Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 8

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Framganga fréttastofu Ríkis-útvarpsins vekur vaxandi furðu. Hún hefur í verki sett sér svipaðan fréttalegan metnað og Dagblaðið. Óli Björn Kárason vek- ur athygli á að almenningur á ekk- ert úrræði gagnvart þessu hátta- lagi en neyðist til að standa undir öllu saman:    Það einasem al- menningur getur gert er að hætta að horfa eða hlusta á það sem ríkisfjölmiðillinn heldur að landsmönnum.“    Og það hefur þjóðin svo sann-arlega gert:    Þannig hefur áhorf á fréttirRíkissjónvarpsins hrapað á undanförnum árum – verið í frjálsu falli. Sé miðað við sex vikna meðal- tal (vikur 41 til 46) hefur áhorf á fréttir dregist saman um 27,5% frá 2009.    Nú er svo komið að rétt liðlega18% horfa á fréttirnar. Á sama tíma hefur þeim sem setjast niður til að horfa á Kastljós fækkað um 16,4%. Til að standa undir fréttastofu ríkisins og Kastljóss leggja skattgreiðendur fram upp undir 900 milljónir króna á ári og fæstir þeirra horfa. Fjárframlögin til ríkismiðilsins lækka ekki í takt við fækkun áhorfenda.“    Það er þó huggun að 18% áhorfiðer aðeins hærra en 16,5% fylgi Samfylkingarinnar. Það er sjaldan svona mikill munur á (andlegum) tvíburum. Kannski endar þetta með því, að fréttir og Kastljós verða að- eins sýnd í innanhússkerfi í Efsta- leitinu.    Þá væri þó gustuk að bjóðatryggu liði úr Samfylkingunni öðru hvoru upp eftir til að horfa. 18% og 16,5% STAKSTEINAR Séra Baldur Vilhelms- son, fv. sóknarprestur í Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp, lést í gær á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, 85 ára að aldri. Baldur var fæddur á Hofsósi 22. júlí 1929, sonur þeirra Vilhelms Erlendssonar sím- stöðvarstjóra og Hall- fríðar Pálmadóttur konu hans. Baldur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1950. Í fram- haldi af því innritaðist hann til náms við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1956. Sama ár tók hann við embætti sóknarprests í Vatnsfirði og gegndi því til starfsloka árið 1999. Var til sama tíma prófastur í Ísafjarðar- prófastdæmi, embætti sem hann gegndi frá 1988. Jafnhliða prestþjón- ustu og búskap sinnti sr. Baldur margvís- legum öðrum störfum. Var lengi kennari við Héraðsskólann að Reykjanesi og skóla- stjóri um hríð. Sinnti jafnframt félags- og trúnaðarstörfum í heimasveit sinni og í þágu Vestfirðinga. Þá skrifaði Baldur talsvert í blöð og tímarit og lét að sér kveða á opinber- um vettvangi. Var frásagnargáfa hans og orðkynngi rómuð. Kona Baldurs var Ólafía Salvars- dóttir, sem lést í júlí sl. Þau eign- uðust fimm börn, Hallfríði, Ragn- heiði, Þorvald, Stefán og Guðbrand. Fyrir átti Ólafía dótturina Evlalíu Sigríði Kristjánsdóttur. Andlát Sr. Baldur Vilhelmsson „Margir leita til geðsviðs Landspít-alans á erfiðustu stundum lífs síns. Því liggur í hlutarins eðli að erfitt getur verið að standa frammi fyrir skertri þjónustu. Ég veit að rúm- lega 100 viðtölum var frestað vegna verkfallsins í gær [þriðjudag] og í dag [miðvikudag],“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, en fyrri sólarhringur verkfallsaðgerða lækna á skurðlækninga- og geð- sviði hófst í gær á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. Anna Gunnhildur bendir á að geðsviðið hafi orðið fyrir hvað mestri skerðingu allra klínískra deilda á Land- spítalanum eða um 17% á meðan þjónustuþörfin hafi aukist um 20% á fjögurra ára tímabili. Nýt- ingin hafi aukist hratt að undan- förnu. „Upp á síðkastið hefur nýtingin verið 95 til 100% en má helst ekki fara upp fyr- ir 85-90% til að hægt sé mæta sveifl- um,“ segir hún. 100 viðtölum frestað vegna verkfalls Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Veður víða um heim 26.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Bolungarvík 0 heiðskírt Akureyri 1 léttskýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 6 súld Ósló -2 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 0 þoka Helsinki 3 þoka Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 2 þoka Glasgow 5 alskýjað London 10 þoka París 12 skúrir Amsterdam 6 alskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 4 alskýjað Moskva -6 þoka Algarve 16 skúrir Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 skúrir Aþena 10 skýjað Winnipeg -27 upplýsingar bárust ekki Montreal 0 alskýjað New York 1 snjókoma Chicago -2 alskýjað Orlando 12 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:35 15:57 ÍSAFJÖRÐUR 11:07 15:35 SIGLUFJÖRÐUR 10:51 15:17 DJÚPIVOGUR 10:11 15:20 Laugavegi 54, sími 552 5201 Finnið okkur á facebook Túnikkur áður 12.990 kr. Nú 9.990 kr. Stærðir 42-48 Fyrir jólin Skokkar áður 14.990 kr. Nú 9.990 Netabolir áður 5.990 kr. Nú 3.990 Arctic selolía Nýtt útlit - meiri virkni Einstök olía Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Læknar mæla með selolíunni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.