Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 25
síðustu ár ævi sinnar. Þegar Rögn- valdur kom heim frá námi var timburhúsaöld á Íslandi og ríkjandi svokallaður sveiser-stíll. „Þar ræðir um hús sem mörg voru framleidd í Noregi og mörg með talsverðu flúri. Í náminu í Kaupmannahöfn kynnist hann sögustíl sem þýddi að menn gátu valið úr stílum fyrri alda að vild, til dæmis gotneskan á kirkjur, klassískan á banka og svo fram- vegis. Þó var Rögnvaldur sparari á skraut en margir aðrir,“ segir Björn. Þótt Vífilsstaðaspítali sé senni- lega þekktasta verk Rögnvaldar Ólafssonar er hann þó ekki síður nafntogaður fyrir guðshúsin sem eru fjölmörg. Velþekktar eru kirkj- urnar í Hjarðarholti í Dölum, Breiðabólstað í Fljótshlíð og á Húsa- vík sem allar eru í svipuðum stíl, með grískum krossi á einu horninu. Aðrar systur – jafnmargar eru kirkjurnar í Hafnarfirði, Keflavík og á Fáskrúðsfirði, sem allar voru byggðar 1914 og eru því 100 ára um þessar mundir. Þá má nefna barna- skólahúsin, en í kjölfar setningar svonefndra fræðslulaga árið 1907 má segja að byggður hafi verið skóli í hverjum hrepp landsins. Ófáa teiknaði Rögnvaldur. Þetta eru ein- föld hús með yfirleitt einni kennslu- stofu með þremur stórum gluggum, því helst var kennt við dagsljós. Sum þessara húsa standa enn, til dæmis á Bíldudal, Sauðárkróki, í Keflavík og á Álftanesi. Mestur arfur í timburhúsum „Miðbæjarbruninn í Reykjavík 1915 er vendipunktur í byggingar- sögu Íslendinga. Í kjölfar hans var bannað að byggja timburhús í þétt- býli og þegar hér var komið sögu var Rögnvaldur orðinn sjúkur maður og kraftar hans þverrandi. Af þeim sökum er arfur hans mestur í bygg- ingu timburhúsa, sem hvarvetna eru staðarprýði,“ segir Björn G. Björns- son að síðustu. Ljósm/Björn G. Björnsson Kvosin Rögnvaldur hannaði mörg hús í miðborg Reykjavíkur, svo sem Póst- húsið þar sem enn eru afgreiddir bögglar, bréf og hægt að kaupa frímerki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðarstaður Hér er skrifstofa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Áður bjuggu þarna forsetarnir Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjúkrahús Vífilsstaðaspítali er sennilega þekktasta byggingin sem Rögn- valdur hannaði. Þar lést hann árið 1917, rétt liðlega fertugur að aldri. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Gefðu falleg náttföt í jólagjöf Rögnvaldur Ágúst Ólafsson fæddist í Ytrihúsum í Dýrafirði árið 1874 en ólst upp á Ísafirði. Lauk prófi frá Lærða skólanum 1901 og sigldi til Hafnar til náms við Det Tekniske Selskabs Skole sama ár. Þótt hann lyki ekki námi í húsagerð vegna veikinda var hann fyrsti Íslend- ingurinn sem fékkst einvörð- ungu við að teikna hús. Það var 1904 sem Rögnvaldur kom heim og varð þá ráðunaut- ur landsstjórnarinnar um opin- berar byggingar árið 1906. Var fyrstur til að gegna því starfi sem síðar varð embætti húsa- meistara ríkisins. Starfinu gegndi Rögnvaldur til dauða- dags, en hann lést árið 1917, 42 ára að aldri. Ráðunautur landsstjórnar ÚR DÝRAFIRÐI TIL MENNTA Í DANMÖRKU Húsameistari Rögnvaldur Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.