Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
✝ Svavar Þor-steinn Þórhalls-
son fæddist 6. júlí
1924 á Finnastöðum
Grýtubakkahr., S-
Þing. Hann lést í
Reykjavík 17. nóv-
ember 2014. For-
eldrar hans voru
Þórhallur Gunn-
laugsson, f. 2. júlí
1889 á Hrafnagili í
Þorvaldsdal, Ár-
skógshr., Eyjaf., d. 18. febrúar
1970 á Grenivík, og Vigdís Þor-
steinsdóttir, f. 13. október 1894 á
Finnastöðum, Grýtubakkahr., S-
Þing., d. 23. janúar 1982 á Greni-
vík. Systkini hans eru Jón Mikael,
f. 1914, d. 1982, Þórlaug, f. 1915,
d. 1978, Sigrún, f. 1916, d. 1994,
Guðjón, f. 1919, Svava, f. 1921, d.
1922, drengur, f. 1922, d. 1922,
Marta Helga, f. 1926, d. 1926,
Jakobína Fanney, f. 1927, d. 2010,
f. 25. september1965. Svavar átti
14 afabörn og 10 langafabörn.
Svavar var verslunarmaður
meirihluta starfsævinnar til 61
árs aldurs. Fyrst hjá Kron og síð-
ar Sláturfélagi Suðurlands. Eftir
það starfaði hann sem þingvörð-
ur hjá Alþingi til 71 árs aldurs.
Hann var mikill söngmaður og
söng með ótal kórum í gegnum
tíðina, meðal annars Þjóðleik-
húskórnum, Kór Neskirkju, Dóm-
kirkjukórnum og Karlakór
Reykjavíkur, eldri félögum. Hann
var áhugamaður um skák og
brids og tók þátt í keppnum í
hvoru tveggja á yngri árum.
Áhugi á fótbolta hófst snemma.
Fyrst spilaði hann með Magna á
Grenivík og eftir að hann fluttist
til Reykjavíkur rúmlega tvítugur,
með Víkingi.
Hann fylgdist alla tíð vel með
enska boltanum og var mikill
aðdáandi Arsenal.
Útför Svavars fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
27. nóvember 2014, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Vilhjálmur Elías, f.
1929, d. 1981, Gunn-
laugur, f. 1931. Hálf-
bróðir samfeðra
Ragnar Hörgdal, f.
1913, d. 1978.
Maki Sigríður
Frímannsdóttir, f.
20. júní 1926, í
Neðri-Sandvík,
Grímsey, d. 2. maí
1967. Foreldar
hennar voru Frí-
mann Sigmundur Frímannsson
og Emilía Guðrún Matthíasdóttir.
Börn þeirra Hrafnhildur, f. 7. júlí
1948, maki Snorri Björnsson, f.
26. júlí 1947, Þórdís, f. 29. nóvem-
ber 1950, Emilía Guðrún, f. 22.
apríl 1959, maki Guðmundur
Guðmundsson, f. 9. júlí 1955,
Harpa, f. 16. júlí 1962, Frímann, f.
26. janúar 1964, maki Elísabet
Eggertsdóttir, f. 14. maí 1979, fv.
eiginkona Eydís Rósa Eiðsdóttir,
Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, sá
sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi. (Jóh. 11.25.)
Elsku pabbi minn. Nú er kom-
ið að kveðjustundinni. Ævin þín
var orðin löng, 90 ára síðan í júlí.
Á afmælisdaginn þinn í sumar
héldum við systkinin þér veislu,
þar sem þú naust þín vel, sætur
og reffilegur. Hittir þar alla þína
afkomendur, bróður og fleiri ætt-
ingja. Örugglega kveðjuveisla í
þínum huga.
Þú varst mitt eina foreldri frá
því ég var 8 ára gömul, þegar
mamma dó frá okkur fyrir 47 ár-
um síðan. Þú syrgðir hana mikið
alla tíð.
