Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er ofboðslega mikið gos og þótt við séum farin að sjá einhverja breytingu á því þá er engu að síður heilmikil virkni enn,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ. Í síðustu viku sáu vísindamenn greinilega breytingu á gosinu sem kom m.a. fram í sveiflum í gosmekk- inum yfir daginn. Öflugir strókar komu upp annað slagið. Einnig mátti greina púlsa í hraunflæðinu. Dregið hefur úr eldgosinu og er hraunflæðið nú um fjórðungur þess sem það var mest. Enn streyma 60- 100 rúmmetrar af hrauni á hverri sekúndu. Það er svipað og rennslið í Skjálfandafljóti. Þegar hraunflæðið var mest var það 360-400 rúmmetrar á sekúndu eða um það bil eitt og hálft rennsli Ölfusár. Nornahraun bæði þykknar og þenur sig út. Barmar gígsins Baugs virðast vera búnir að ná ákveðnu jafnvægi. Gaslosun er í beinu hlutfalli við hraunstreymið. Ármann sagði að hún væri á bilinu 10-60 þúsund tonn á dag, líklega nálægt 20-30 þúsund tonnum. Til að ákvarða það ná- kvæmlega þarf betri mælitæki en völ er á hér á landi. Ármann sagði að lætin í Bárð- arbungu væru langt í frá að vera eðlileg og ekki hægt að segja að þau vísuðu á neitt gott. Þyngdarhröð- unarmælir sem nýlega var settur of- an á öskju Bárðarbungu sýndi að skjálftarnir væru grynnri en menn töldu. Þar af leiðandi er svæðið sem lok Bárðarbunguöskjunnar skoppar á nær yfirborðinu en menn töldu. Ármann sagði að fyrirvarinn væri kominn, hann hefði komið í ágúst. Atburðurinn væri byrjaður og loka- senan þyrfti ekki langan fyrirvara. „Auðvitað getur þetta bara hætt. Það eru líka miklar líkur á að það verði stórgos. Þetta eru svo mikil læti. Það að vera með jarðskjálfta upp á 4-5, jafnvel marga á dag, er langt í frá að vera eðlilegt ástand.“ Morgunblaðið/RAX Baugur Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni. Gasið steig upp og rauðglóandi hraunið ólmaðist í gígnum. Ekkert útlit er fyrir að gosinu ljúki í bráð. „Þetta er ofboðslega mikið gos“  Gosið getur kulnað út en einnig eru miklar líkur á að það verði stórgos Sprengingar Hraunið þeyttist upp undan kraftinum úr undirdjúpunum. Þyrla Norðurflugs flaug hjá utan gígsins. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.