Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Púlsinn Tolli Morthens segir að Facebook gegni mikilvægu hlutverki sem heiðarlegur púls í samfélaginu. „Þá tók ég mjög afdráttarlausa afstöðu, jákvæða afstöðu, gagnvart sjálfum mér og lífinu. Ég ákvað að horfa jákvæðum augum á tilveruna og deila þeirri sýn með mínu sam- ferðafólki. Þegar ég skrifa færsl- urnar hugsa ég með mér að ég skuli láta gott af mér leiða.“ Facebook gegnir mikilvægu hlutverki í menningu samfélagsins og segir Tolli að ekki megi líta framhjá þeirri staðreynd. „Í raun og veru er þetta mjög heiðarlegur púls en maður finnur líka hvað fólk hefur mikið úthald í að liggja í reiði og gremju. Reiðinni fylgir oft dómgreind- arleysi því þegar maður er reiður finnst manni maður hafa rétt á að slá í kringum sig. Það er dá- lítið verið að keyra á þessari réttlátu reiði í heiminum í dag. Við komum úr heimsmynd sem var nokkuð ball- anseruð á milli komm- únisma og kapítalisma fram til 1990. Síðan kem- ur þessi uppsláttartími póstmóderníska kapítal- ismans og svo kemur bakslagið í hann. Þá er eins og verið sé að virkja þessar til- finningar á milli hópa og stöðugt verið að grafa einhver landamæri til að etja hópum saman,“ segir Tolli og líkir því við eins konar vald sem sé mikið í mun að mannfólkið sé í hatri og reiði. „Í þeirri orku er mjög auð- velt að stjórna fólki, þannig að ég horfi dálítið á þetta tilfinningablæti í pólitík í dag sem stjórnunartæki ein- hvers staðar frá.“ Kærleiksboðskapur í Bónus Þess vegna ætti að vera enn rík- ari ástæða til að láta ljós kærleikans og jákvæðninnar skína skært. „Það er mikilvægt að koma þessu kær- leikshugtaki inn í samfélagið án þess að það sé eitthvað trúarbragðatengt heldur að það sé staðalbúnaður hvers einasta manns. Ef við búum öll yfir kærleikanum, af hverju lærum við þá ekki að tengjast þessari orku? Þannig líður manni betur,“ segir myndlistarmaðurinn og rithöfund- urinn Tolli. Bókina Ást og friður er ein- göngu hægt að fá í Bónus. Tolli segir að það sé af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn, Guð- mundur Marteinsson, sé alltaf til í að styðja óhefðbundnar hugmyndir og öðruvísi hefði bókin ekki komið út. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Múmínálfarnir, Morrinn og Tove Jans- son verða í brennidepli í Café Lingua í dag. Kaffispjallið fer að þessu sinni fram á skandinavísku í Norræna hús- inu á milli klukkan 17 og 18. Hinn 9. ágúst síðastliðinn voru 100 ár frá fæðingu finnska rithöf- undarins og listakonunnar Tove Jans- son. Við hörmulegar aðstæður í Helskinki í miðju sprengjuregni síð- ari heimsstyrjaldarinnar lauk Jans- son fyrstu bók sinni um Múmínálf- ana. Það var árið 1945 en í raun slógu sögurnar úr Múmíndalnum ekki í gegn fyrr en þriðja bókin kom út, árið 1948. Bækurnar urðu fleiri og innan tíðar hafði hróður þeirra borist víða um heim. Múmínálfana má nú sjá á sviði, í teiknimyndum og víðar. Í Norræna húsinu í dag verður dag- skráin fjölbreytt og til dæmis mun Hildur Ýr Ísberg flytja fyrirlestur um kynhlutverk í bókum Jansson og Mal- in Barkelind les kafla úr bókinni „Pappan och havet“. Gestir geta tek- ið þátt í getrauninni „Mummitrold- ene og deres nordiske venner“ og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu, sem ættu að æra upp sult gestanna. Í Barnahelli