Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 byggði ásamt bróður sínum Þór, en húsin urðu fleiri; því Óðinn var einfaldlega alltaf að byggja. Þegar Gurrý kom í heiminn var hafist handa við næsta hús, nú í Þverholtinu. Flestum hefði nú þótt tvö hús duga, en ekki Óðni. Óðinn var þannig úr garði gerð- ur að honum féll einfaldlega aldrei verk úr hendi; hann var sí- fellt að aðstoða vini og frænd- systkin við húsbyggingar ýmis- konar auk þess sem hann átti stóran þátt í byggingu Strýtu í Hlíðarfjalli. Ásamt þessu vann hann alltaf fulla vinnu á heildsölu Valgarðs Stefánssonar, enda voru húsbyggingarnar allar hálf- gerð dægradvöl. Það kom svo að því að Óðinn komst á eftirlaun, eftir áratuga strit. En það leið þó ekki á löngu þar til kornungur eftirlaunaþeg- inn var orðinn óþreyjufullur af þessu vinnuleysi. Hann keyrði því út á Hvamm á Hjalteyri, sem þá hafði staðið auður lengi, og lá undir skemmdum, og sagði við Dúllu sína að þetta gengi ekki lengur; að hér þyrfti að taka til hendinni. Það tók Óðin svo á þriðja ár að gera Hvamm upp eins og nýr væri og gera hann að þeim yndislega stað sem við öll fáum nú að njóta, börn okkar systra, barnabörn og vinir. Síðustu árin hafa Dúlla og Óð- inn átt gæðastundir í Hvamm- inum og hvergi held ég að Óðni hafi liðið betur, enda var þar allt- af verk að vinna, sífellt hægt að betrumbæta, smíða, slá eða gróðursetja, milli þess sem skroppið var á eyrina til að heilsa upp á gamla kunningja, kíkja í kaffi á Kaffi Lísu eða bara slaka á á sólpallinum við Hvamm, með útsýni yfir Eyja- fjörð. Óðinn var félagslyndur mað- ur. Hann þekkti alla og allir þekktu hann, þennan dugnaðar- fork. Hann var ástríðufullur KA- maður og sannur fánaberi þess félags, enda var hann sífellt að hlúa að íþróttalífi barna og ung- linga í gegnum öll sín ár. Óðinn hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og voru stjórnmál eftirlætis-umræðuefni hans og áttum við margar fjörugar sam- ræðurnar um stjórnmál. Barst þá Alþýðuflokkurinn oft í tal, en það var stjórnmálaflokkur að hans skapi. Minning um orkumikinn, glettinn og traustan mann lifir. Mann sem var burðarstólpi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Blessuð sé minning hans. Hafdís mágkona. Ég kynntist Óðni fyrst þegar ég vann í Vöruhúsinu. Þá kom hann oft í búðina með vörur frá Heildverslun Valgarðs Stefáns- sonar. Var hann alltaf svo kátur og hress og gantaðist við okkur búðarstúlkurnar. Svo var hann líka giftur Dúllu. Ég þekkti hana ekki þá, en þegar ég var í fyrsta bekk í gagganum var hún í öðr- um bekk og dáðist ég mjög að þessari fallegu og fínu stúlku. Seinna þegar ég var flutt í Þorp- ið átti ég eftir að kynnast þess- um yndislegu hjónum nánar. Þau bjuggu í næstu götu, en leiðir okkar Dúllu lágu saman í kven- félaginu Baldursbrá þar sem við sátum oft saman í stjórn og nefndum. Á þeim tíma var mikið félagsstarf í félaginu og á hverju ári haldin þorrablót og farið í ferðalög. Og þegar Baldursbrár- konur léttu sér upp buðu þær alltaf mönnunum með, þetta var svo fjölskylduvænt félag. Á slík- um stundum var Óðinn alltaf mættur og eigum við hjónin margar dýrmætar minningar frá þessum tímum. Dunandi dans, Herðubreið, Snæfellsnes, Aust- firðir