Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 52

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Jafn- framt hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu á raf- orkulögum nr. 65/ 2003, með síðari tíma breytingum. Í þings- ályktunartillögunni er gengið út frá því að meginregla við flutning raforku á hærri spennu- stigum skuli vera sú að notaðar séu loftlínur nema annað sé talið hag- kvæmara eða æskilegra. Ekki þarf að rýna lengi í tillög- una og frumvarpið til að sjá þar handbragð orkugeirans. Meg- instefnan skal áfram vera að út- andskota viðkvæmri náttúru lands- ins með áberandi flutningsmannvirkjum með nokkr- um léttvægum takörkunum. Skipu- lagsvald er í raun tekið af sveit- arfélögum og þeim í reynd gert að lúta valdi orkugeirans að því er legu flutningsmannvirkja varðar. Jafn- framt er orkugeiranum falið að reikna út hagkvæmni jarðstrengja gagnvart loftlínum. Sá sam- anburður hefur jafnan verið vafa- samur á kostnað jarðstrengja svo ekki sé meira sagt. Umhverfiskostnaður er kostn- aður, sem náttúruspjöll valda. Óspillt náttúra er verðmæti sem rýrna í hvert skipti sem henni er spillt. Taka þarf tillit til þessa tjóns við gerð loftlína og bæta það með einhverjum hætti. Til álita kæmi að leggja sérstakan skatt á þessa teg- und mannvirkja, einskonar auð- lindagjald fyrir afnot af auðlindinni og spjöll á henni. Varanlegum land- spjöllum er vart til að dreifa við jarðstrengi. Þeir sjást nánast ekki eftir að rótað hefur verið ofan í skurðina og náttúran jafnað yf- irborðið. Þá þarf að taka tillit til verðmætis helgunarsvæða og mála- reksturskostnaðar, sem hvort tveggja er hagstætt jarðstrengjum. Þessu er meira og minna öllu sleppt í samanburðarútreikningum orku- geirans í hagkvæmni þessara tveggja valkosta. Það er því ekki nema von að tóm þvæla komi út úr þeim útreikningum. Það er gömul saga og ný að orkugeirinn hefur valtað yfir land- eigendur, sveitarfélög og grasrótarhreyfingar með fagurgala og fyr- irgreiðslu af ýmist tagi. Orkugeirinn virðist löngum hafa verið ríki í ríkinu og og farið sínu fram í þágu markmiða sinna. Lítið virðist hafa breytzt þótt jarðstrengir hafi hrapað í verði og rekstraröryggi þeirra vaxið þannig að næsta víst er að þeir séu nú þeg- ar orðnir ódýrari en loftlínur á hærri spennustigum, sé allt með- talið. Orkugeirinn situr hins vegar fast- ur í sinni forneskju og kýs að halda sig við úreltan hugsunarhátt þótt aðrir betri kostir bjóðist. Geirinn sá kýs að hlusta frekar á kröfur álvera um loftlínur fremur en rödd skyn- seminnar, ferðaþjónustunnar og fólksins í landinu. Það væri óheppi- legt svo ekki sé meira sagt, ef iðn- aðar- og viðskiptaráðherra ætlaði að styðja orkugeirann í hernaðinum gegn landinu. Mér er sagt að hægt væri að semja um línustæði Suðurnesjalínu 2 í jörð meðfram Reykjanesbraut á korteri yrði sá kostur valinn. Þess í stað er leið eignarnáms og kostn- aðarsamra málaferla valin. Þver- móðska orkugeirans kann að skýr- ast af því, að aukin vitundarvakning þjóðarinnar torveldar ofbeldi orku- geirans í vaxandi mæli. Því er nú stefnt til fjalla, þar sem erfiðir land- eigendur eru fáir og smáir. Sprengisandslína er á teikniborð- inu. Reyndar er áformað að setja um 50 km í jörð af um 190 km, þar sem helzt er hætta á að hún fjúki í burtu. Annars staðar á að reyna að fela línuna bak við einhver fjöll eins og það sé eitthvað hægt. Búið er að eyða fúlgum fjár í að reyna að hanna burðarvirki, sem eru minna ljót en þau, sem notast hefur verið við, og þeim gefin náttúruvæn nöfn eins og Fuglinn. Varla gefast ólíkari fyrirbæri fuglum en skrímsli þessi og er því tilraunin í bezta falli fá- ránlega hallærisleg