Nor- ræna hússins er hægt að skoða sýn- ingu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum. Að þessu sinni er umsjón Café Lingua í höndum Nor- ræna hússins, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur auk deilda dönsku, norsku og sænsku við Háskóla Ís- lands. Enginn aðgangseyrir er að Café Lingua og allir velkomnir. Café Lingua í Norræna húsinu © Moomin Characters Vinsælt Múmínálfana og Múmíndalinn þekkja flestir enda ævintýraheimur. Getraun og múmínveitingar Gullsmíðaverkstæðið Gull & silfur var stofnað fyrir 43 árum og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Hraun hefur lengi prýtt skart þess og nú hefur fyrirtækið smíðað silfur- skartgripi sem sérstaklega eru til- einkaðir nýjasta hrauninu á Íslandi sem nú rennur norðan Vatnajökuls. Skartið er hannað og handsmíðað af gullsmíðameisturum fyrirtækisins og skreytt með hraunmolum úr Holu- hrauni sem stækkar með hverjum deginum. Sigurður Steinþórsson gullsmíðameistari segir þessa skart- gripi eldheita um þessar mundir enda mikill áhugi fyrir þessu eldgosi bæði hér heima og erlendis. Erlendir ferða- menn eru sérstaklega áhugasamir en Íslendingar kaupa þessa gripi líka enda hafa þeir sögulegt gildi. „Út- lendingar spyrja mikið um hraunið og skartið, sérstaklega eftir að við til- einkuðum gluggaútstillinguna eld- gosinu með ljósmyndum Valdimars Leifssonar,“ segir hann. Þar sem fyrirtækið hefur smíðað skart úr íslenskum hraunmolum í gegnum tíðina og lá beint við að nota nýtt hraun í þessa gripi sem segja má að geri þá í senn að minjagripum og skarti. „Skartgripalína sem þessi verður að heita einhverju íslensku nafni, það er nauðsynlegt,“ segir Sigurður sem kýs að fara heldur óhefðbundna leið við val á nafni og ætlar að leita til al- mennings um nafn á nýju hraunmola- gripina en tekið verður á móti hug- myndum á facebooksíðu Gulls og silfurs. Sá sem kemur með bestu til- löguna fær verðlaun úr skartgripalín- unni. Sjóðheit list í silfurskartgripum Ánægð Gullsmíðameistarar fyrirtækisins með hráefni í skartgripalínuna. Hraunmolar úr Holuhrauni prýða nýjasta skartið Ljósmynd/Erling Elís Holuhraun Nýja gluggaútstillingin er tileinkuð nýjasta eldgosinu á Íslandi. Tolli, ásamt góðu fólki í kringum hann, hefur hannað snjallsíma- forrit eða app eins og það heitir. Appið heitir Ást og friður og kemur á markað eftir helgi. „Þar er að finna leiðbeiningar um nú- vitundarhugleiðslu og kærleikshugleiðslu,“ segir Tolli sem jafn- framt segist ljá ákveð- inni grasrót rödd með þessum hætti. Appið leiðir not- endur í gegnum hug- leiðslu með einföldum hætti og undir hljómar fögur tónlist úr smiðju Begga Morthens, bróð- ur Tolla, sem hentar vel til hugleiðslu. Appið verður fáanlegt bæði fyrir iPhone- og Android-snjallsíma. Nýja appið Ást og friður LJÆR GRASRÓTINNI RÖDD Verð hleðslutæki 12V Straumur 4A TW 807022 háþrýstidæla 165 bar þrýstingur, vatnsflæði 8,5L/min, 2500W. Pallabursti, þvottabursti, slanga f/stíflulosun og turbo spíss fylgja. LA 809700002C Verð 49.900,- háþrýstidæla 150 bar þrýstingur, vatnsflæði 7,5L/min, 2100W mótor. Pallabursti, þvottabursti og turbo spíss fylgja. LA 80860002C Síðumúla 11 - 108 Reykjavík | Sími 568-6899 | Póstfang: vfs@vfs.is | www.vfs.is Verð 29.900,- 7.990,- Lavor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.