og Færeyjar skilja eftir í huga okkar lifandi minningar um gleði og vináttu. Eftir að þeir Andri hættu að vinna hafa þeir verið í „leik- skóla“ saman. Spilað bridge á morgnana í Bugðusíðu. Yndis- legt var nú í sumar að fara með þeim hjónum í fimm daga hring- ferð um landið. Þar naut hann sín til fulls og við áttum saman dýrmætar stundir sem aldrei gleymast. Við sendum Dúllu og börnun- um hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Andri og Guðrún. Í dag er kvaddur kær vinur, Óðinn Árnason. Hann var einn af 10 systkinum sem ólust upp í Glerárþorpi. Þeir krakkar sem þar bjuggu og höfðu áhuga á íþróttum voru yfirleitt Þórsarar en Óðinn gerðist eldheitur KA- maður. Á sínum yngri árum stundaði hann frjálsar íþróttir af kappi og vann þar til margra verðlauna. Hann fylgdist ávallt vel með sínu félagi og lá leið hans oft í KA-heimilið. Ungur að árum stofnaði Óðinn fjölskyldu og eignaðist tvíburana Árna og Ingva sem voru meðal bestu skíðamanna landsins í mörg ár. Með þeim fór hann að leggja leið sína í Hlíðarfjall. Í Hlíðarfjalli gerðist Óðinn stór hlekkur í frábæru teymi góðra manna sem sáu um öll mót á skíðasvæðinu. Seinna gerðist hann mótsstjóri til margra ára. Var hann þekktur fyrir rögg- semi, skipulagningu og dugnað. Á árum Óðins í Fjallinu áttu Ak- ureyringar mikið af góðu skíða- fólki og þar á meðal Möggurnar þrjár og Gulló. Allar mátu þær Óðin mikils og var hann þeim góður vinur. Einu sinni prjónuðu stelpurnar sér skíðahúfur allar eins og auðvitað þurfti Óðinn að fá húfu líka. Óðinn ávann sér virðingu skíðamanna um land allt og voru störf hans mikils metin. Ég ásamt fjölskyldu minni kveð Óðin með virðingu og þökk. Elsku Dúlla, Árni, Ingvi, Guð- rún og fjölskyldur, megi ljúfar minningar liðins tíma ylja ykkur um ókomin ár. Björg Finnbogadóttir. Óðinn vinur minn er allur. Þessi aldni heiðursmaður mun alltaf eiga stað í hjarta mér fyrir ósérhlífni og óeigingjarnt fram- lag til skíðaíþróttarinnar á Ís- landi. Ég kynntist Óðni fyrst í gegnum Andrésar andar leika fyrir 25 árum og á margar góðar minningar um samstarfið við hann í Hlíðarfjalli og á vettvangi Skíðasambandsins. Óðinn var alla tíð léttur í spori og margir þéttvaxnari eins og undirritaður áttu á köflum erfitt með að fylgja honum eftir í fjalllinu. Upp í hugann koma viðbrögð Óðins þegar Skíðadeild Breiða- bliks leitaði til Skíðafélags Ak- ureyrar um framkvæmd Ung- lingameistaramóts Íslands á skíðum 1997. Mótið átti að fara fram á skíðasvæðum höfuðborg- arsvæðisins en vegna snjóleysis sunnan heiða var nauðsynlegt að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Hefðin var að ef flytja þurfti skíðamót milli landshluta var skipt um mótshaldara. Við Blikar vorum þarna að halda okkar fyrsta stóra skíðamót og höfðum lagt mikið í undirbúning og vorum þess vegna ekki til- búnir til að gefast upp. Í stað þess að segja okkur frá mótinu fengum við grænt ljós frá móta- nefnd Skíðasambands Íslands um að leita annarra lausna. Það kom í minn hlut sem mótsstjóra að hafa samband við Akureyr- inga og ég hringdi auðvitað í Óð- in, sem á þessum árum var allt í öllu í Hlíðarfjalli. Eftir að hafa fengið stutta lýsingu á okkar hugmyndum sagði Óðinn: „Palli minn, við leysum þetta. Ég þarf að hringja nokkur símtöl og svo tölum við saman aftur.