og varla minn- isvarði um annað en þær þúsundir fuglshræja við háspenntar loftlínur, fugla sem drepist hafa vegna áflugs. Nær væri að nýta fjármunina í að auka þekkingu orkugeirans á jarð- strengjum og lagningu þeirra, sem virðist vera mjög ábótavant. Ekki verður séð að nein sátt verði um Sprengisandslínu í því formi, sem fyrirhugað er, eftir við- tökum að dæma. Upp er komin deila sem um margt minnir á Lax- árdeiluna í sjöunda áratugnum, þar sem grasrótin og náttúruvernd- arsinnar stöðvuðu ofbeldisfullar og gerræðislegar aðgerðir misviturra stjórnvalda. Laxárdal var bjargað sem og Mývatni, Suðurá og Goða- fossi og óspilltu kjörlendi við upp- tök Suðurár í Ódáðahrauni. En stíflusprengingu þurfti til. Sé brýnt að leggja hund norður í land finnst mér að mætti íhuga að leggja hundinn strax í jörð á hugs- anlegu nýju vegastæði fyrir veg sem kann að koma einhvern tíma, þegar peningar eru til. Tími er til kominn að orkugeirinn fari að dæmi annarra þjóða og læri að nota nú- tímalegar og hagkvæmar leiðir við dreifingu orku á hærri spennustig- um. Orkugeirinn ætti auðvitað að sjá þetta sjálfur en eins og sakir standa virðist því miður ekki vera ástæða til bjartsýni í þeim efnum. Framangreind þingsályktun- artillaga sem og tillaga um breyt- ingu á orkulögum eru stór- varasamar. Þær fela hagsmuna- aðilum allt of mikil völd yfir gæðum landsins. Þeim ætti að kasta út í hafsauga áður en frekara tjón hlýzt af. Háskaleg þingsályktun Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Framangreind þingsályktunartil- laga sem og tillaga um breytingu á orkulögum eru stórvarasamar. Þeim ætti að kasta út í hafsauga. Höfundur er viðskiptafræðingur. Skólaiðnaðurinn er ein af þeim atvinnu- greinum sem er í hvað mestum vexti í heim- inum í dag. Þær þjóðir sem sérhæfa sig í út- flutningi á menntun eins og Bretland, Ástr- alía, Bandaríkin og Kanada eru allar að keppast um að auka sinn hlut. Þannig kynnti David Willetts, þáverandi háskóla- og vísinda- málaráðherra bresku stjórnarinnar, í júlímánuði 2013 nýja áætlun um stór- aukningu í útflutningi á menntun. Markmiðið er að fjölga erlendum nemendum um 90 þúsund fram til ársins 2018. Það á að skila 3 billj- ónum punda í auknum tekjum inn í breskt hagkerfi. Heildartekjurnar verða þá 20,5 billjónir punda sem væri þá 45% vöxtur á 10 árum. Talið er að alþjóðlegi menntamarkaðurinn velti árlega 3 trilljónum punda á heimsvísu. Tækifæri fyrir íslenskt menntakerfi Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að við verðum að stórauka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Við getum vissulega hagrætt og sparað út í eitt, en á endanum snýst við- reisnin um að auka tekjurnar. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að geta tekið þátt í alþjóðlega skólaiðnaðinum. Hin fyrsta er sú að Íslendingar hafa á undanförnum ára- tugum fjárfest fyrir háar upphæðir í háskólamenntun erlendis. Þetta þýð- ir að í mjög mörgum greinum eru til í landinu sérfræðingar frá öllum helstu háskólum heims. Þekking sem má miðla er til staðar í landinu. Þá er staða gjaldmiðilsins hagstæð en hún skiptir verulegu máli við sölu á menntun. Þannig hefur Ástralía lent í töluverðum samdrætti undanfarin ár vegna stöðu dollarans þar. Að lok- um, sem er kannski aðalatriðið, þá bjóða íslenskir háskólar og sérskólar upp á margar námslínur sem gætu átt möguleika ef þær væru aðlagaðar alþjóðlegum markaði. Hvers vegna setjum við okkur ekki markmið um að ná í 7.500 full- borgandi erlenda nemendur á næstu 10 árum? Ef meðaltalsupphæð ár- legra skólagjalda er 2 milljónir króna þá yrðu tekjur af þeim hópi 15 millj- arðar. Til viðbótar við skólagjöld bætast síðan tekjur vegna húsnæðis, fæðis, ferða og annarrar neyslu, sem áætla má að sé svipað há upphæð. 