Loftleiðum hf. í marsmánuði 1973 sem síðar á því ári varð að Flugleiðum. Þetta var í byrjun tölvuvæðingar flugreksturs og sátum við meðal annars yfir stórum klöddum, bættum strik- um við eftir því sem fleiri pönt- uðu sæti og strokuðum út með strokleðri þegar kom afpöntun. Á þessum árum myndaðist vin- skapur, sem aldrei hefur rofnað síðan. Við brölluðum margt þessa áratugi og áttum margar yndislegar stundir. Við stöllurnar unnum í góð- um hópi að undirbúningi að starfsmannafélagi og var það síðan stofnað 26. maí 1977 og sat Kristín í fyrstu stjórn Starfsmannafélags Flugleiða, STAFF. Saman höfum við farið í ótal kynnisferðir með skemmtilegu fólki og stundum bara tvær eins og þegar ég fór með henni fyrir óralöngu til að skoða golfvöll og hótel rétt hjá Glasgowflugvelli. Hún dró mig út á golfvöllinn á tangótöfflunum og kenndi mér að slá. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég keypti í þeirri ferð þrjár kylfur sem ég notaði lengi vel. Síðast spiluðum við saman í Flórída fyrir ári og skemmtum okkur frábærlega. Þrátt fyrir að ég flytti til Stokkhólms og síðar til Ísa- fjarðar fyrir meira en tuttugu árum hélt vinskapurinn áfram og síminn fékk mikilvægara hlutverk og fáir dagar sem við heyrðumst ekki. Nóg var fyrir mig að hugsa til hennar, þá hringdi hún eða öfugt. Síðan var yfirleitt hist bæði í Reykja- vík og á Ísafirði. Kristín var hvers manns hug- ljúfi og átti stóran vinahóp, sem hélt vel saman. Vinnan var henni allt, hún lagði sig alla fram um að sinna sínum við- skiptavinum og var vakin og sofin yfir velferð fyrirtækisins. Það var mikið áfall þegar hún veiktist fyrir tveimur árum, en með einstökum dugnaði og elju komst hún yfir veikindin. Vá- gesturinn bankaði svo aftur á um mitt þetta ár og fljótlega ljóst að sú barátta yrði erfiðari. Við Kristján vottum eftirlif- andi eiginmanni, Jóni, sonunum Guðmundi Þór og Kristjáni Erni, systkinunum og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúð við þetta ótímabæra frá- fall Kristínar. Inga Steinunn Ólafsdóttir og Kristján G. Jóhannsson. Elskuleg vinkona okkar, hún Kristín, er farin í sína síðustu ferð og minnumst við hennar með þakklæti fyrir einstaka vináttu og tryggð síðastliðna áratugi. Við kynntumst allar á áttunda áratugnum gegnum vinnu okkar hjá Flugleiðum og efldist vinátta okkar og sam- verustundir utan vinnu urðu fleiri þar til hefð komst á reglu- legan hitting, ýmist heima, í bænum eða í sumarbústað. Bjarta brosið hennar, blikið í augunum og glettnin, sem alltaf var stutt í, voru hennar að- alsmerki, einnig hversu úrræða- góð og ábyrgðarfull hún var gagnvart viðskiptavinum sínum sem hún hugsaði svo vel um í starfi sínu hjá Icelandair sem hún hafði miklar mætur á. Kristín tók veikindum sínum af miklu æðruleysi sem og öðru mótlæti í lífinu og leit á það sem verkefni sem yrði að leysa en því miður tókst ekki að leysa það síðasta og vissi hún að möguleikarnir á sigri væru litl- ir. Við fengum að njóta sam- vista við hana í allt of stuttan tíma en þökkum fyrir hverja stund og erum rækilega minnt- ar á að njóta augnabliksins því enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. Hugur okkar og bænir eru hjá Jóni og sonum hennar, Guð- mundi Þór og Kristjání Erni, Þórhildi systur hennar og fjöl- skyldunni allri. Megi almættið gefa þeim styrk. