Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Hvetjandi og fræðandi
Læknirinn í eldhúsinu – Veislan
endalausa bbbmn
Eftir Ragnar Frey Ingvarsson.
Sögur, 2014. 484 bls. innb.
Eins og þeir vita sem séð hafa
Ragnar í sjónvarpsþáttum hans þá
er hann ræðinn og skemmtilegur og
býður af sér góðan þokka og einnig
er hann svo hvetjandi að áhorfandi
fyllist sjálfstrausti og finnst hann
geta eldað hvað sem er eftir að hafa
horft á hann. Það skilar sér í bókum
hans, var áberandi í bókinni Lækn-
irinn í eldhúsinu sem kom út á síð-
asta árin og ekki síður í þessari bók.
Eitt af einkennum fyrri bókarinnar
var hve mikla áherslu Ragnar lagði
á uppskriftir sem kalla mætti klass-
ískar og voru fyrir vikið ekki eins
spennandi fyrir þá sem lengra voru
komnir í fræðunum, þó að ýmislegt
af því sem hann sagði frá í bókinni
hafi verið, og sé, vissulega gagnlegt.
Í byrjun deilir Ragnar ýmsum
fróðleik með lesendum, líkt og hann
gerði í fyrri bókinni, og fyrir vikið
stendur þessi sjálfstæð, þetta er
ekki framhald heldur ný bók á
gömlum grunni. Uppskriftirnar eru
eðlilega nýjar, en Ragnar hefur líka
mjakað sér út úr klassíkinni yfir í
framandlegri fæðu, ekki mjög langt
reyndar, en það er ekki bara estra-
gon og ansjósur, heldir líka sambak
olek og sultaðar sítrónur.
Myndirnar eru alla jafna af-
skaplega vek heppnaðar, en lit-
greiningin stundum út í móa – á bls.
108 er til að mynda frábær mynd
sem kemur vel út, en á 104 eru lit-
irnir arfaslæmir.
Uppskriftirnar í bókinni eru for-
vitnilegar og girnilegar að sama
skapi, en það er býsna mikið af
kjötréttum, með naut í aðal-
hlutverki – obbi uppskrifta af aðal-
réttum er kjötréttir. Að því sögðu
þá er fiskur í hávegum, fjölmargar
uppskriftir að fiskréttum og eins er
uppskriftir að pastaréttum, ýmsu
meðlæti, eftirréttum og svo má
telja. Þetta er mikið bók að vöxtum
og endalaust hægt að blaða í henni,
hvort sem maður er að skoða upp-
skriftir eða fræðast um hráefni og
aðferðir.
Eitt smálegt – gellur eru kverk-
siginn á fiski, en ekki kinnarnar.
Hráefni úr nándinni
Sveitasæla – Góður matur – gott líf
bbbbn
Eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur og
Gísla Egil Hrafnsson. Veröld, 2014.
246 bls. innb.
Þau Inga Elsa Bergþórsdóttir og
Gísli Egill Hrafnsson hafa sent frá
sér hverja afbragðsbókina af ann-
arri á síðustu árum, bækur sem eru
sannkallað augakonfekt fyrir upp-
setningu og framúrskarandi mynd-
vinnslu. Þegar matreiðslubækur eru
annars vegar skiptir þó mestu
hvernig uppskriftirnar eru og
skemmst frá því að segja að þær
eru spennandi, girnilega og margar
ævintýralegar – er hægt að biðja
um meira.
Líkt og í fyrri verkum leggja þau
áherslu að sækja hráefni í nándina,
grípa þar sitthvað sem manni hefði
ekki dottið í hug að elda á þennan
hátt og oft ekki dottið í hug að elda
yfirleitt. Þannig eru í þessari af-
bragðsbók uppskriftir með greni-
toppum, fífilknúppum, skjald-
fléttublómum og þara, svo dæmi
séu tekin, að ógleymdu frábærlega
freistandi blómasalati. Fjölmargt á
maður eftir að prófa og búinn að
prófa sumt, en aðallega fær maður
þó í bókinni innblástur til eigin til-
rauna eins og alla jafna í bestu upp-
skriftabókum, til að mynda er kafl-
inn um sjávargróður einkar
forvitnilegur með fínni mynd af
þeim þörungum sem koma við sögu
í uppskriftunum.