7.500 nemendur gætu þannig skilað 30 milljörðum í tekjur á ári, svo það er eftir nokkru að slægjast. Sjálfstæðar alþjóðlegar deildir Hvernig gerum við þetta? Í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir að sala á menntun snýst um gæði og verð. Námsleiðir, sem reynt yrði að selja á erlendum mörkuðum, þurfa að hafa vel hannaðar nám- skrár, vera vel mann- aðar kennurum, bjóða upp á góða aðstöðu og útskrifa með við- urkenndri alþjóðlegri prófgráðu. Í öðru lagi þá koma allar náms- greinar til greina. Sjálf- sagt er að gera út á sér- stöðu eins og fornsögur, jarðhita og sjávarútveg, en tækifærin felast ekki síður í almennum grein- um sem kenndar eru úti um allan heim; heilbrigðisgreinar, við- skiptagreinar, félagsvísindagreinar, listgreinar. Í þriðja lagi þá eigum við að byggja alþjóðlegu deildirnar upp algjörlega sjálfstætt frá móðurskól- unum. Segjum að háskóli sé með öfl- uga viðskiptafræðibraut í grunnnámi háskólastigs, sem hann telur að eigi erindi á alþjóðlegan markað, þá stofnar hann systurdeild sem er ná- kvæmlega eins og sú sem fyrir er, nema þar er kennt á ensku. Syst- urdeildin er rekin á sjálfstæðri kennitölu og kaupir þjónustu af móð- urskólanum. Þetta er gert til að tryggja eftirlit með því að erlenda námið sé sjálfbært og til þess að skerða ekki gæði íslenska námsins. Auðvitað yrði einhver skörun og á meistarastigi yrðu einhverjar náms- leiðir sem eingöngu yrðu kenndar á ensku. En margra hluta vegna er mikilvægt að hafa sem skýrust skil á milli íslensku starfseminnar þar sem ríkið hefur að stórum hluta tekið að sér að greiða skólagjöldin fyrir þegn- ana og hinnar alþjóðlegu. Þess má geta að mörg lönd, t.d. bæði Dan- mörk og Svíþjóð, eru að glíma við út- færslu á þessu. Frumkvæðið að þess- ari starfsemi verður að koma frá skólunum sjálfum og þessari starf- semi verður ekki nema að litlu leyti miðstýrt. Hlutverk ríkisins er fyrst og fremst fólgið í viðurkenningu á prófgráðum. Finnum söluvöruna Það eru raunveruleg tækifæri hér á ferð. Risastórir hópar námsmanna eru að verða til bæði í Asíu og Afríku sem fara á milli landa í nám. Þeir bætast við stækkandi hópa í Evrópu og Ameríku. Nákvæmlega eins og í ferðamannaiðnaðinum þá skiptir agnarlítið brot af kökunni miklu máli fyrir okkur. Næsta skref er að skóla- stjórnendur skoði nú námsframboð sitt og meti hvað þeir hafa að bjóða á alþjóðavettvangi. Útflutningur á menntun Eftir Böðvar Bjarka Pétursson » Þátttaka íslenskra skóla í alþjóðlegum skólaiðnaði er atvinnu- grein sem vert er að skoða. Böðvar Bjarki Pétursson Höfundur er formaður stjórnar Kvik- myndaskóla Íslands. Stjórnarandstaðan hefur verið heldur neikvæð í garð skuldalækkunar ríkis- stjórnarinnar. Það hefur verið sýnt fram á að heimili með fremur lágar tekjur eru í meirihluta þeirra heimila sem njóta góðs af skuldalækkun ríkisstjórn- arinnar. Þó að stjórnarand- staðan hafi verið andsnúin þessum ráðstöfunum hefur það ekki hindrað einhverja leiðtoga hennar í að þiggja lækkun á sínum lánum. Enginn efast um að ákveðinn forsendubrestur varð í hruninu hjá fólki hvað lán þess varðar. Þess vegna er þessi skulda- lækkun réttlætismál. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir að koma til móts við fólkið í landinu með þessum hætti og efna gefin kosningaloforð. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Neikvæð stjórnarandstaða Blaðamannafundur Sigmundur Davíð og Bjarni er þeir kynntu leiðréttinguna snemma árs 2014. þjóðlegt gómsætt og gott alla daga Gríptu með úr næstu verslun www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.