Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 73

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 ✝ Bylgja Helga-dóttir fæddist í Ólafsvík 28. októ- ber 1960. Hún lést á heimili sínu 13. nóv- ember 2014. Foreldrar henn- ar eru Helgi Sal- omonson, f. 25.10. 1915, d. 22.7. 1981, og Inga M. Freder- iksen, f. 5.10. 1934. Bylgja var næst- yngst tíu systkina. Saman áttu Helgi og Inga Öldu, f. 26.12. 1958, Báru, f. 7.7. 1962, d. 12.5. 2004. Hin systkinin eru, sam- mæðra, Linda María Frederik- sen, f. 27.1. 1954, og samfeðra, Ragnheiður, f. 24.3. 1943, Er- lingur, f. 12.5. 1944, Sigurjón, f. 15.3. 1947, Kristinn, f. 2.1. 1950, Svavar, f. 12.8. 1951, Kristín, f. 24.12. 1954. Bylgja Helga- dóttir giftist Gísla Karlssyni 1981, þau slitu samvistum 1986, saman eiga þau tvær dætur, Rakel Gísladóttur, f. 1.12. 1984, Anítu Gísladóttur, f. 20.9. 1985, sonur Gabríel Gísli Þórisson, f. 25.4. 2010, sam- býlismaður Anítu er Ívar Birschbach, f. 17.4. 1986. Bylgja ólst upp í Ólafsvík til tíu ára aldurs og flutti síðan til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Hún stundaði ýmis störf að loknu grunnskólanámi. Útför Bylgju verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 27. nóv- ember 2014, klukkan 15. Með sárum söknuði kveð ég þig, elsku dóttir. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. Allt, sem á hjarta, ber í sér þrá upp í söngvanna ríki; herskarar drottins sálirnar sjá syngjandi engla í líki. Veikasta strengnum berst ómur af upp til sólkonungs hallar; rétt eins og lindir renna í haf, raddir þar sameinast allar. Hvað er ekki í einu ljóði falið, einum söng frá góðu hjarta? Já, allt, sem fagurt er, skal vera talið efst við dómsins hástól bjarta. (Einar Benediktsson.) Kveðja, mamma. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir segir máltækið, en það er svo erfitt að sætta sig við að þessi hjarthlýja systir er farin, og hræðilegt að móðir okkar skuli vera að kveðja aðra dóttur sína. Bylgja var næstyngst okkar tíu systkina. Það var oft mikið fjör í Stekkjarholtinu þar sem við stórfjölskyldan bjuggum og á ég margar góðar æskuminningar frá Ólafsvík. Síðan fluttum við með foreldrum okkar til Reykja- víkur og við tók nýr kafli í lífi okkar, ungarnir flugu úr hreiðr- inu hver á eftir öðrum og sköp- uðu sitt eigið hreiður vítt og dreift. Bylgja hafði mikið dálæti á dansi hér áður fyrr og var „Grease“-dansinn æfður stíft flest kvöld í Klúbbnum. Þær voru ófáar helgarnar sem við skemmt- um okkur þar. Það var mikil gleðistund þegar Gabríel litli, barnabarn hennar fæddist og þreyttist hún aldrei á að segja okkur hversu yndislegur hann væri. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum Bylgju og stutt í hlát- urinn en fyrst og fremst var hún þekkt fyrir að vera hjarthlý og góð persóna sem vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Ég veit að hún er á góðum stað núna og að pabbi, Bára systir og Falí hafa tekið á móti henni. Megi góði guð styrkja móður okkar og dætur hennar á þessum erfiðu stundum. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó, þú systir mín kær. Þú varst mildi og ást og þitt móðerni bar við sinn líknsama barm dagsins lifandi svar: allt sem grét, allt sem hló, átti griðastað þar – jafnvel nálæð þín ein sérstök náðargjöf var. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg vour bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíl í friði, elsku systir. Alda Helgadóttir. Elsku Bylgja mín, ósköp er nú sárt að sjá á eftir þér. Ég sakna þín alveg óskaplega og það er stórt tómarúm í hjarta mínu. Ég veit að þér líður vel núna, ástin mín, og að það hefur verið tekið vel á móti þér. Knúsaðu afa, Báru og alla hina frá mér. Við hittumst í sumarlandinu góða þegar minn tími kemur, þangað til, taktu í spil og láttu afa spila á nikkuna fyrir þig, njóttu þín bara, ástin mín. Fósturlandsins Freyja fagra Vanadís, móðir, kona meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson.) Þín ávallt elskandi, Inga Helga, Sigurður og börn. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir“ segir máltækið en það er bara svo erfitt að sætta sig við það. Elsku besta Bylgja mín, nú ertu farin og það er ótrúlegt að hugsa til þess á hverjum degi að þú sért ekki með okkur lengur. Síðustu dagar hafa verið mjög svo þungbærir og söknuðurinn mikill. Ég hef mig ekki ennþá í að eyða nafninu þínu út úr símanum mínum, þar stendur ennþá „Bylgja frænka“. Það sem við höfum ekki brallað saman í gegn- um tíðina. Þau eru líka ófá spila- kvöldin. Elsku Bylgja, ég get endalaust rifjað upp gamlar og góðar stundir með þér elskan mín. Ég mun búa að þessum ynd- islegu minningum um þig enda- laust og um alla tíð. Sama hvað bjátaði á hjá þér eða hjá einhverj- um öðrum þá varstu alltaf sú fyrsta til að bjóða fram aðstoð þína þó svo að þú ættir nóg með sjálfa þig. Ég er svo endalaus þakklát fyrir að hafa heimsótt þig og líka talað við þig í síma aðeins nokkrum dögum áður en ég fékk þessar slæmu fréttir. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir fór ég með kápu til þín sem ég var ekki að nota og þú varst svo glöð og þakklát eins og alltaf og sagðir „ástarþakkir, elskan mín“. Því miður munum við ekki sjá þig í kápunni, eins og hún klæddi þig vel og þú varst flott í henni, elsk- an mín. Þú varst alltaf svo þakklát og nægjusöm fyrir minnstu hluti og kunnir svo vel að meta. Elsku Bylgja mín, þú gerðir allt fyrir alla þegar þú mögulega gast og ég er svo fegin að hafa getað glatt þig og gert þetta fyrir þig. Þegar ég fór kvaddi ég þig með faðmlagi og kossi eins og alltaf. Sem betur fer kvöddumst við innilega og ég er svo þakklát fyrir það. Ég sá að nammiskálin var á borðinu með drakúlamolum í sem þér þóttu svo góðir og Freyju karamellur í poka, alltaf þótti þér gott að hafa nammi í skál „endilega fáðu þér, elskan“, sagðir þú alltaf enda er- um við miklir nammigrísir ég og þú. Nú ertu komin til Helga afa, pabba þíns sem þú alltaf sagðir að vekti yfir þér og til Báru frænku, systur þinnar sem þér þótti svo endalaust vænt um. Elsku Aníta og Rakel, missir ykkar er mestur og megi góður guð vera með ykkur og gefa ykk- ur styrk og elsku Gabríel Gísli yndið hennar ömmu sinnar, amma mun nú fylgjast með þér frá himnum. Elsku amma, þú ert nú að horfa á eftir dóttur í annað sinn svo ég bið góðan guð um að styrkja þig og elsku mömmu og Öldu sem ekki eru bara að missa systur heldur einnig góða vin- konu. Elsku Bylgja mín, ég elska þig og mun gera um alla tíð, mikið eru englarnir á himnum heppnir að fá þig til sín, elsku orkuboltinn minn og gleðigjafi, þú átt alla- vega eftir að rústa þeim í kana svo mikið er víst. Ég hef nú skrif- að niður nokkur orð til minningar um þig, elskan mín, og ég veit að þú munt lesa þau yfir og segja „Helga … hættu nú alveg.“ Mikið vildi ég samt að ég hefði notið nærveru þinnar lengur hér á jörð. Ég ætla að kveðja þig eins og ég kvaddi þig síðast „bless elskan og við sjáumst“. Endalaus ást á þig. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Helga frænka. Bylgja Helgadóttir  Fleiri minningargreinar um Bylgja Helgadóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar elskulegi, MAGNÚS B. BERGMANN, Hlévangi, áður Sólvallagötu 6, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstudaginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, . Gunnar, Bjarni og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR V. FRIÐÞJÓFSSONAR, fv. skrifstofustjóra við Háskóla Íslands. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. . Jenný Ólafsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jón Hörðdal Jónasson, Ólöf Sigfríður Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þórir Jónsson, Sigrún Jóns, Stefán Jakobsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæru foreldrar, tengdaforeldrar, afi, langafi, amma og langamma, RÓSINKRANS KRISTJÁNSSON Rósi, leigubílstjóri lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 7. nóvember. SIGURLÍN ESTER MAGNÚSDÓTTIR Edda, lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 23. nóvember. Útför þeirra fer fram frá Fíladelfíukirkju í dag, fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar V3, fyrir alla ástúð og frábæra umönnun. Örn Sævar Rósinkransson, Helga Gunnarsdóttir, Unnur Rut Rósinkransdóttir, Hörður Finnbogason, Kristján Rósinkransson, Birgitta Þórey Pétursdóttir, Linda Rósinkransdóttir, Nikulás Þorvarðarson, Magnús Sverrisson, Ásta Ragnarsdóttir, Jóhann Magni Sverrisson, Leidy Karen Steinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR, Tröllakór 1-3, Kópavogi, sem lést mánudaginn 13. október á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram. Guðlaug S. Björnsdóttir, Þór Magnússon, Guðjón Björnsson, Friðrika A. Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar og mágs, STEFÁNS ANTONS JÓNSSONAR, Sjónarhóli, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sigurjón Jónsson, Ólafía Kristín Jónsdóttir, Steingrímur Jónsson, Jóhanna Erla Sigurþórsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORKELL FJELDSTED, Ferjukoti, sem lést þriðjudaginn 18. nóvember, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar. Heba Magnúsdóttir, Magnús Fjeldsted, Margrét Helgadóttir, Heiða Dís Fjeldsted, Þórður Sigurðsson, Elísabet Fjeldsted, Axel Eiríksson, Björgvin Fjeldsted og barnabörn. ✝ Faðir okkar, BJÖRN JÓNATAN EMILSSON arkitekt og byggingatæknifræðingur, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Andrea Dögg Björnsdóttir, Emil Björnsson, Birgir Örn Björnsson, Katrín Björnsdóttir, Einar Björnsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hofstöðum, lést fimmtudaginn 20. nóvember á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Jarðsungið verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.