Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
sjónvarpsefni og kynningar- og
auglýsingaefni. Starfsfólki N4 hefur
fjölgað jafnt og þétt á undanförnum
árum, enda hafa viðtökurnar við því
sem við erum að gera verið mjög já-
kvæðar og hvetjandi.“
Viðmælandinn í aðalhlutverki
„Í okkar sjónvarpi heyrist fyrst
og fremst rödd landsbyggðarinnar
og þannig viljum við hafa hlutina,
enda skilgreinum við okkur sem
þjónustumiðil landsbyggðarinnar,
þar sem viðmælandinn er í aðal-
hlutverki. Auðvitað reynum við að
skoða alla króka og kima sam-
félagsins, en við látum hefðbundnu
fréttamálin að mestu eiga sig, enda
sinna aðrir miðlar þeim ágætlega.
Þegar við tökum á málum sem telj-
ast til gallharðra frétta fá viðmæl-
endurnir gjarnan nokkuð góðan
tíma til að útskýra sína hlið á við-
komandi máli. Þessi stefna hefur
fallið í góðan jarðveg hjá áhorf-
endum, þannig að ég sé ekki fyrir
mér að N4 setji á laggirnar sér-
staka fréttastofu í náinni framtíð.
Við viljum sem sagt vaxa og dafna
með því að halda áfram á svipuðum
nótum og við höfum verið að gera
til þessa.“
Kristján segir að ekki standi á
viðbrögðum frá áhorfendum stöðv-
arinnar.
„Já, sem betur fer og það gleður
mig hversu ríkan áhuga fólk hefur á
dagskránni. Flestir segja að við
séum á réttri braut með því að gefa
viðmælendum nokkuð rúman tíma
og sleppa hefðbundnum frétta-
tengdum málum. Áhorfendur eru
um land allt, enda má segja að flest-
ir landsmenn eigi rætur að rekja út
á land.“
Ókeypis dagskrá en dýr
Dagskrá N4 er opin, þannig að
allir geta horft á efni stöðvarinnar
án þess að greiða fyrir aðganginn.
Kristján segir að reksturinn kosti
mikla fjármuni, ekkert sé ókeypis í
raun og veru.
„Fastir starfsmenn eru nærri
tuttugu, þannig að N4 telst vera
nokkuð stórt fyrirtæki á lands-
byggðinni. Til að geta greitt laun og
staðið undir öðrum kostnaði, þurf-
um við auðvitað að afla tekna. Sem
betur fer hefur okkur gengið nokk-
uð vel í þeim efnum og auglýsendur
eru ánægðir með árangurinn, enda
er áhorfið nokkuð gott. Okkar
markmið er fyrst og fremst að
framleiða gott og áhugavert sjón-
varpsefni. Ef vel tekst til, vilja
fyrirtæki og stofnanir auglýsa og
standa þar með straum af kostn-
aðinum við reksturinn.“
Stundum er sagt að fjölmiðlar
sem reiða sig á auglýsingar taki
helst ekki viðtöl, nema viðkomandi
komi með auglýsingar í staðinn.
Kristján segir að sú regla eigi alls
ekki við um N4.
„Nei, það hefur aldrei verið þann-
ig, enda færi þá trúverðugleikinn
fjandans til að skömmum tíma.
Okkar dagskrárgerðarfólk er al-
gjörlega sjálfstætt og tekur ákvarð-
anir um viðtöl óháð því hvort við-
komandi auglýsir hjá okkur eða
ekki. Línurnar eru alveg skýrar í
þessum efnum.“
Kristján segir að alltaf sé ásókn í
viðtöl.
„Já, sem betur fer og okkur er
nánast aldrei neitað um viðtal. Dag-
lega berast margir tölvupóstar frá
fólki, þar sem verið er að benda
okkur á hugsanlegt sjónvarpsefni
og sömuleiðis er mikið hringt í okk-
ur. Gott og náið samband við áhorf-
endur er okkur mikils virði. Við
reynum eftir bestu getu að kynna
okkur allar þessar ábendingar, en
auðvitað er ekki hægt að sinna þeim
öllum, það er bara eins og gengur
og gerist.“
Tækifæri góður eigandi
Eins og fyrr segir hefur fjárfest-
ingarsjóðurinn Tækifæri keypt N4.
Kristján segir um að ræða góðan og
traustan kaupanda.
