Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Kristinn Líflegt Úlfar Finnbjörnsson hefur verið með ýmsar tegundir fugla í garðinum sínum. Nú ræktar hann dúfur. manns í mat. Þetta var bara það eina sem til var á landinu og maður varð bara að láta sig hafa það,“ segir Úlf- ar. Eflaust hafa gestirnir staðið á blístri að matarboðinu loknu. Í dag er nú töluvert auðveldara að verða sér úti um kalkún og engin þörf á að smygla, sem er eins gott því herinn er farinn og völlurinn fullur af nem- endum. Himnasendingin alifuglar Fyrir nokkrum árum kom út Stóra bókin um villibráð sem Úlfar skrifaði. Sú bók fékk með eindæmum góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Gourmand-verðlaunanna sem besta villibráðarbók heims 2011. Og nú eru það alifuglarnir. „Ég hef verið að vinna mikið í alifuglum í raun síðan ég gaf út villibráðarbók- ina. Bæði hef ég verið með sjón- varpsþætti á ÍNN og vann mikið fyr- ir Reykjagarð og Ísfugl þannig að ég átti orðið svo mikið efni að ég ákvað bara að slá til og gefa út bók,“ segir Úlfar sem sjálfur hefur í gegnum tíð- ina ræktað allar þær tegundir fugla sem fyrir koma í bókinni, og vel rúm- lega það. „Það hefur stundum verið sagt við mig að ég sé dýrvitlaus því ég hef svo gaman af alla vega dýr- um,“ segir Úlfar sem er bara með dúfnarækt sem stendur en oft hefur dýralífið í garðinum hans verið fjöl- breyttara þó svo að dúfurnar séu kapítuli út af fyrir sig. „Ég er með stofn sem er frá Noregi og þetta eru matardúfur sem eru helmingi stærri en bréfdúfurnar sem við flest þekkj- um. Svo hef ég verið með silkihænur, norskar hænur og íslenskar, fasana, lynghænur og fleira,“ segir hann. Hanakambar, hænulappir og beikonvafðar dúfur Uppskriftir bókarinnar eru ekki hefðbundnar en það er ekki þar með sagt að þær séu allar mjög framandi. Þó eru sumar þeirra skemmtilega „skrýtnar“ ef svo má að orði komast. „Eins og í villibráðarbókinni geng ég í þessari bók út frá því að nýta allt. Eins og einhver sagði um daginn þegar ég var með opnunarteiti út af bókinni „að meistarakokkurinn býð- ur upp á hanakamba, hænulappir og allt þar á milli“ þannig að ég er með hanakambasultu og hanakambarétt í bókinni og svo er ég með tvo rétti úr löppum. Svo nota ég allan innmat- inn,“ segir Úlfar. Hann veit mætavel að fólk getur ekki skroppið út í búð til að kaupa hanakamba og viðurkennir að hafa hugsað dálítið til Sigmars B. Haukssonar heitins þegar hann leyfði hanakambauppskriftunum að fljóta með. Hann sagði eitt sinn við Úlfar: „Veistu það, Úlli, að það eldar enginn allar uppskriftirnar úr bók- unum sem við gefur út þannig að sumar verða að vera svolítið skemmtilegar.“ Skemmtilegar eru þær en flestar eru uppskriftirnar settar upp með þeim hætti að flestir ættu að geta farið eftir þeim og nálg- ast hráefnið án mikilla kúnsta. „Allar uppskriftir í bókinni sem heita út- lenskum nöfnum eins og paté, terrine og mousse heldur fólk að sé erfitt að elda en þá sýni ég aftast í bókinni al- veg skref fyrir skref hvernig á að fara að. Það er svo vinalegt fyrir þá sem hafa aldrei lagað réttina áður að sjá þetta skref fyrir skref því þá þora allir að prófa. Ég segi það nú stund- um eins og til dæmis með paté að það sé ekkert erfiðara að búa til paté heldur en kjötbollur. Þetta er bara hakk sem hnoðað er saman,“ segir Úlfar Finnbjörnsson, höfundur Stóru alifuglabókarinnar. Dúfa Heilsteikt dúfa er eflaust ný- stárlegur matur í einhverra augum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Á Hraunborg við Álftanesveg stunduðu hjónin Carl Brand og Hlín Eiríksdóttir lífræna ræktun í marga áratugi. Þangað kom Úlfar gjarnan í heimsókn og tíndi hinar ýmsu jurtir sem hann notaði við matargerð en ekki fengust í búð- um hér á landi. Úlfar hugsaði iðu- lega hlýtt til hjónanna sem nutu þess að fá kokkinn unga og áhugasama í heimsókn. Hann þakkaði fyrir sig með margvís- legu móti og varð hugsað til þeirra þegar hann komst í kynni við framandi jurtir. „Eitt sinn kom til mín argentínskur kokkur þegar veitingastaðurinn Argentína var að opna. Hann hafði með sér ein- hver fræ af framandi jurtum sem aldrei fyrr höfðu komið til lands- ins. Þetta voru klettakálsfræ og kóríanderfræ. Þegar kokkurinn hafði verið hér í þrjá mánuði þurfti hann að hverfa á braut og skildi mig eftir með fræin. Ég fór með fræin til þeirra hjóna og þau voru þau fyrstu sem ræktuðu þessar jurtir hér á landi,“ segir Úlfar. Þess má hér geta að Arg- entína Steikhús var opnað fyrir rétt rúmum 25 árum eða þann 27. október ár- ið 1989 og má því gera ráð fyrir að fyrsta uppskera þeirra Carls og Hlínar af hinum framandi jurt- um, klettakáli og kóríander, hafi verið sumarið 1990. Síðan þá hafa margir ræktað þessar góðu tegundir jurta. Kóríander, eða Coriandrum sativum, hefur verið notaður í þúsundir ára, bæði í Suður-Evrópu og Austurlöndum nær. Klettakálið þykir mörgum mesta hnossgæti bæði með mat og í mat. Það er sannarlega margt í matarmenningu Íslend- inga sem er tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi og ekki bara ferski kjúklingurinn sem er til- tölulega stutt síðan hægt var að fá í búðum. Það sama á við ýmsar tegundir kryddjurta, grænmetis og ávaxta, svo fátt eitt sé nefnt. Nýstárlegar jurtir ræktaðar í hrauninu við Álftanesveginn KOKKURINN SEM KOM MEÐ FRÆIN FRÁ ARGENTÍNU Annað kvöld, föstudaginn 28. nóv- ember, verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar koma fram Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar og hefjast tónleikarn- ir klukkan 21. Segja má að Jónas hafi komið á ný inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 þegar hann gaf út sína fyrstu sóló- plötu sem bar heitið, Þar sem mal- bikið svífur mun ég dansa. Nokkru fyrr hafði hann leikið með hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Önnur breiðskífa Jónasar kom út árið 2010 og ber nafnið Allt er eitthvað. Hún var unnin með hljómsveitinni Ritvélar framtíðarinnar, en saman hafa þau getið sér gott orð fyrir líf- lega og kröftuga sviðsframkomu og hafa komið fram víða síðustu ár. Lag- ið Hamingjan er af þeirri plötu en það hlaut titilinn lag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2011. Jónas hefur farið ótroðnar slóðir í tónlistinni og má þar meðal annars nefna þriðju plötu hans sem kom út fyrir tveimur árum en hún var unnin í samstarfi við Lúðrasveit Þorláks- hafnar og er þematengd plata. Þar leitaði Jónas í eigin uppruna í sjávar- þorpinu Þorlákshöfn og er efniviður sköpunarinnar hafið, fólkið sem býr við það og samfélagið sem það í býr til. Sumarið 2013 var Jónas einn af áhafnarmeðlimum Húna II og hélt 16 tónleika ásamt fríðu föruneyti í jafn- mörgum höfnum þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið á þremur vikum. Jónas er einnig í hljómsveit- inni Dröngum ásamt Mugison og Óm- ari Guðjónssyni. Tónleikar í Bæjarbíói Morgunblaðið/Eggert Fjör Jónas og Ritvélar framtíðarinnar. Jónas Sig. og Ritvélar fram- tíðarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.