Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 92

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 92
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sá strax að úrið var falsað 2. Íslenskt tilfelli einstakt 3. Aftaka í Stokkhólmi 4. Eyþór aftur í Biggest Loser »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rithöfundarnir Stefán Máni, Davíð Stefánsson, Heiðrún Ólafsdóttir og Bjarni Bjarnason ræða tengsl heim- speki og skáldskapar í verkum sínum í Stúdentakjallaranum í kvöld frá kl. 19.30. Erla Karlsdóttir, formaður Fé- lags áhugamanna um heimspeki, stýrir umræðunum og er viðburður- inn á vegum félagsins. Á myndinni sést Heiðrún Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Golli Ræða tengsl heim- speki og skáldskapar  Krafla leikur á tónleikum djass- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Krafla mun einbeita sér að vanræktum vinum úr heimi djass- bókmennta 6. og 7. áratugar síðustu aldar, skv. til- kynningu. Kröflu skipa Jóel Pálsson, Kjartan Valdemarsson, Þórður Högnason og Matthías MD Hem- stock. Krafla sinnir van- ræktum vinum  Verðlaunasýningin Jesús litli snýr aftur á Litla svið Borgarleikhússins í kvöld fimmta árið í röð. Sýningin var frumsýnd 2009 og hlaut Grímuna sem leikverk og sýning ársins á því leikári. Sýningin er í huga margra orðin ómiss- andi hluti af jóla- undirbúningnum, en alls hafa tæp- lega 18 þúsund gestir séð sýn- inguna á 82 sýningum. Jesús litli snýr aftur í Borgarleikhúsið Á föstudag Suðaustan 10-18 m/s, hvassast með SV-ströndinni. Rigning S- og V-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag Suðlæg átt 10-15 m/s og rigning eða slydda, einkum A-til. Vestlægari seinnipartinn og skúrir eða él. Hiti 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-8 m/s, bjartviðri og vægt frost N-lands, þykknar upp í kvöld. Austan 8-15 syðra. Hiti 1 til 6 stig. VEÐUR Íslenskt íþróttafólk í ýms- um greinum hefur nýtt sér það í mörg ár að geta vegna hæfileika sinna komist á skólastyrk í háskólanám í Bandaríkj- unum og æft þar við bestu aðstæður í mjög samkeppnisvænu um- hverfi. Nokkrar af helstu vonarstjörnum okkar sem íþróttaþjóðar ala manninn í Bandaríkjunum nú og gera það gott. »1-3 Mörg þeirra bestu í Bandaríkjunum Ísland mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni heimsmeistara- móts kvenna í Chieti á Ítalíu í dag. Ítalska liðið stendur vel að vígi eftir að hafa sigrað Makedóníu tvisvar en þessar þrjár þjóðir bítast um eitt sæti í umspili. „Við sjáum á mynd- böndunum að við erum að fara í erfiðan leik og þurfum að ná mjög góðri frammistöðu til að næla í sigur á úti- velli,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson lands- liðsþjálfari. » 4 Mikilvægur leikur gegn Ítölum í dag Íslandsmeistarar Snæfells og Keflavík eru áfram efst og jöfn að stigum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir að níundu umferð lauk í gær- kvöldi. Snæfellingar skelltu botnliði KR með 26 stiga mun í Stykkishólmi. Á sama tíma lagði Keflavíkurliðið Hauka, sem eru í þriðja sæti, 73:60, á heimavelli sínum. Valur komst upp að hlið Hauka með sigri á Hamri. »2 Snæfell og Keflavík áfram efst og jöfn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Staða ljósmyndunar hefur breyst mikið undanfarin ár. Stöðugt fleiri eiga betri myndavélar og margir í hópi leikmanna eru afbragðs