“ Innan klukkustundar kom svo svarið: „Þið eruð að sjálfsögðu velkomin í Hlíðarfjall með Unglingameist- aramótið, Skíðafélag Akureyrar tekur að sér gönguna og aðstoð- ar ykkur eftir föngum við fram- kvæmd alpagreinahlutans. Þú hringir svo bara í Ívar og semur um fjallið við hann, ég er búinn að leggja inn gott orð.“ Það er skemmst frá því að segja að við héldum frábært Unglingameist- aramót í Hlíðarfjalli við toppað- stæður með dyggri aðstoð frá Skíðafélagi Akureyrar og skíða- félögunum á Dalvík og Ólafs- firði. Ég kveð vin minn, Óðin, með virðingu og þökk fyrir ánægju- lega viðkynningu um leið og ég færi Gunnþóru og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur okkar Svönu og strákanna. Minningin um góðan dreng og öflugan liðsmann skíðahreyfing- arinnar á Íslandi mun ylja okkur um ókomin ár. Blessuð sé minn- ing Óðins Árnasonar. Páll Grétarsson. Í dag kveðjum við kæran vin, Óðin Árnason. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu skíðaíþrótt- arinnar á Akureyri og í raun á landsvísu. Sú orka og framtaks- semi sem Óðinn hafði var engu lík. Við félagarnir munum eins og það hafi gerst í gær þegar hann hringdi í okkur og sagði okkur að koma og æfa skíði. Alltaf var hann til staðar og hvatti okkur áfram með sínu ein- læga brosi og glensi. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í fjallið þegar við vissum að Óðinn væri þar og alltaf gátum við leit- að ráða hjá honum. Hann var sem faðir okkar allra og átti stóran þátt í uppeldi okkar. Þeg- ar við hættum að æfa þá tók við Skíðasamband Íslands þar sem við gátum ávallt leitað til hans til að fá ráð því við vissum að hann bjó yfir mikilli reynslu og þekk- ingu. Óðinn stóð eins og klettur með sínu fólki og alltaf þegar skíðamót voru haldin á Akureyri var hann fyrstur á svæðið og fór síðastur heim. Án hans hefði verið erfitt að halda uppi móta- haldi og starfi Skíðaráðs Akur- eyrar og ávallt var hann til stað- ar. Hann var kletturinn sem allir treystu á og fyrir vikið var borin ómæld virðing fyrir honum. Eitt er víst að ef einhver átti það skil- ið þá var það hann. Eftir að Óð- inn hætti að koma í fjallið þá var eins og þar vantaði sál, hans sál. Hans verður sárt saknað. Við gömlu skíðafélagarnir sendum samúðarkveðjur til ætt- ingja og guð verði með ykkur öllum. Kær kveðja, Ásgeir Sverrisson og Egill Jóhannsson. Margs er að minnast er við kveðjum vin okkar Óðin Árna- son. Óðinn starfaði alla tíð öt- ullega fyrir Skíðaráð Akureyrar og þar lágu leiðir okkar saman, hann sem foringi og við sem keppendur. Óðinn var okkur sem faðir, hann var alltaf til staðar hvort sem við vorum á skíðaæfingum eða í keppnisferðum. Í keppni hvatti hann okkur áfram, sam- gladdist okkur þegar vel gekk og hlustaði á okkur þegar á þurfti að halda. Hann var manna glaðastur þegar okkur tókst að ná í verðlaunapeninga og stoltur fyrir hönd okkar bæjarfélags. Í seinni tíð nefndi hann oft hversu gaman hefði verið á Skíðalands- móti Íslands á Ísafirði þegar skíðalið Akureyrar vann alla Ís- landsmeistaratitla sem í boði voru nema einn. Innst inni var Óðinn nefnilega svolítill keppn- ismaður. Óðinn