Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 54

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Jakkaföt frá 32.000,- Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Hin fagra og forna Albanía 28. mars - 8. apríl Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 336.950 kr. á mann í 2ja manna herbergi Meginefni úrskurð- arins er að lánveit- anda sé óheimilt við veitingu á verð- tryggðu láni, að miða upplýsingar til lántaka við 0% verðbólgu. Með því sé verið að villa um fyrir neyt- anda og betra sé að miða við ríkjandi verð- bólgu þegar lánið er veitt. Dómararnir þykjast vita þarna um almennan skilning neyt- enda, en upplýsa okkur þess í stað um eigið skilningsleysi á mati verð- mæta. Vissulega er almennur skiln- ingur og þar með talinn skilningur lögfræðinga á mati verðmæta frek- ar lélegur. Hins vegar er augljóst, að besta aðferðin við að fá lánþega til að meta skynsamlega hvernig verðmæti afborgana, höfuðstóls og vaxtagreiðslna breytast þegar líður á lánstímann, er að leyfa þeim að beita því verðmætamati sem þeir eru gæddir á tíma veitingar láns- ins, frekar en að miða við óþekkta breytingu á vísitölu, sem er nú heldur ekki á allra valdi að skilja. Hag- fræðingar eiga helst að hafa skilning á mati verðmæta. Það er um það bil hálf öld síðan lagður var stærð- fræðilegur grunnur að skilgreiningu mats á verðmætum. Þar er tekið á þeim vanda, að mat ólíkra einstaklinga og ólíkra hópa þeirra er ólíkt. Það breytist einnig með tímanum. Það er þó bót í máli að dómararnir virðast gera sér grein fyrir að efni úrskurðarins hefur ekkert með það að gera, hvort verðtrygging er góð eða slæm. Úrskurður EFTA Eftir Halldór I. Elíasson »Hagfræðingar eiga helst að hafa skiln- ing á mati verðmæta. Halldór I. Elíasson Höfundur er stærðfræðingur. Kynning á niðurstöðum svokall- aðrar „Leiðréttingar“ fór fram 10. nóvember síðastliðinn. Rangfærslur og villandi umfjöllun hefur einkennt umræður og skrif um niðurstöð- urnar. Þingmenn Framsóknar- flokksins hafa t.d. í riti og ræðum í kjölfar kynningarinnar lagt áherslu á að „Leiðréttingin“ gagnist fyrst og fremst þeim tekjulægri í þjóðfélag- inu. Líneik A. Sævarsdóttir og Karl Garðarson, þingmenn Framsóknar- flokksins, fullyrða t.d. í Morgun- blaðinu 17. nóvember sl. að jöfnun milli tekjuhópa einkenni aðgerðina og að í raun eigi sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri! Þessi fullyrðing er mjög fjarri raun- veruleikanum. „Leiðréttingin“ gengur út á að bæta hluta af þjóðinni upp hluta af tapi vegna bankahrunsins. Í kynn- ingu á „Leiðréttingunni“ kemur fram hversu hátt hlutfall af bóta- fjárhæðinni rennur til fólks með mismunandi miklar tekjur. Gögn frá Ríkisskattstjóra sýna hversu margir eru með tekjur á ákveðnum bilum. Auðvelt er því að reikna út hversu miklar bætur fólk fær að meðaltali eftir tekjuhópum. Á meðfylgjandi myndum má sjá þær bætur sem „Leiðréttingin“ færir fólki í mismun- andi tekjuhópum að meðaltali. Önn- ur myndin sýnir meðalbætur ein- staklinga eftir tekjum en hin meðalbætur samskattaðra aðila. Báðar myndirnar sýna að þeir tekjuhærri eru að meðaltali að fá mun meira í sinn hlut með „Leiðréttingunni“. Nokkur fjöldi para og einstaklinga með árs- tekjur undir einni m.kr. (mánaðartekjur undir 80 þús. kr.) fær skuldaniðurfellingu. Stór hluti þeirra gæti verið búsettur erlendis og með erlendar