Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 25
síðustu ár ævi sinnar. Þegar Rögn-
valdur kom heim frá námi var
timburhúsaöld á Íslandi og ríkjandi
svokallaður sveiser-stíll. „Þar ræðir
um hús sem mörg voru framleidd í
Noregi og mörg með talsverðu flúri.
Í náminu í Kaupmannahöfn kynnist
hann sögustíl sem þýddi að menn
gátu valið úr stílum fyrri alda að
vild, til dæmis gotneskan á kirkjur,
klassískan á banka og svo fram-
vegis. Þó var Rögnvaldur sparari á
skraut en margir aðrir,“ segir
Björn.
Þótt Vífilsstaðaspítali sé senni-
lega þekktasta verk Rögnvaldar
Ólafssonar er hann þó ekki síður
nafntogaður fyrir guðshúsin sem
eru fjölmörg. Velþekktar eru kirkj-
urnar í Hjarðarholti í Dölum,
Breiðabólstað í Fljótshlíð og á Húsa-
vík sem allar eru í svipuðum stíl,
með grískum krossi á einu horninu.
Aðrar systur – jafnmargar eru
kirkjurnar í Hafnarfirði, Keflavík og
á Fáskrúðsfirði, sem allar voru
byggðar 1914 og eru því 100 ára um
þessar mundir. Þá má nefna barna-
skólahúsin, en í kjölfar setningar
svonefndra fræðslulaga árið 1907
má segja að byggður hafi verið skóli
í hverjum hrepp landsins. Ófáa
teiknaði Rögnvaldur. Þetta eru ein-
föld hús með yfirleitt einni kennslu-
stofu með þremur stórum gluggum,
því helst var kennt við dagsljós. Sum
þessara húsa standa enn, til dæmis á
Bíldudal, Sauðárkróki, í Keflavík og
á Álftanesi.
Mestur arfur í timburhúsum
„Miðbæjarbruninn í Reykjavík
1915 er vendipunktur í byggingar-
sögu Íslendinga. Í kjölfar hans var
bannað að byggja timburhús í þétt-
býli og þegar hér var komið sögu var
Rögnvaldur orðinn sjúkur maður og
kraftar hans þverrandi. Af þeim
sökum er arfur hans mestur í bygg-
ingu timburhúsa, sem hvarvetna eru
staðarprýði,“ segir Björn G. Björns-
son að síðustu.
Ljósm/Björn G. Björnsson
Kvosin Rögnvaldur hannaði mörg hús í miðborg Reykjavíkur, svo sem Póst-
húsið þar sem enn eru afgreiddir bögglar, bréf og hægt að kaupa frímerki.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Staðarstaður Hér er skrifstofa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Áður bjuggu þarna forsetarnir Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjúkrahús Vífilsstaðaspítali er sennilega þekktasta byggingin sem Rögn-
valdur hannaði. Þar lést hann árið 1917, rétt liðlega fertugur að aldri.
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun
Gefðu falleg
náttföt í jólagjöf
Rögnvaldur Ágúst Ólafsson
fæddist í Ytrihúsum í Dýrafirði
árið 1874 en ólst upp á Ísafirði.
Lauk prófi frá Lærða skólanum
1901 og sigldi til Hafnar til
náms við Det Tekniske Selskabs
Skole sama ár. Þótt hann lyki
ekki námi í húsagerð vegna
veikinda var hann fyrsti Íslend-
ingurinn sem fékkst einvörð-
ungu við að teikna hús.
Það var 1904 sem Rögnvaldur
kom heim og varð þá ráðunaut-
ur landsstjórnarinnar um opin-
berar byggingar árið 1906. Var
fyrstur til að gegna því starfi
sem síðar varð embætti húsa-
meistara ríkisins. Starfinu
gegndi Rögnvaldur til dauða-
dags, en hann lést árið 1917, 42
ára að aldri.
Ráðunautur
landsstjórnar
ÚR DÝRAFIRÐI TIL
MENNTA Í DANMÖRKU
Húsameistari Rögnvaldur Ólafsson