Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er ofboðslega mikið gos og
þótt við séum farin að sjá einhverja
breytingu á því þá er engu að síður
heilmikil virkni enn,“ sagði Ármann
Höskuldsson, eldfjallafræðingur við
Jarðvísindastofnun HÍ.
Í síðustu viku sáu vísindamenn
greinilega breytingu á gosinu sem
kom m.a. fram í sveiflum í gosmekk-
inum yfir daginn. Öflugir strókar
komu upp annað slagið. Einnig mátti
greina púlsa í hraunflæðinu.
Dregið hefur úr eldgosinu og er
hraunflæðið nú um fjórðungur þess
sem það var mest. Enn streyma 60-
100 rúmmetrar af hrauni á hverri
sekúndu. Það er svipað og rennslið í
Skjálfandafljóti. Þegar hraunflæðið
var mest var það 360-400 rúmmetrar
á sekúndu eða um það bil eitt og
hálft rennsli Ölfusár. Nornahraun
bæði þykknar og þenur sig út.
Barmar gígsins Baugs virðast vera
búnir að ná ákveðnu jafnvægi.
Gaslosun er í beinu hlutfalli við
hraunstreymið. Ármann sagði að
hún væri á bilinu 10-60 þúsund tonn
á dag, líklega nálægt 20-30 þúsund
tonnum. Til að ákvarða það ná-
kvæmlega þarf betri mælitæki en
völ er á hér á landi.
Ármann sagði að lætin í Bárð-
arbungu væru langt í frá að vera
eðlileg og ekki hægt að segja að þau
vísuðu á neitt gott. Þyngdarhröð-
unarmælir sem nýlega var settur of-
an á öskju Bárðarbungu sýndi að
skjálftarnir væru grynnri en menn
töldu. Þar af leiðandi er svæðið sem
lok Bárðarbunguöskjunnar skoppar
á nær yfirborðinu en menn töldu.
Ármann sagði að fyrirvarinn væri
kominn, hann hefði komið í ágúst.
Atburðurinn væri byrjaður og loka-
senan þyrfti ekki langan fyrirvara.
„Auðvitað getur þetta bara hætt.
Það eru líka miklar líkur á að það
verði stórgos. Þetta eru svo mikil
læti. Það að vera með jarðskjálfta
upp á 4-5, jafnvel marga á dag, er
langt í frá að vera eðlilegt ástand.“
Morgunblaðið/RAX
Baugur Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni. Gasið steig upp og rauðglóandi hraunið ólmaðist í gígnum. Ekkert útlit er fyrir að gosinu ljúki í bráð.
„Þetta er ofboðslega mikið gos“
Gosið getur kulnað út en einnig eru
miklar líkur á að það verði stórgos
Sprengingar Hraunið þeyttist upp undan kraftinum úr undirdjúpunum. Þyrla Norðurflugs flaug hjá utan gígsins.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins