Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Bók Tolla Ást og friðursamanstendur af stöðu-uppfærslum eða hugleið-ingum hans sem birst hafa
á Facebook frá því í desember 2008
til ársins 2014. Þær birtast lesendum
nákvæmlega eins og þær komu fyrir
á Facebook því bókin er óritskoðuð.
„Það má segja að hugmyndin hafi
smám saman vaknað með hvatningu
utan af streyminu á Facebook,“ seg-
ir Tolli. Hann íhugaði málið eftir
fjölda áskorana og ráðfærði sig við
„sér fróðari menn“, eins og hann
orðar það sjálfur. Að því loknu tók
hann ákvörðun um að hugleiðing-
arnar skyldu koma út. Ástæðurnar
eru nokkrar. „Í fyrsta lagi er það dá-
lítið frumleg hugmynd að taka svona
texta sem liggur við að sé einnota.
Þú skýtur þessum texta inn á Face-
book en ekki til þess að gefa út á
bók. Þetta eru mjög sterkar augna-
bliksmyndir og augnabliksáhrif sem
eru þarna. Þegar þetta kemur yfir á
lífrænan pappír úr rafflæðinu breyt-
ist virknin og þá verða þetta miklu
meiri ljóðmæli,“ segir hann.
Engri færslu breytt
Sem fyrr segir ritskoðaði Tolli
ekki bókina með nokkrum hætti.
„Ég fékk Árna Óskarsson til að
stýra þessu verki og velja og setja
upp því ef ég færi að vera með putt-
ana í þessu þá færi ég að ritskoða.
Það sem er fallegt við hugmyndina
er að leyfa skissunni að standa. Það
er dálítið galdurinn í þessari bók.
Eins og maður skissi eitthvað upp í
örfáum dráttum og leyfi því að
standa án þess að eiga nokkuð við
það. Ef vel tekst til er það dálítill
galdur,“ segir Tolli sem enn hefur
ekki lesið bókina í heild en grípur
gjarnan niður í hana og er býsna
sáttur við hversu vel færslurnar
standa og það sem meira er hversu
vel þær endurspegla tímann sem
færslurnar voru skrifaðar á þó svo
að engar séu dagsetningarnar.
Jákvæðni í kreppunni
Margar færslnanna voru skrif-
aðar uppi í Kjós þar sem Tolli dvelur
gjarnan. Þar nýtur hann náttúrunn-
ar sem er allt um kring. „Hún er svo
mikið fyrir framan mann og spilar
stóra rullu í textanum,“ segir hann.
Náttúran hefur jákvæð áhrif og ekki
veitti af árið 2008 þegar samfélagið
var reitt og neikvætt. Þá byrjaði
Tolli á Facebook.
Gefur út bók með
facebookfærslum
Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens er ekki síður fær að tjá sig í orðum en gegn-
um myndlistina á striga. Það vita þeir sem fylgjast með honum á Facebook þar
sem hann er virkur notandi. Stöðuuppfærslur sínar endar Tolli iðulega á orð-
unum „ást og friður“ sem er raunverulega kjarninn í því sem hann vill tjá. Kær-
leikurinn er honum hugleikinn og endurspeglast í nýjustu bók hans Ást og friður.
Facebook Færslurnar hans Tolla spanna tímabilið frá 2008 til 2014 og er
jákvæðni og kærleikur rauði þráðurinn í gegnum þær allar. Ást og friður.
Bókin Ást og friður er eingöngu til
sölu í verslunum Bónuss.
Aðdáendur Múmínálfanna eru fjöl-
margir víða um heim og eiga margir
hverjir sér eftirlætis persónu úr þess-
um vinsælu sögum listakonunnar og
rithöfundarins Tove Jansson. Fyrir þá
sem vilja vita sem mest um þessar
áhugaverðu verur er töluverðan fróð-
leik að finna á vefnum www.moom-
in.com. Þar má bæði lesa um per-
sónueinkenni hvers og eins,
fjölskyldutengsl og áhugamál. Síðast
en ekki síst er áhugavert að lesa um í
hvaða bókum persónurnar voru fyrst
kynntar til sögunnar og í hvaða bók-
um þær koma fyrir.
Íbúar Múmíndals bera nöfn sem
þýdd hafa verið á hin ýmsu tungumál,
eins og lesa má um á síðunni. Til
dæmis mætti leggja á minnið að
Snorkstelpan nefnist Grugnina á
ítölsku, Panna Migotka á pólsku,
Tusklikupreili á eistnesku og la
Demoiselle Snorque á frönsku!
Vefsíðan www.moomin.com
AFP
Fróðlegt Á vefsíðu Múmínálfanna er ótrúlegustu upplýsingar að finna um þá.
Veistu allt um Múmínálfana?
Hvort var Mörður Valgarðsson illmenni eða fórn-
arlamb rógsherferðar? Um þetta og fleira verður
fjallað á málfundi um Mörð sem haldinn verður í
kvöld í Iðu Zimsen á Vesturgötu 2 í Reykjavík. Frum-
mælendur eru Svanhildur Óskarsdóttir, Friðrik Erl-
ingsson og Vilborg Davíðsdóttir. Þá les Bjarni Harð-
arson rithöfundur úr nýrri bók sinni sem heitir
einfaldlega Mörður en hún er skrifuð í orðastað
þessarar persónu Njálssögu sem hefur í þúsund ár
verið ímynd undirferli, lyga og varmennsku. Fund-
urinn hefst klukkan 20.30 og er öllum opinn. Kaffi-
bolli fylgir kökusneið.
Endilega…
…komist að því
hvort Mörður
var illmenni
Mörður Var hann illur?
Fjarðarkaup
Gildir 13.-15. nóv. verð nú áður mælie. verð
Lambainnralæri (kjötborð) ............................... 2.598 3.498 2.598 kg
Grísalundir (kjötborð) ...................................... 1.598 2.398 1.598 kg
Grísahnakki úrb. (kjötborð) .............................. 1.198 1.598 1.198 kg
FK hangilæri úrb.............................................. 2.698 3.198 2.698 kg
FK hangiframp. úrb.......................................... 1.998 2.369 1.998 kg
Fj. hangiframp. í bitum..................................... 989 1.298 989 kg
Kj. reykt folaldakjöt ......................................... 629 798 629 kg
Fj. lifrarpylsa frosin .......................................... 639 798 639 kg
Fj. blóðmör frosinn .......................................... 598 754 598 kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Ómar
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Sjálfboðaliðar í London tóku að sér í
gær að fjarlægja keramíkblómin
rauðu sem stungið hafði verið niður í
breiðu við Tower of London, til
minningar um þá hermenn sem féllu
í fyrri heimsstyrjöldinni.
Blóðrauðu keramíkblómin fjarlægð
AFP
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Nýjar vörur - mikið úrval
Komið og skoðið úrvalið
af loftljósum frá Kartell
Kartell Easy
verð frá
kr. 21.500
Kartell Fly
kr. 42.900
Kartell Gé
verð frá
kr. 39.900