Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Óli Björn Kárason, varaþing-maður Sjálfstæðisflokksins, ritaði grein hér í blaðið í gær og benti á að eftir skuldaaðgerðir rík- isstjórnarinnar væri stórt verkefni fram- undan við að „leið- rétta annan og jafn- vel meiri forsendubrest en hækkun verð- tryggðra skulda. Lífskjör almenn- ings – ekki síst þeirra sem lægst hafa launin – versnuðu verulega í kjölfar falls viðskiptabankanna vegna gríðarlegrar hækkunar skatta, minni atvinnu og lægri launa.    Það er verkefni ríkisstjórn-arinnar á komandi mánuðum að leiðrétta þennan forsendubrest samhliða því að skjóta styrkum stoðum undir velferðarkerfið. Þá skiptir mestu að allur almenningur finni á eigin skinni að lífskjörin séu að batna líkt og opinberar hagtölur gefa til kynna en margir hafa því miður ekki fengið að njóta.“    Óhætt er að taka undir þessi orð.Vinstri stjórnin sem tók við snemma árs 2009 hófst þegar handa við að rýra kjör almennings og þrengja að atvinnulífinu með skattahækkunum og margvíslegum öðrum mistökum.    Þessar aðgerðir lögðust ofan áþá erfiðleika sem fylgdu falli bankanna, dýpkuðu efnahagslægð- ina og hægðu verulega á efnahags- batanum.    Þessu má sannarlega líkja viðforsendubrest fyrir heimili landsins og nú er orðið tímabært að taka á honum af myndarskap með því að aflétta skattahækkununum og bæta almennt efnahagsumhverfi heimila og fyrirtækja. Óli Björn Kárason Jafnvel enn meiri forsendubrestur STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.11., kl. 18.00 Reykjavík 10 alskýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 7 alskýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 8 þoka Brussel 12 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 10 súld Berlín 11 skýjað Vín 13 skýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -6 snjókoma Montreal 7 súld New York 16 alskýjað Chicago -1 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:51 16:35 ÍSAFJÖRÐUR 10:14 16:21 SIGLUFJÖRÐUR 9:57 16:04 DJÚPIVOGUR 9:24 15:59 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Brunavarnir verða meðal annars auknar í nýju deiliskipulagi fyrir hjólhýsasvæðið í Þjórsárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Reikn- að er með að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verði kynnt næsta vor. Nú- verandi deiliskipulag tekur ekki nægjanlega á ýmsum öryggisatrið- um sem þarf að bæta, að sögn Björgvins Skafta Bjarnasonar, odd- vita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann býst við því að hægt verði að hefjast handa við nokkra hluta af nýja skipulaginu áður en langt um líður. Í samráði við Skógrækt ríkisins verður unnið að því að útbúa bruna- hólf á svæðinu. Gera þarf ráð fyrir flóttaleið ef ein leið lokast vegna bruna. „Ef það kviknar í við ákveðnar að- stæður getur bruninn orðið mikill. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að kvikni í en við ætlum að koma í veg fyrir að það kvikni í öllu svæðinu,“ segir Björgvin Skafti. Hann bætir við að allir á svæðinu séu sammála um að þessi atriði þurfi að bæta og hann finni fyrir fullum vilja til að koma því til leiðar. Á sveitarstjórnarfundi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í síðustu viku var ákveðið að kalla saman starfshóp Skógræktarinnar og eigenda hjól- hýsa á svæðinu. Á fundinn mættu fulltrúar Félags eigenda hjólhýsa í Þjórsárdal og óskuðu eftir „þátttöku í umræðu-, ráðgjafar- eða tillögu- hópum hagsmunaaðila við frekari mótun eða úrvinnslu deiliskipulags- ins“. Tekið var tillit til þess með til- lögu um samstarfshópinn. Nokkrir eldsvoðar hafa orðið á hjólhýsasvæðinu í Þjórsárdal síð- ustu ár. Efla brunavarnir í Þjórsárdal  Nýtt deiliskipulag lagt fram í vor  Útbúa brunahólf á svæðinu Það voru poll- róleg eldri hjón sem mættu á skrif- stofu Íslenskr- ar getspár í gærmorgun með Lottóvinn- ingsmiðann góða sem var keyptur í Fjarðarkaupum í síðustu viku. Miðinn sem er 5 raðir og kost- aði 650 krónur skilaði eigendum sínum 48.912.810 krónum skatt- frjálst. Hjónin eru komin á eft- irlaun og spila nánast alltaf í Lottó. Því ætlaði eiginkonan ekki að trúa manni sínum er hann tjáði henni að hann héldi að þau hefðu unnið stóra vinninginn. Það var ekki fyrr en þau fóru á netið og sáu að vinningsmiðinn hafði verið seldur í Fjarðar- kaupum að þau trúðu þessum góðu fréttum. Þau segjast nú vera búin að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld og þurfa nú ekki lengur að hugsa um að spara og geyma að kaupa hluti fram yfir næstu mánaðamót. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fari til líkn- armála enda eru líknarmál þeim afar hugleikin og þau vita og þekkja af eigin raun að þörfin er mikil. Eldri hjón unnu 49 millj- ónir í Lottó Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flot tir í fötum Frímúrarar – Oddfellowar Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Ótrúlegt verð: 72.900,- með svörtu vesti á meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.