Fréttablaðið - 29.11.2013, Side 6

Fréttablaðið - 29.11.2013, Side 6
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Fermingartilboðin hafin 10 hælisleitendur fengu á síðasta ári samþykki fyrir því að búa á Íslandi. Þetta nemur þremur á hverja 100 þúsund íbúa, og lenda Íslendingar þar með neðarlega á lista Evrópu- landa yfir hlutfall hælisleitenda sem fá samþykkta búsetu. Malta er í efsta sæti, með 348 sam- þykkta hælisleitendur á hverja 100 þúsund íbúa. Þar á eftir kemur Svíþjóð með 161 og Noregur með 123. Heimildir: Eurostat og Aftenposten ORKUMÁL Fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrum- varpi sem á að auka notkun á endurnýjan- legum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carb- on Recycling. Þetta sýna gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Carbon Recycling, sem framleiðir og selur endur- nýjanlega eldsneytið met- anól sem nota má sem íblöndunarefni í bensín, hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að frumvarpinu. „Við sendum að okkar frumkvæði þess- ar tillögur sem voru byggðar á því hvernig þetta hefði verið útfært í öðrum aðildarríkj- um Evrópska efnahags- svæðisins og hvernig væri einfaldast að útfæra þetta á Íslandi. Síðan fór þetta með breytingum ráðu- neytisins fyrir Grænu orkuna, sem er samstarfs- vettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila á sviði endurnýjanlegrar orku og eldsneytis, og þar fengu allir að skoða drögin og þar á meðal við,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Carbon Recycling. Sex mánuðum síðar varð frumvarpið að lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í sam- göngum á landi. Lögin taka gildi um næstu áramót og skylda seljendur eldsneytis til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytis- sölu þeirra verði af endurnýjanlegum upp- runa. „Okkur varð svolítið bylt við þegar okkur var sagt að hagsmunaaðili hefði átt svona mikla aðkomu að þessu. Við hjá Skeljungi höfum ekki tekið þátt í að skrifa lagafrum- vörp og því kom þetta á óvart,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), gagnrýnir að ekki hafi verið leitað eftir formlegu áliti félagsins við gerð frumvarpsins. „Ef það er rétt að einka- fyrirtæki hafi haft raun- veruleg áhrif á fyrstu drög þá er það eitthvað sem á ekki að gerast. Við vorum hvorki kölluð fyrir þing- nefnd í aðdraganda þess að þetta frumvarp varð að lögum né til að mynda þegar atvinnuveganefnd var að kalla til fulltrúa, eins og þeir sögðu, allra aðila. Rödd neyt- enda var ekki kölluð að því borði,“ segir Runólfur. Í skriflegu svari atvinnu- vega- og nýsköpunarráðu- neytisins segir að ráðuneytið sé ekki sammála því að Carb- on Recycling hafi átt mikla aðkomu að gerð umrædds frumvarps á upphafsstigum þess. „Samanburður sýnir að mikill munur er á texta þessa tillögu skjals sem barst frá Carbon Recycling og þess frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sex mánuðum síðar,“ segir í svari ráðuneytisins. haraldur@frettabladid.is Hagsmunaaðili samdi fyrstu drög að frumvarpi til laga Carbon Recycling skrifaði stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frum- varpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Ráðuneytið segir of mikið gert úr aðkomu fyrirtækisins að málinu. NÁNAST EINS Hér má ann- ars vegar sjá fyrstu síðuna í tillögu Carbon Recycling og hins vegar fyrstu síðuna í drögum ráðu- neytisins. BENEDIKT STEFÁNSSON EINAR ÖRN ÓLAFSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Strekkingur suðvestanlands. VINDASAMT EN HLÝTT Það verður víða fremur hvasst í dag og á morgun en á sunnudaginn dregur heldur úr vindi. Rigning eða slydda sunnan- og vestantil í dag og næstu daga eru horfur á skúrum eða slydduéljum í flestum landshlutum. 