Pabbi, þú elskaðir sveitina
þína, fæddur á Finnastöðum og
naust þess að koma þangað norð-
ur á gamlar slóðir, hitta systkini
og aðra ættingja. Söngmaður
varstu mikill, tenór, og söngst
víða um ævina m.a. í Þjóðleik-
húskórnum, Karlakór Reykja-
víkur eldri félaga og Neskirkju-
kórnum. Þú varst líka mikill
skákmaður og bridsspilari.
Margir afkomenda þinna hafa
erft spilaáhugann. Ekki má
gleyma fótboltanum, varst
Magnamaður, Víkingur og Ars-
enalmaður.
Elsku pabbi minn, það verður
skrýtið um jólin, þegar við af-
komendur þínir hittumst, að ald-
urshöfðingjann skuli vanta.
Við söknum og syrgjum, en
núna hefur þú hitt mömmu,
Fanneyju Eddu og aðra sem á
undan eru farnir. Skilaðu kærri
kveðju til þeirra.
Blessuð sé minning pabba.
Megi hið eilífa ljós lýsa honum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hinsta kveðja frá mér og
minni fjölskyldu. Þín dóttir,
Emilía Guðrún Svavarsdóttir.
Góður og traustur félagi er
fallinn. Ávallt stóð hann í fremstu
röð í tenórnum og sómdi sér vel
enda glæsimenni. Þar stóð líka
bróðir hans Gunnlaugur sem
löngum léði Karlakór Reykjavík-
ur og síðar eldri félögum, rödd
sína. Þeir bræður voru söngelsk-
ir í orðsins bestu merkingu.
Hugurinn hvarflar aftur til
söngferðar eldri félaga í Karla-
kór Reykjavíkur til Gautaborgar
vorið 2002. Gestgjafar voru Bell-
manskórinn Göta PP Sångkör og
sungið var í glæsilegu félags-
heimili þeirra – Valand. Að kons-
ert loknum var búist til ferðar á
hótelið og hinkrað í anddyrinu
eftir rútunni. Hvað gera karla-
kórsmenn frá Íslandi þá? Taka
að sjálfsögðu lagið.
Brátt hljómaði: „áfram veginn
í vagninum ek ég“. Þeir stóðu
hlið við hlið bræðurnir og innlif-
unin leyndi sér ekki. Aðrir
hlustuðu og stundin varð
ógleymanleg. Hana áttu sænskir
og íslenskir söngbræður í sam-
einingu.
Við eldri félagar í Karlakór
Reykjavíkur kveðjum Svavar fé-
laga okkar með virðingu og þökk.
Blessuð sé minning hans.
Fjölskylda og aðstandendur,
innilegar samúðarkveðjur.
Reynir Ingibjartsson.
Svavar Þórhallsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn, með
hryggð í hjarta kveð ég þig.
Þú varst mér alltaf svo góð-
ur og betri afa er ekki hægt
að hugsa sér. Ég man hve
gaman mér þótti að heim-
sækja þig, þegar ég var
yngri, og þú lékst við mig af
einlægum áhuga og kær-
leik. Þú sýndir mér og mínu
lífi alltaf mikinn áhuga. Ég
sakna þín óendanlega mik-
ið. Hvíl í friði, kæri afi
minn.
Þórhildur Guðmundsdóttir.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
ÞORVALDUR HEIÐDAL JÓNSSON,
fyrrum bóndi á Tréstöðum,
Víðilundi 16a, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn
24. nóvember. Útförin auglýst síðar.
.
Þórunn Jóhanna Pálmadóttir,
Gerður G. Þorvaldsdóttir, Hermann A. Traustason,
Rósa K. Þorvaldsdóttir, Ólafur Jósefsson,
Jón Á. Þorvaldsson, Gyða H. Sigþórsdóttir,
Gestheiður B. Þorvaldsdóttir, Hermann H. Kristjánsson,
afabörn, langafabörn og systkini hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR HJÁLMAR JÓNSSON,
lést 18. nóvember. Útförin fer fram
frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn
29. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður
að Hofi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sundabúðar fyrir alúð og
umhyggju.
.