var úthaldsmikill, mættur fyrstur manna upp í Hlíðarfjall og fór síðastur heim. Hann var sá sem hélt utan um alla þræði, skipulagði mót, var iðulega mótsstjóri og vann hörð- um höndum við allt mótshald. Í gegnum alla þessa vinnu kynnt- ist hann mörgum og margir áttu hann að vini. Óðinn vildi veg skíðaíþróttar- innar sem mestan og byrjaði ungur að vinna fyrir skíðafélagið og hélt því áfram af mikilli atorku fram á efri ár. Við þökk- um Óðni fyrir alla hans vinnu og baráttu í þágu skíðahreyfingar- innar á Íslandi og fyrir hans framlag við uppbyggingu skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli. Hvíl í friði kæri vinur og að- standendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Margrét Baldvinsdóttir og Tómas Leifsson. Frá okkur er farinn einn af burðarásum skíðaíþróttarinnar á Akureyri, Óðinn Árnason. Ungur maður var Óðinn íþrótta- maður góður, millivegalengda- hlaupari, einn sá allra besti, en lengst verður Óðins minnst fyrir framlag hans til skíðamála á Ak- ureyri. Í hartnær 40 ár var hann í forystusveit Skíðaráðs Akur- eyrar, nú Skíðafélags Akureyr- ar, þar af formaður í nokkur ár. Ég held það muni vera eins- dæmi að vera í forystusveit íþróttafélags svo lengi og það allt í sjálfboðavinnu. Hann var leikstjóri í alpa- greinum á öllum Andrésarleik- um frá 1977 til 2005 og starfs- maður, leikstjóri eða mótsstjóri á flestum alpagreinaskíðamótum frá 1965 til 2005. Óðinn var mik- ill skíðamótamaður, hefði líklega viljað hafa skíðamót um hverja helgi allan veturinn og að starfa með honum við mót var alveg einstakt. Hann vildi byrja mót snemma, brottför frá Skíðahót- elinu kl. 6.00 að morgni á móts- degi, þeir sem komu of seint þurftu að labba upp í Strýtu, þeir komu aldrei of seint aftur. Hann var verkstjórinn, allir fengu hlutverk við að leggja brautir, koma upp rásmarki og endamarki, flagga, moka pallinn, og þegar allt var klárt var sögu- stund. Starfsmenn komu saman á efri hæð í Strýtu, fengu sér kaffi og sagðar voru sögur og hlegið mikið. Þessar stundir voru ógleymanlegar og oft höfum við Óðinn rifjað þær upp. Hann var stundvís, hálftíma fyrir mót áttu allir starfsmenn að vera komnir á sinn stað, „við byrjum á aug- lýstum tíma,“ sagði hann gjarn- an. Ef keppni átti að hefjast kl. 10.00 þá var það hvorki 10 mín- útur fyrir eða yfir, heldur kl. 10.00. Á Andrésarleikunum er keppt í alpagreinum á 3 stöðum í fjallinu. 15 mínútum fyrir start heimsótti Óðinn alla staðina, svona til að vita hvort allt væri í lagi og allir tilbúnir á réttum tíma. Óðinn kom að fleiru í fjallinu enn mótum. Allar framkvæmdir til bættrar aðstöðu fyrir kepp- endur og starfsfólk voru hans fag. Hann kom að byggingu gömlu Strýtu, var verkstjóri við byggingu nýju Strýtu og Göngu- hússins, kom einnig að byggingu Hólabrautarlyftunnar auk margra smærri verkefna. Þegar ég starfaði í fjallinu tókst snemma með okkur náið samstarf og vinátta, vinátta sem aldrei bar skugga á. Það mynd- aðist traustur vinahópur úr þessu starfi í fjallinu, hópur sem ferðaðist víða, ógleymanlegar eru bílferðir um Mið-Evrópu, heimsótt voru þekkt skíðasvæði og borgir. Í þessum ferðum naut Óðinn sín vel, var fróðleiksfús um fólk og lönd og hrókur alls fagnaðar. Við höfum nokkrir úr þessum vinahópi hist af og til í kaffispjalli þar sem allt hefur verið til umræðu, pólitík, málefni Hlíðafjalls, bæjarmál o.fl. Þessi hópur saknar góðs vinar. Óðinn var traustur í öllu sem hann starfaði að, sannur KA- maður, sannur jafnaðarmaður og einlægur vinur og félagi, mik- ill húmoristi og sögumaður góð- ur. Nú er þessi indæli drengur farinn. