Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4
Velta erlendra greiðslukorta innanlands Janúar til september 2009-2014, í milljónum króna* 1.947 2.333 2.635 3.007 4.522 5.708 2.785 2.905 4.001 4.446 5.265 6.794 9.070 8.363 10.911 12.375 14.707 17.598 1.925 2.445 2.621 3.207 4.633 5.983 3.610 3.330 5.047 5.848 6.812 8.730 4.666 4.362 5.529 6.767 8.354 10.081 2.171 2.927 3.473 3.796 5.219 6.611 8.690 8.557 10.882 13.087 14.983 18.088 6.043 5.477 7.951 9.379 10.896 13.540 40.907 40.699 53.050 61.912 75.391 93.133 *Á verðlagi hvers árs. Tölurnar sýna heildargreiðslur erlendra aðila með greiðslukortum, þ.e. kreditkortum og debetkortum hér á landi. Úttektum sem Kortaþjónustan ehf. heimtir hefur verið bætt við erlenda veltu frá og með janúar 2008. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Janúar Mars Maí Júlí SeptemberFebrúar Apríl Júní Ágúst Alls Heimild: Borgun, Valitor, Kortaþjónustan ehf. Velta erlendra greiðslukorta á fyrstu níu mánuðum ársins var ríf- lega 93 milljarðar króna, tæpum 18 milljörðum króna meiri en sömu mánuði í fyrra. Þetta má lesa úr nýj- um tölum Hagstofu Íslands. Velta hvers mánaðar á verðlagi hvers árs er sýnd hér fyrir ofan. Athygli vekur að veltan í septem- ber sl. var 82,3% meiri en í septem- ber 2011, eða rúmir 10 milljarðar borið saman við 5,5 milljarða. Þá er athyglisvert að veltan í sept- ember sl. var aðeins 815 milljónum króna minni en í júní í fyrrasumar. Undirstrikar það hversu drjúgur september er orðinn í ferðaþjónustu. Líklega yfir 100 milljarðar Nýjustu tölur ná til 30. september. Veltan í október í fyrrahaust var 5,7 milljarðar og er því nær öruggt að veltan á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafi verið meiri en 100 milljarðar. Veltan í nóvember og desember í fyrra var samtals um 10 milljarðar króna og verður ársveltan því líklega um og yfir 120 milljarðar í ár. Þessar úttektir munu hafa áhrif á jólaverslun. Rannsóknasetur versl- unarinnar lagði í gær fram árlega spá um jólaverslun. Sérfræðingar þess áætla nú að jólaverslun aukist um 4,2% milli ára að nafnvirði og að aukningin nemi 4% að magni til sé leiðrétt fyrir áætluðum verðhækk- unum á tímabilinu. Jólagjöfin í ár er sögð nytjalist, sem sameini hönnun, hugvit og handverk. baldura@mbl.is Metvelta í september  Velta erlendra greiðslukorta var rúmir 10 milljarðar króna 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Þessi krummi krunkaði úti og kallaði á nafna sinn í skammdeginu nýverið. Þótt myrkir dagar geti verið þreytandi þá styttist í vetrarsólstöður, þær eru 21. desember og eftir það tekur dag að lengja aftur. Ekki er þess þó langt að bíða að jólaljósin lýsi upp skammdegið. Morgunblaðið/RAX Fugl á flugi í skammdegisbirtunni Karlmaður á sjö- tugsaldri hefur verið ákærður af lögreglustjór- anum á Akureyri fyrir manndráp af gáleysi, líkams- meiðingar og um- ferðarlagabrot með því að hafa að morgni 17. mars 2014 orðið valdur að bílslysi með þeim afleið- ingum að kona á fertugsaldri lést. Fram kemur í ákæru, að mað- urinn hafi ekið jeppa suðaustur Ólafsfjarðarveg á Hámundarstaða- hálsi í Dalvíkurbyggð of hratt miðað við aðstæður. Hann byrjaði að taka vinstra megin fram úr snjóruðnings- tæki án nægilegrar varúðar og án þess að gæta þess nægilega að ak- reinin væri án umferðar á móti á nægilega löngum kafla. Þannig ók hann framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleið- ingum að kona, sem var farþegi í þeirri bifreið, lést nánast sam- stundis. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist mikið sem og annar far- þegi. Ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi Héraðsdómur Norð- urlands eystra. Lögreglan á Akureyri er með tvo menn í haldi sem eru grunaðir um að hafa kveikt í bifreið í bæn- um í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar hafa mennirnir ekki verið yfirheyrðir en það verður væntanlega gert síðar í dag. Kveikt var í bifreið- inni við Grundargerði um hálf- fimmleytið í morgun. Eigandi hennar starfar hjá sýslumanns- embættinu á Akureyri, að sögn lögreglu. Allt bendir til þess að bensín- sprengjum hafi verið komið fyrir á bifreiðinni (glerflöskur fylltar með eldsneyti) en mesti bruninn varð utan á bifreiðinni, að sögn lögreglu. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Tveir handteknir vegna bílbruna á Akureyri Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þjóðskráin notaði gögn um leigusamninga, meðal annars frá góðærisárunum 2006 og 2007, og nýtti þá til viðmiðunar til að gera nýtt fasteignamat. Hið nýja fasteignamat Þjóð- skrárinnar hefur mætt töluvert harðri gagn- rýni frá verslunareigendum enda hækkar fast- eignamat atvinnuhúsnæðis á landinu öllu um 12,4% á milli ára. Morgunblaðið hefur verið að skoða versl- unarhúsnæði við Skólavörðustíg undanfarna viku þar sem fermetramat hækkar mikið á milli ára, úr 174 þúsundum á fermetra í 304 þúsund krónur. Tölfræðilíkan smíðað til að endurspegla gangverð Leigusamningar, kaupsamningar og skrán- ingarupplýsingar um eignir eru notaðir til þess að smíða tölfræðilíkön sem eiga að end- urspegla gangverð í febrúar 2014 sem lögum samkvæmt er það sem fasteignamat skal mið- að við. Við gerð líkansins voru notaðir samn- ingar frá góðærisárunum 2006 og 2007 sem verslunareigendur eru margir hverjir ósáttir við. „Það er rétt að verðlag breytist. Sérstaklega þegar miklar sviptingar eiga sér stað eins og gerðist árið 2008,“ segir Ingi Finnsson, sér- fræðingur hjá Þjóðskrá Íslands. „Við tölfræði- líkönin sem leigulíkönin byggjast á voru not- aðir um 5000 leigusamningar. Úr leigusamningum eru m.a. notaðar upplýsingar um upphafsleiguverð, stærð og gerð hins leigða. Hver leigusamningur ber aðeins vitni um verðlag á þeim tímapunkti þegar hann er gerður. Þannig eru verðtryggingarákvæði samninga ekki nýtt. Til þess að geta borið saman eldri og nýrri samninga eru eldri samn- ingar færðir til verðlags miðað við verðlag samninga sem gerðir eru í febrúar 2014,“ segir Ingi og tekur eitt dæmi máli sínu til stuðnings. „Sem dæmi getum við hugsað okkur samn- ing um verslunarhúsnæði frá febrúar 2008 uppá 2.200 krónur á fermetra. Gefum okkur að samningurinn væri til 10 ára verðtryggður með vísitölu neysluverðs og enn í gildi. Vísitala neysluverðs var 282,6 í febrúar 2008 en 418,9 í febrúar 2014. Upphafleg upphæð samnings: 2.200 kr. Greiðsla leigutaka í febrúar 2014: 2.200*418,9 / 282,6 = 3.261 kr. Tímaleiðrétt upphæð leigusamnings í febr- úar 2014, sem er upphæð notuð til að reikna fasteignamat 2015, er 2.147 kr. Það var sem sagt niðurstaða tölfræðinnar að nafnverð leiguverðs skrifstofuhúsnæðis hefði lækkað um 2,4% frá febrúar 2008 til febrúar 2014. Á sama tíma hefur verðbólgan hækkað verðtryggðan samning um 48,2%. Raunleigutekjur af húsnæðinu í þessu dæmi eru því um 46% hærri en metnar markaðs- leigutekjur sem fasteignamatið byggist á. Á sama tíma, frá febrúar 2008 til febrúar 2014, hefur nafnverð fjölbýlis á höfuðborg- arsvæðinu hækkað almennt um 10,7% eða rúmlega 8% meira en leiguverð versl- unarhúsnæðis.“ Rúmlega 5000 samningar nýttir Morgunblaðið/Golli Hækkar Fermetramat verslunarhúss við Skólavörðustíg hækkar mikið.  Samningar frá góðæristímanum notaðir til viðmiðunar við gerð hins nýja fasteignamats Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðiríslenskir silfurmunir í 90 ár virka daga 10-18, laugardaga 11-14 Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.