Guðrún Pétursdóttir,
Jón Pétur Einarsson, Aðalbjörg Kjerúlf,
Elísabet Einarsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Una Björk Kjerúlf,
Lilja Rós Aðalsteinsdóttir, Óskar Stefánsson,
Auður Ísold, Jökull Þór,
Aðalsteinn Ómar, Anna Margrét.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓSKAR KATÓ AÐALSTEINN
VALTÝSSON,
sem lést mánudaginn 17. nóvember
á Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
29. nóvember kl. 13.30.
.
Soffía Guðmundsdóttir,
Guðmundur H. Óskarsson, Arna G. Hafsteinsdóttir,
Rakel M. Óskarsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Þóra K. Óskarsdóttir, Haukur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Friðrik Boga-son fæddist á
Seyðisfirði 26. nóv-
ember 1933. Hann
dó á heimili sínu í
Reykjavík 15. nóv-
ember 2014.
Foreldrar Frið-
riks voru Þórunn
Vilhjálmsdóttir
húsmóðir, f. 1902,
d. 1990, og Bogi
Friðriksson, f.
1897, d. 1968, verslunarmaður
á Seyðisfirði. Bróðir Friðriks
er Ari, f. 1930, systir þeirra
var Helga, f. 1932, d. 2014, og
hálfbróðir Eiríkur Bjarnason, f.
fór á eftirlaun árið 1998.
Friðrik og Hulda Bára Jó-
hannesdóttir, f. 19. júlí 1940,
gengu í hjónaband 7. október
1961. Þau slitu samvistir árið
1980. Þau eignuðust þrjá syni:
Jóhannes Gest, f. 3. ágúst 1961,
Boga Þórarin, f. 2. febrúar
1963, d. 1995, og Ólaf Guðna, f.
24. júní 1973, d. 1992. Kona Jó-
hannesar er (Anna) Lovísa
Shen, f. 25. janúar 1965, og
dætur þeirra eru Bára, f. 21.
apríl 1996, og Elísabet, f. 15.
apríl 1997. Börn Boga eru
Gréta, f. 4. nóvember 1990, og
Þorsteinn, f. 13. nóvember
1992.
Útför Friðriks fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 27. nóv-
ember 2014, og athöfnin hefst
klukkan 13.
1923, d. 2005.
Friðrik gekk í
Seyðisfjarðarskóla
og Alþýðuskólann
á Eiðum. Hann
stundaði sjó-
mennsku og al-
menna vinnu á
Seyðisfirði og í
Reykjavík áður en
hann hóf nám í
loftskeytaskóla
Landssímans. Hann
tók loftskeytapróf árið 1961 og
símvirkjapróf 1963. Hann starf-
aði hjá Pósti og síma frá árinu
1961 og sem flokksstjóri sím-
virkja frá 1968, þar til hann
Mig langar til að minnast
Friðriks frænda míns nokkrum
orðum, en hann lést á heimili
sínu 15. nóvember sl. á 81. ald-
ursári.
Friðrik var móðurbróðir
minn og bjó lengst af í Kópa-
vogi eins og fjölskylda mín svo
samgangur milli heimilanna var
mikill. Tveir elstu synir hans
voru líka á svipuðu reki og ég.
Ein af mínum fyrstu
bernskuminningum var þegar
við krakkarnir vorum eitt sinn
að leika okkur í móunum í
kringum litla húsið á Álfhóls-
veginum, þar sem hann bjó, og
Friðrik kom út og kallaði á
okkur.
Hann hélt á litlu transistor-
útvarpi, eins og það hét þá og
með stillt á Kanaútvarpið. Það
var útsending frá fyrstu mána-
lendingunni sem hann vildi ekki
að við misstum af, og við sátum
dolfallin í kringum hann meðan
hann þýddi fyrir okkur það sem
fram fór.
Friðrik vann lengst af sinni
starfsævi hjá Símanum, en
hann lærði til loftskeytamanns
á sínum tíma. Á tímum lam-
paútvarpanna var oft leitað til
hans með biluð útvörp til við-
gerðar innan fjölskyldunnar.