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur, þá sérstaklega hans góðu konu, Gunnþóru eða Dúllu eins og hún er alltaf kölluð. Ívar Sigmundsson. Helga hafði þann hæfileika að laða hið besta fram hjá fólki. Lífsskoðun hennar byggðist á þeirri trú að fólk væri gott að upplagi og það væri skylda samfélagsins að tryggja öllum mannsæmandi kjör og bestu menntun sem völ væri á. Sjálf var hún menntamanneskja með skarpa greind og áhuga á samfélagsmálum. Náttúruvernd var Helgu huglæg og hún naut þess að vinna með sér yngra fólki Helga Kristín Einarsdóttir ✝ Helga K. Ein-arsdóttir fædd- ist 1. september 1941. Hún lést 31. október 2014. Jarð- arför hennar var gerð 6. nóvember 2014. við landvörslu á sumrin. Hennar helstu mannkostir voru jákvæðni í garð samferðafólks og hversu heitt hún elskaði börnin sín. Helga var höfð- ingi heim að sækja og skemmtilegur gestgjafi. Bók- menntir, spennu- sögur, kvenréttindi, kántrímúsík, þjóðlagatónlist, stjórnmál, fólk, fjölskylda og hvernig þetta gat nú allt spilað saman var rætt fram og til baka en mestu munaði þó um þá kímni og kátínu sem fylgdi Helgu. Hún var skemmtilegur félagsskapur, góð manneskja og við munum sakna hennar. Árni og Hrafnhildur. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA LÍNBERG KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Hólmfríður J. L. Runólfsdóttir, Steinn Gunnar Ástvaldsson, Inga P. L. Runólfsdóttir, Einar Guðmundsson, Kristján Þ. L. Runólfsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, María L. Runólfsdóttir, Sigurður Ásgeir L. Runólfsson,Belinda Mirandilla, Sigríður L. Runólfsdóttir, Halldór Sverrisson, Birna L. Runólfsdóttir, Björg L. Runólfsdóttir, Róbert L. Runólfsson, Freydís Aðalbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN EMILSDÓTTIR sjúkraliði, Lækjasmára 58, lést þriðjudaginn 28. október. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 14. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. . Ásta Bjarnadóttir, Einar Árnason, Gréta Konráðsdóttir, Ásdís Bjarnadóttir, Vignir Jónsson, Heiðrún Gróa Bjarnadóttir, Örn Gunnlaugsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Lokað Skrifstofa Félagsvísindasviðs og þjónustuborðið í Gimli eru lokuð frá kl. 14.00 í dag, 13. nóvember, vegna jarðarfarar Ingjalds Hannibalssonar, prófessors. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORGRÍMUR STEINGRÍMSSON skipstjóri frá Ísafirði, lést þriðjudaginn 11. nóvember. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 11.00. . Hugljúf Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarni Ingólfsson, María Dröfn Erlendsdóttir, Ólafur Arnar Ingólfsson, Elín Halldóra Friðriksdóttir, Andrés Jónsson, Friðlaugur Jónsson, Auður Alexandersdóttir, Steingrímur Jónsson, Unnþór Jónsson, Viktoría Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.