tekjur. Gögnin gætu því ýkt fjölda tekjulægri sem þýðir að munur á bótunum eftir tekjum gæti verið enn meiri en gögnin benda til. Aðgerðin færir fjármuni frá þeim tekjulægri til þeirra tekjuhærri. Einstaklingar sem eru með undir 500 þús. í mánaðartekjur fá að með- altali um 130 þús. í bætur með „Leiðréttingu“ en einstaklingar sem eru með yfir 500 þús. í mán- aðartekjur fá að meðaltali um 440 þús. í bætur. Heildar- fjárhæð leiðréttingar- innar er um 75 ma.kr. Ef þessari fjárhæð hefði verið dreift á alla skattgreiðendur hefði hver skattgreiðandi fengið um 280.000 kr. í sinn hlut. Eðlilegt er að líta svo á að hinir tekju- lægri eigi jafnmikinn hlut í almannafé og hin- ir tekjuhærri. Aðgerðir stjórnvalda fela því í raun í sér að tekjulágir greiði tekjuháum bætur. Endurskilgreining á lágum launum Í umfjöllun um skuldaniðurfell- ingaraðgerðina hafa stjórnmála- menn stundum túlkað árslaun upp á 7 m.kr. hjá einstaklingum (580.000 kr. á mánuði) og 16 m.kr. hjá fólki í sambúð (670.000 kr. að meðaltali á mánuði) sem lág laun og bent á að 75% af leiðréttingunni hafi farið til fólks með tekjur undir þessum við- miðunarmörkum. Gögn frá Ríkis- skattstjóra sýna að tæp 90% af skattframteljendum eru undir við- miðunarmörkunum. Þeir 10% tekju- hæstu fá því um 25% af „Leiðrétt- ingunni“. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar var helmingur fólks í fullri vinnu á árinu 2013 með lægri heildarlaun en 464.000 kr. á mánuði. Jafnvel þótt stjórnmálamenn endur- skilgreini hvað séu lág laun í land- inu, þá breytist það ekki að skulda- niðurfellingin felur í sér tilfærslu á fjármunum frá hinum tekjulægri til hinna tekjuhærri. Eftir Oddgeir Ágúst Ottesen » Sannleikurinn er þó sá að „Leiðrétt- ingin“ felur að meðaltali í sér tilfærslu á fjár- munum frá tekjulágum til tekjuhárra. Oddgeir Ágúst Ottesen Höfundur er hagfræðingur og varaþingmaður. Um blekkingar og áróður um „Leiðréttinguna“ Meðalbætur á einstaklinga eftir árstekjum 0-1 4-5 10-111-2 5-6 11-122-3 8-96-7 >123-4 9-107-8 Þús kr. m.kr. 600 500 400 300 200 100 0 Meðalleiðrétting eftir tekjum „Leiðrétting“ miðað við jafna dreifingu Meðalbætur samskattaðra eftir árstekjum 0- 1 4- 5 10 -11 12 -131-2 5-6 11- 12 16 + 2-3 8- 96-7 13 -14 14 -153- 4 9-1 0 15 -167-8 Þús kr. m.kr. 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Meðalleiðrétting samskattaðra Leiðrétting samskattaðra miðað við jafna dreifingu Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 24. nóvember lauk 3ja kvölda hraðsveitakeppni félagsins. Sigurvegari var sveit Sigurjóns Björnssonar. Með honum spiluðu: Sigurjón Harðarson, Haraldur Inga- son, Jón Guðmar Jónsson og Her- mann Friðriksson. Staða efstu sveita: Sigurjón Harðarson 1902 Dröfn Guðmundsdóttir 1847 Vestri 1835 Miðvikudagsklúbburinn 1747 Mánudaginn 1. desember byrjar aðalsveitakeppni félagsins. Fjöldi spilakvölda fer eftir þátttöku. BH spilar á mánudagskvöldum í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnar- firði. Spilamennska byrjar kl. 19 og eru allir spilarar velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks- son. Bridsfélag Reykjavíkur Eftir 3 kvöld af 5 í aðaltvímenn- ingnum er staðan þessi: Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldss. 1563 Snorri Karlsson – Þorlákur Jónsson 1487 Vignir Haukss. – Guðjón Sigurjónss. 1432 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.