Honum var fleira til lista
lagt, svo sem að klippa okkur
frændurna, áður en við fengum
að safna hári eins og var tískan
þá. Ég bætti aðeins við vasa-
peningana með því að fá pening
hjá mömmu fyrir klippingu, en
láta svo Friðrik klippa mig
ókeypis.
Já, ég á margar góðar minn-
ingar um Friðrik frænda minn.
Ég hitti hann síðast í sumar við
jarðarför móður minnar og
grunaði ekki að svo stutt yrði
milli þeirra systkina.
Þegar maður býr erlendis og
sér ættingja sína sjaldan undr-
ast maður alltaf hvað fólk hefur
elst síðan síðast. Ég sá að Frið-
rik var orðinn gamall maður,
en samt furðu hress, og ljómaði
allur þegar ég fékk hann til að
tala um bernskuár þeirra
systkina á Seyðisfirði.
Friðrik átti ekki alltaf létta
ævi. Hann þurfti að lifa verstu
martröð flestra foreldra að
missa tvo syni sína. Ég veit að
það var honum mjög erfitt þó
að hann talaði ekki um það.
Hann naut þó gleðinnar að
eignast fjögur barnabörn og
leitaðist við að rækja samband
við þau.
Ég vil votta syni Friðriks,
Jóhannesi, og fjölskyldu hans
samúð mína. Einnig öðrum
barnabörnum og eftirlifandi
bróður Friðriks, Ara.
Björn Eðvarð
Alexandersson.
Enn einn er nú fallinn frá úr
hópi gamalla Seyðfirðinga. Nú
á skömmum tíma hafa því fallið
frá tveir úr hópi þeirra sem
slitu barnsskónum hér á Seyð-
isfirði á tímum hernámsins
1940-1945, nágrannar héðan frá
Seyðisfirði, Friddi Boga og Atli
Hauks.
Mig langar að minnast Frið-
riks hér í þeim fáu orðum sem
ásláttarkvótinn skammtar.
Friðrik var góður félagi, íhug-
ull og rólegur. Maður sem hægt
var að treysta. Hér verður ævi
hans ekki rakin, en mig langar
í fáum orðum að minnast kafla
frá bernskuárunum. Stríðið var
þá á fullu í öllum sínum djöf-
ulskap. Hermenn um allan bæ
með heræfingar sínar og ser-
imóníur. Þeir voru því fyrir-
mynd okkar strákanna á Seyð-
isfirði.
Að sjálfsögðu var mynduð
herdeild, sem samanstóð af um
það bil einu regimenti. Foring-
inn var Baldur bróðir minn, en
undirforingi var Ari, bróðir
Fridda. Enginn alvöruher er án
tignarmerkja. Þau teiknaði for-
inginn við eldhúsborðið heima á
Hæð. Þeim svo úthlutað eftir
verðleikum. Af ókunnum
ástæðum lentu þau flest á
börmum Baldurs og Ara. Byssa
Baldurs var mikill kjörgripur,
sem hann var mjög öfundaður
af, enda tryggði hún völd hans
innan hersins. Hún var gerð úr
gömlum járnslegnum sleðak-
jálka, með fremsta hluta
hlaupsins úr gamalli látúnspa-
trónu nr. 16. Ekki vakti hvað
minnstu lotningu fyrir vopni
þessu, að á það var fest orginal
byssuól af Lee Enfield-herriffli.
Í þessum her þjónuðum við
Friddi sem óbreyttir dátar, líkt
og góði dátinn Sveik, ásamt
nokkrum öðrum jafnöldrum.
Strangur agi gilti þarna, og var
þeim sem brotlegir gerðust
grimmilega refsað. Harðasta
refsingin fólst í því að eftir æf-
ingu, sem foringjarnir voru
ekki ánægðir með, var regi-
mentinu stillt upp í beina röð,
foringinn gekk síðan meðfram
henni, benti undirforingjanum
á þá brotlegu, sem reif af þeim
heiðursmerkin sem fengist
höfðu með hlýðni og púli við
erfiðar heræfingar. Það var
refsing sem erfitt var að sætta
sig við, og varð til þess til þess
að margur dagsins djarfi dátinn
settist niður á stein og grét
sáran. Þess skal getið hér að
dátinn Friðrik grét aldrei þó að
hann þyrfti að þola að okkar
mati óverðskuldaða refsingu.