0° 9 m/s 4° 12 m/s 4° 6 m/s 6° 9 m/s Á morgun 10-18 m/s vestantil, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 7° -1° 5° 1° 2° Alicante Aþena Basel 15° 14° 5° Berlín Billund Frankfurt 6° 7° 6° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 5° 6° 6° Las Palmas London Mallorca 23° 10° 12° New York Orlando Ósló 3° 20° 1° París San Francisco Stokkhólmur 9° 16° 2° 3° 2 m/s 6° 3 m/s 0° 6 m/s 1° 7 m/s 1° 6 m/s 2° 9 m/s -6° 7 m/s 6° 2° 5° 4° 4° FJÁRMÁL Frumvarp Eyglóar Harð- ardóttur, félags- og húsnæðismála- ráðherra, sem snýr að kostnaði einstaklinga við gjaldþrot er efnis- lega tilbúið og er nú á borði fjár- málaráðuneytisins í hefðbundnu kostnaðarmati. Síðasti dagur til að leggja frum- varpið fyrir Alþingi er í dag og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Eygló staðráðin í því að ná því í gegn. Frumvarpið kveður á um að ríkis valdið aðstoði þá ein- staklinga sem eru ekki í fjárhags- legri stöðu til að greiða þær 250.000 krónur sem þarf til að fara í gjaldþrot. Ekki stendur til að fella upphæð- ina niður. Hjón sem vilja fara í gjaldþrot þurfa því að greiða hálfa milljón króna, sem mörgum hefur reynst óyfirstíganleg. Þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna var lögð fram í sumar. Einn liður í ályktun- inni snerist um að kanna hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu og hafa velferðarráðuneytið og innanríkis- ráðuneytið unnið að málinu. Hjá héraðsdómum landsins hefur uppkveðnum gjaldþrotaúrskurðum einstaklinga fjölgað úr 185 á árinu 2011 í 291 á árinu 2012, samkvæmt ársskýrslu Dómstólaráðs. - fb Frumvarp um kostnað einstaklinga við gjaldþrot líklega lagt fram í dag: Ríkið aðstoði gjaldþrota fólk EYGLÓ HARÐARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan hyggst ekkert aðhafast vegna kæru Gylfa Ægissonar tónlistarmanns gegn Hinsegin dögum. Gylfi kærði sam- tökin þar sem hann taldi að ýmis atvik sem áttu sér stað í Gleðigöng- unni í sumar hefðu verið brot á barnaverndarlögum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki þyki efni til að hefja rannsókn út af kærunni. Gylfi kallar frávísunina „barna- níð Barnaverndarnefndar, aðstoð- arsaksóknara og yfirvalda“ á stuðningssíðu sinni. - jbg Ekki efni til að rannsaka: Kæru Gylfa vís- að frá lögreglu „Það er búið að klámvæða jólin,“ segir Bubbi Morthens meðal annars í viðtali við helgarútgáfu Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Þar ræðir tónlistarmað- urinn um nýútkomna jólaplötu sína, Æsku minnar jól, trúna, heilsuna og nýlegt áfall sem hann varð fyrir í lífi sínu. Í blaðinu er einnig rætt við listamann- inn Ragnar Kjartansson sem sýnir um allan heim, hannar kærleiks- kúlu og opnar sýningu í Reykja- vík í fyrsta sinn í þrjú ár. Þá er farið yfir val álitsgjafa á bestu og verstu plötuumslögum árs- ins, sagan að baki hinum vin- sælu bókum og kvikmyndum um Hungurleikana skoðuð og margt fleira. - kg Helgarútgáfa Fréttablaðsins: Bubbi segir frá nýlegu áfalli BUBBI MORTHENS SVEITASTJÓRNARMÁL Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austur- velli klukkan fjögur á sunnu- daginn. Jón Gnarr borgarstjóri mun veita grenitrénu viðtöku úr hendi Dags Wernø Holter, sendi- herra Noregs og Rinu Marin Hansen, borgarfulltrúa Verka- mannaflokksins í Ósló. Hinn sjö ára gamli norsk-íslenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason mun síðan tendra ljósin á trénu. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf og hefur það ávallt átt sinn stað á Austur- velli síðan. - sáp Rúm sextíu ár frá fyrsta tré: Ljósin tendruð á Óslóartrénu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.