ljós- myndarar. Fagmennirnir benda samt á, að vilji fólk fá fyrsta flokks ljósmynd sé líklegra að hana sé að fá hjá ljósmyndurum, sem hafa starfið að atvinnu, en hjá áhugaljósmynd- urum. Erling Aðalsteinsson og Sigríður Pálsdóttir, Silla, hafa rekið Ljós- myndastofu Erlings á Eiðistorgi síð- an 2006. „Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá mér en ljósmyndarar verða alltaf að vera á tánum og með auk- inni samkeppni verðum við að vekja athygli á því sem við gerum umfram áhugaljósmyndarana, sem margir hverjir eru mjög góðir,“ segir hann. „Greinin á undir högg að sækja,“ heldur Erling áfram og bætir við að svipaða sögu sé að segja í öðrum lög- vernduðum iðngreinum, eins og til dæmis í hárgreiðslu. „Það geta allir klippt og því er sótt að rökurum og hárgreiðslufólki en yfirleitt er það samt fólkið, sem starfar í greininni, sem hefur vinninginn, þegar litið er til gæðanna.“ Ljósmyndarar hafa þurft að að- laga sig að aukinni og breyttri tækni. Erling segir að menn reyni að gera sitt besta í því efni og sjálfur hafi hann að mestu hætt að taka portrett-myndir á filmu 2005 og snú- ið sér í staðinn að stafrænu tækninni. Þegar vegabréfamynda- tökur hafi verið ríkisvæddar 2006 hafi stórt skarð verið höggvið í rekstur margra ljósmyndastofa og margir hreinlega þurft að loka stof- um sínum og hætta rekstri, einkum úti á landsbyggðinni. „Þótt til dæmis barnamyndir, fjöl- skyldumyndir, stúdents- myndir, brúðkaups- myndir og ferming- armyndir séu enn fastir póstar á ljósmyndastofum er það liðin tíð að fólk fái ljósmyndara til þess að taka allar tækifærismyndir,“ segir hann. Smábarnamyndir vinsælar Erling segir að ljósmyndarar vilji gjarnan gleymast og næsti maður því fenginn til þess að taka myndir í veislum og við ýmis önnur tækifæri. „Við þurfum að bregðast við, svara kröfum markaðarins og kynna fyrir fólki hvað við erum að gera með því að hafa myndir okkar sýnilegri,“ segir Erling. Hann nefnir að stöðugt fleiri vilji til dæmis fá ljósmyndara til að mynda börnin mánaðarlega á fyrsta árinu. „Við segjum fólki hvað við gerum, erum bæði með vefsíðu og á fésinu, en þegar allt kemur til alls er það orðsporið sem hefur mest að segja.“ Orðsporið er mikilvægast  Ljósmyndarar eiga undir högg að sækja Morgunblaðið/Golli Ljósmyndarinn Erling Ó. Aðalsteinsson og Silla hafa rekið Ljósmyndastofu Erlings á Eiðistorgi síðan árið 2006. Lárus Karl Ingason, formaður Ljós- myndarafélags Íslands, segir að félagið leggi áherslu á að viðhalda góðu verklagi í ljósmyndun og stuðla að bættri ljósmyndamenn- ingu. Hann segir að sótt sé að ljósmyndurum úr ýmsum áttum. Tæknin hafi verið afhent almenn- ingi og þótt sam- keppni sé af hinu góða skipti neyt- enda- vernd miklu máli. „Auðvitað mega allir taka myndir og selja myndir úr sínu safni, en samkvæmt lögum mega þeir einir taka að sér verk- efni í ljósmyndun sem eru með til þess tilskilin sveinsbréf,“ segir hann. Í mennta- og menningar- málaráðuneytinu liggur fyrir til- laga um að afnema þessa lög- verndun. „Það er mjög undarlegt að ætla að gjaldfella námið með einu pennastriki, því flestir þurfa að fara í skóla til að læra til verka og fá viðeigandi starfsleyfi,“ segir Lárus Karl. Neytendavernd mikilvæg LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS ER FAGFÉLAG GREINARINNAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.