Endalok hersins urðu á erf-
iðri æfingu í snjó, á köldum
vetrardegi uppi í Þófum.
Herdeildin var stödd á Þófa-
brúninni þegar við Friddi, kald-
ir og þreyttir horfðumst í augu
og hugsuðum það sama. Nú er
komið meira en nóg, hlaupum!
Saman þutum við fram á
brúnina, settumst á byssuskeft-
in og renndum okkur þannig á
rassinum niður á jafnsléttu,
þ.e. Strandarveginn. Á meðan
við renndum okkur niður, burt
frá heraganum, stóðu foringj-
arnir Baldur og Ari veifandi
höndum og hrópandi um hörð-
ustu refsingu fyrir liðhlaup.
Það dugði samt ekki.
Hlaupið var síðan beina leið
heim að Hæð, inn í hlýtt eld-
húsið til mömmu, lausir frá
stríðsbröltinu og aganum sem
því fylgdi.
Herinn leystist upp eftir
þetta liðhlaup okkar Fridda.
Þessu fordæmi okkar ættu
fleiri að fylgja.
Gamli vinur, ég kveð þig með
þökk fyrir samfylgdina. Að-
standendum þínum er vottuð
samúð.
Jóhann B. Sveinbjörnsson.
Friðrik Bogason var borinn
og barnfæddur Seyðfirðingur,
fæddist í sjóhúsi sem kallað var
Gamla kompaníið. Í því var
fiskverkun en á efri hæðinni
var lítil íbúð sem foreldrar
Friðriks, Bogi og Þórunn,
leigðu á kreppuárunum. Hann
ólst upp á Búðareyrinni og lék
sér þar með „simmalingum“,
sonum föðurbróður síns, og
fleiri kraftmiklum strákum er
uxu úr grasi innan um fjöllin
sem girða botn fjarðarins.
Á skólaárum sínum var Frið-
rik í fimleikaflokki íþróttafröm-
uðarins Björns Jónssonar í
Firði sem var frumkvöðull í
áhaldafimleikum á Íslandi og
stjórnaði flokknum á Seyðis-
firði frá 1939 þar til hann lést
1965.
Eftir að hann settist að í
Kópavogi og seinna Reykjavík
hafði Friðrik alltaf gaman af
því að ferðast um landið. Hann
kom til Seyðisfjarðar á hverju
sumri síðustu áratugina. Hann
fór þangað yfirleitt um versl-
unarmannahelgi og ferðaðist þá
með fjölskyldu okkar. Hann fór
aldrei aftur suður án þess að
vera með nokkur box eða fötur
af berjum í farteskinu, því hann
var alltaf mjög duglegur í ber-
jatínslu, eins og Þórunn móðir
hans.
Friðrik varð fyrir þungum
áföllum þegar tveir synir hans
kvöddu þennan heim langt fyrir
aldur fram. Þeir sem þekktu
hann dáðust að æðruleysinu og
styrknum sem hann sýndi í
sorginni.
Hann var fróður maður, víð-
lesinn og mikill bókagrúskari,
hafði meðal annars áhuga á
ættfræði og íslenskum þjóð-
háttum. Hann var jafnframt
laghentur maður og hjálpsamur
við þá frændur sína sem fædd-
ust með átta þumalputta.
Friðrik var hógvær, barst
ekki mikið á og sóttist ekki eft-
ir hverfulum veraldarauði,
mannvirðingum og hégóma.
Engan skugga bar á góðan
orðstír hans. Hann var sann-
kallaður öðlingur og skildi að-
eins eftir sig góðar minningar.
Við kveðjum hann með söknuði.
Jenna, Önnu, Báru, Elísa-
betu, Grétu og Þorsteini vott-
um við dýpstu samúð okkar.
Bryndís, Þorsteinn,
Kristrún og Bogi Þór.
Friðrik Bogason