Reytingur af villum er í bókinni,
vodkað vantar á einum stað (bls.
120), salt verður að söltum, sem er
ekki í samræmi við málvenju,
hundasúra er nefnd í uppskrift sem
á væntanlega að vera túnsúra,
dandelion (fífill) er svo skrifað (en
ekki dandeleon) og svo kann ég bet-
ur við ólífur en ólívur, enda er síð-
arnefndi rithátturinn sjaldséður.
Inngangstexti í köflum er líka
þunnur sumstaðar, þó að hann sé
víða bæði fræðandi og skemmti-
legur.
Yfirlit yfir nýútkomnar matreiðslubækur
Klassískur bræðingur
og hráefni úr nándinni
Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson
Blómlegt Ýmsir réttir í Sveitasælu eru framandlegir þó að hráefnið sé
fengið úr nágrenninu – til að mynda pikklaðir fíflaknúppar sem sjá má hér.
Ljósmynd/Árni Torfason
Girnilegt Ein af uppskriftunum úr Veislunni endalausu: Rósmarin-stjaksett
langa með rauðlauk, hvítvíni og kirsjuberjatómötum.
Í tilefni þess að 29. júlí sl. voru 800
ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðar-
sonar standa Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum, Háskóli
Íslands og Óslóarháskóli fyrir al-
þjóðlegri ráð-
stefnu í Norræna
húsinu sem hefst
í dag og stendur
til sunnudags.
„Ráðstefnan er
ætluð öllum þeim
sem hafa áhuga á
íslenskum mið-
aldafræðum og
þeim verkum sem
Sturla skrifaði,“
segir Úlfar
Bragason, rannsóknarprófessor á
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum.
„Stór hluti fyrirlesaranna kemur
að utan, því eins og flestir vita þá eru
íslensk miðaldafræði alþjóðleg
fræði,“ segir Úlfar, en tuttugu fræði-
menn flytja erindi á ráðstefnunni og
eru lykilfyrirlesarar þau Theodore
M. Andersson, fyrrverandi prófess-
or við Stanford-háskólann, R.I.
Moore, sagnfræðingur sem kennir
við Newcastle-háskólann, og Ro-
berta Frank, miðaldafræðingur og
kennari við Yale-háskólann.
„Sturlu verður jafnan minnst sem
eins helsta skálds, rithöfundar og
lögspekings á Íslandi á 13. öld.
Sturla var hirðskáld Magnúsar laga-
bætis Noregskonungs, sagði fyrir
Hákonar sögu Hákonarsonar og
Magnúss sögu lagabætis, tók saman
eina gerð Landnámubókar og rakti í
Íslendinga sögu, sem varðveitt er í
Sturlungusamsteypunni, helstu
róstur sem urðu á Íslandi á 13. öld,“
segir m.a. í kynningu á ráðstefnunni.
Allar nánari upplýsingar um dag-
skrá ráðstefnunnar má finna á vefn-
um arnastofnun.is. Þess má að lok-
um geta að aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Rétt er að geta þess að ráðstefnan
fer fram á ensku. Matthías Johann-
essen og Gerður Kristný taka þátt í
setningu ráðstefnunnar í dag kl. 13
og Einar Kárason og Þorsteinn frá
Hamri ljúka henni á laugardaginn
kl. 16.15. silja@mbl.is
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdottir
Úr Flateyjarbók Hákon Noregskon-
ungur og Bárður jarl. Sturla ritaði.
Alþjóðleg ráðstefna
um Sturlu Þórðarson
Úlfar
Bragason