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Guð blessi elsku Kristínu okkar í nýjum heimkynnum. Anna Guðný Aradóttir, Elísabet Hilmarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Helga Bjarnason og Kristín Aradóttir. Sorgarský hefur hvílt yfir deildinni okkar undanfarið. Kristín Guðmundsdóttir, deild- arstjórinn okkar og vinkona, kvaddi þennan heim hinn 2. nóvember eftir stutt veikindi. Hún hafði svo sem skotið okkur skelk í bringu áður, þegar hún veiktist fyrir tveimur árum, en naglinn Kristín hafði komist í gegnum þau veikindi og við trúðum lengi framan af að henni myndi takast ætlunar- verk sitt aftur og vinna þessa baráttu. Því miður tapaðist bar- áttan og eftir sitjum við með sorg í hjarta Kristín starfaði í rúm 40 ár hjá Icelandair og var starfið hennar líf og yndi, enda fylgdist hún með því sem var að gerast á vinnustaðnum fram á síðasta dag. Við vorum duglegar að segja henni allt sem var í gangi í vinnunni þegar við heimsótt- um hana á sjúkrabeðinn og það eru engar ýkjur að hún ljómaði þegar talið barst að vinnunni. Það var árið 2002 sem við- skiptasala Icelandair var stofn- uð. Kristínu var falin sú ábyrgð að veita deildinni forstöðu og móta þá þjónustu sem þar yrði veitt. Hún varð deildarstjóri við stofnun hennar fyrir 12 árum og þar til yfir lauk. Hún bar ávallt hag deildarinnar fyrir brjósti. Það er ekki ofsögum sagt að þegar einhver okkar lenti í persónulegum vanda- málum var hún eins og klettur og studdi sitt fólk í gegnum erf- iðleika og alltaf gott að leita til hennar þegar á reyndi. Hún kunni þá list að leysa vel úr vandamálum sem upp komu varðandi bókanir og ef farþegar lentu í vandræðum. Enda aug- ljóst að 40 ára starfsreynsla skilar bæði útsjónarsemi, kunn- áttu og, það sem er ekki verra, að þekkja allt og alla ef leita þurfti út fyrir deildina við lausn mála. Hópurinn okkar hefur brall- að margt utan vinnutíma í gegnum árin, farið saman til út- landa, ferðast innanlands og átt góðar stundir á öðrum vett- vangi. Það hefur hrist okkur betur saman og skilað sér í frá- bærum hópi, sem Kristín naut að vera hluti af og vildi hún helst ekki missa af neinu sem við gerðum utan vinnutíma enda gleðin og léttleikinn ávallt í fyrrúmi. Fyrir tveimur árum giftist Kristín honum Jóni sínum og horfðu þau björtum augum til framtíðarinnar í nýja húsinu sínu sem að sjálfsögðu var við golfvöll með útsýni yfir sjöttu holu á Leirdalsvelli, hvað ann- að? Þau voru samstiga í því sem þau tóku sér fyrir hendur og framtíðin virtist brosa við þeim, en því miður kvaddi Kristín okkur alltof fljótt. Við viljum þakka samstarfsfólki og við- skiptavinum okkar fyrir hlýhug og vináttu undanfarna daga. Að lokum sendum við Jóni og sonum hennar Guðmundi og Kristjáni okkar innilegustu samúðarkveðjur sem og öðrum ættingjum og vinum. Þínar samstarfskonur í við- skiptasöludeild Icelandair Agnes, Ásta, Dröfn, Guð- björg, Guðný, Guðrún Helga, Helga, Jensína, Karen, Kolbrún, Sigríður Sól, Sigurlína og Þórdís Kristín gekk til liðs við Lionsklúbbinn Eir í nokkur ár. Hún var björt yfirlitum, glað- leg, með þægilega nærveru og öll verk sem henni voru falin voru unnin af vandvirkni og festu. Við leiðarlok munum við bjarta brosið hennar og fallegu framkomuna. Við biðjum henni Guðs blessunar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Fyrir hönd Lionsklúbbsins Eirar, Camilla Th. Hallgrímsson. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og samstarfskonu til margra ára, Kristínu S. Guð- mundsdóttur. Flugleiðir og seinna Icelandair var okkar sameiginlegi vinnustaður og höfum við upplifað margt skemmtilegt saman bæði í vinnunni og ekki síst í okkar fjölmörgu ferðum erlendis. Kristín var að mörgu leyti okk- ar mentor og bjó yfir mikilli reynslu og þekkingu eftir 40 ára starf. Kristín var yfirveguð kona og með rólegt yfirbragð og hafði einstakt lag í sam- skiptum við fólk jafnvel á með- an hún var að leysa erfið mál. Henni þótti vænt um vinnuna sína og samstarfsfólk og það tók á hana í veikindum sínum að geta ekki lengur fylgst með öllu sem fram fór í vinnunni. Á meðan kraftar leyfðu las hún allan póst og kom með góð inn- legg. Kristín var duglegur og tryggur starfskraftur enda segja 40 ár mikið um starfs- manninn Kristínu. Ung leysti hún af yfirmann á söluskrif- stofu Flugleiða í Kringlunni og varð seinna yfirmaður þar, seinna deildarstjóri Söludeild- ar, Söluskrifstofunnar á Hótel Esju og endaði starfsferil sinn sem deildarstjóri Viðskiptasölu Icelandair. Elsku Kristín mín, við eigum eftir að sakna þín hér í vinnunni, í gönguferðun- um okkar, í golfinu, í utan- landsferðum og í hádeginu. Góðar minningar koma upp í hugann eins og hjólaferðirnar í Washington og Denver. Eins þegar hennar rólega yfirbragð birtist á skemmtilegum augna- blikum, t.d. þegar hún tók að sér að kaupa strætókort fyrir hópinn í Washington sem tók sinn tíma og hvorki óþolinmóð- ur bílstjóri né við gátum hagg- að ró hennar. Líka þegar hún hafði ekki tíma til að setja sokkana á golfkylfurnar því við vorum farnar langt á undan henni. Kristín var dama og heimskona en líka sveitastelpa inn við beinið því á sínum yngri árum stundaði Kristín hesta- mennsku. Alltaf var vinnan of- arlega í huga hennar og því var merin hennar kölluð Saga Class. Kristín gifti sig sumarið 2012. Ekki grunaði okkur þeg- ar hún var að skoða blúndukjól og bleikan jakka í Minneapolis að hún myndi skarta þessum klæðnaði 17. júní það ár, á brúðkaupsdeginum sínum. Jón og Kristín voru fallegt par og var hún sátt við lífið og til- veruna. Kristín hafði gengið í gegnum veikindi nokkrum sinn- um undanfarin ár en náði sér alltaf á milli, en í sumar veikt- ist hún alvarlega og fljótlega var okkur ljóst að meinið hafði tekið yfirhöndina. Við stöllur kveðjum hana með söknuði og eigum eftir að minnast hennar um ókomin ár. Jón, Guðmundur Þór, Krist- ján Örn og fjölskylda, við send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur og megi minning hennar lifa. Aðalheiður Halldórsdóttir, Hólmfríður Júlíusdóttir, Ólafía G. Ólafsdóttir og Þorbjörg Björnsdóttir. Mikið finnst mér erfitt og ótímabært að sitja hér og hripa niður orð um hana Kristínu „vinnumömmu“ mína. Kristín réð mig til starfa hjá Icelandair fyrir 19 árum og tók mig strax að sér ef svo má segja. Þá var ég bara lilla eins og hún kallaði okkur ungu stelpurnar sem vorum að koma til vinnu eftir nám í Ferðaskóla Flugleiða. Hún kenndi mér mjög fljótlega að nota „fæl 13“ þegar þess þurfti – enda var viðskiptavin- urinn alltaf í fyrsta sæti. Ég á henni svo mikið að þakka fyrir öll þessi ár og ég mun minnast hennar sem elskulegrar konu með mikla þjónustulund, góðrar konu og ekki síst sem afar skemmtilegr- ar konu. Hún stóð vel við bakið á mér þegar ég gekk í gegnum erfiða tíma og ég hef ekki getað þakk- að henni nægilega vel fyrir það. Hún hafði líka fengið sinn skammt af erfiðleikum og því var mjög ánægjulegt að fylgj- ast með ástinni blómstra hjá henni og Jóni sem hún hitti fyr- ir nokkrum árum og kom sem himnasending inn í hennar líf. Nýgift í nýja húsinu þeirra brosti lífið við þeim, allt þar til krabbameinið bankaði uppá hjá Kristínu og tók stjórnina allt of fljótt. Ég votta Jóni, Guðmundi, Kristjáni og öðrum aðstand- endum mína innilegustu samúð og bið Guð að geyma elsku Kristínu. Guðný Lára Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.