„Tækifæri er í eigu fyrirtækja og
sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
og vestra og hluthafarnir eru nærri
fjörutíu. Stefna Tækifæris er að
fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli á
Norðurlandi og N4 fellur hiklaust
inn í þann ramma. Það er ekki sama
hverjir eiga fjölmiðla, við þekkjum
þá umræðu. Ég segi hiklaust að
Tækifæri sé góður og traustur eig-
andi, enda um að ræða félag sem
vill fyrst og fremst efla atvinnu-
starfsemi á landsbyggðinni.“
Kristján segir að fljótlega eftir
áramót verði farið í stefnumótunar-
vinnu innan fyrirtækisins, þar sem
horft verði til nánustu framtíðar.
„Flestir fjölmiðlar vilja sjálfsagt
stækka og eflast. Jú, jú, ég vil
gjarnan stækka starfssvæðið, en
allt slíkt krefst undirbúnings og
íhugunar. Áhuginn er sannarlega
fyrir hendi og við fáum reglulega
fyrirspurnir og heimsóknir frá öðr-
um landshlutum. Það er líklega
hyggilegast fyrir mig að segja ekki
mikið meira í bili, en get þó sagt að
verið sé að skoða ýmsa möguleika í
þessum efnum.“
Allir landsmenn á sama báti
„Almennt vilja Íslendingar að all-
ir landsmenn séu á sama báti og
þess vegna er nauðsynlegt að fjöl-
miðlar séu ekki aðeins staðsettir í
Reykjavík. Rödd landsbyggðar-
innar þarf að heyrast hátt og skýrt,
en mér hefur fundist svokölluð
landsbyggðarumræða nokkuð sér-
kennileg á köflum. N4 er rödd
landsbyggðarinnar og þess vegna
er starfsemin mikilvæg,“ segir
Kristján.
„Vinnudagurinn er oft á tíðum
lengri en átta klukkustundir, ekki
bara hjá mér, heldur starfsfólkinu
almennt. Við höfum öll gríðarlegan
áhuga á starfinu og viljum skila
góðu verki. Fyrirtækið hefur vaxið
hratt, sem að stórum hluta er
starfsfólkinu að þakka. Gott og
traust starfsfólk er helsta lán stöðv-
arinnar,“ segir Kristján Kristjáns-
son, nýr framkvæmdastjóri N4 á
Akureyri.
„N4 er sjónvarpsstöð
landsbyggðarinnar“
Stöðin sendir út nýtt íslenskt efni alla virka daga Við-
mælendur fá góðan tíma Fréttastofa ekki á teikniborðinu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hellt upp á Hilda Jana Gísladóttir fer víða í efnisleit fyrir N4. Hún gefur sér
þó tíma til að fá sér kaffi, áður en haldið er í næsta viðtal dagsins.
Bjartsýnn „Okkar markmið er fyrst og fremst að framleiða gott og áhugavert sjónvarpsefni. Ef vel tekst til vilja
fyrirtæki og stofnanir auglýsa og standa þar með straum af kostnaðinum við reksturinn,“ segir Kristján.
VIÐTAL
Karl Eskil Pálsson
karlesp@simnet.is
„Þetta leggst mjög vel í mig, enda
þekki ég fyrirtækið og reksturinn
ágætlega og starfsfólkið er einhuga
um að skila góðu verki, þannig að
ég hef enga ástæðu til annars en að
hlakka til,“ segir Kristján Krist-
jánsson sem hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri fjölmiðlafyrir-
tækisins N4 á Akureyri. Fjárfest-
ingarfélagið Tækifæri keypti nýver-
ið fyrirtækið, en að því félagi standa
um fjölmargir hluthafar, meðal ann-
ars norðlensk sveitarfélög.
„Hjá fyrirtækinu starfa um tutt-
ugu manns. Við rekum tvo miðla,
annars vegar N4 Dagskrá Norður-
lands sem kemur út einu sinni í
viku og dreift er um allt Norður-
land og hins vegar N4 Sjónvarp,
sem sendir út alla virka daga nýtt
íslenskt efni. Þá erum við líka með
hönnunar- og framleiðsludeild, sem
meðal annars framleiðir íslenskt
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Síðasta
sýningarhelgi
Beggja
heima
Abba
Listmuna
uppboð
Síðustu forvöð til að
koma með verk á
næsta uppboð er
28. nóvember
Áhugasamir geta
haft samband
í síma 551-0400