Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 10
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁTTÚRA Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfis- sjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Land- mannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveg- inum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við far- gjöld og gistingu. Eins er Ferða- félagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, for- seti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfis- gjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stíga- kerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálf- boðaliða, margir hverjir útlending- ar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerð- ir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferða- félagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskóga- byggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverf- isstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert fram- lög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gisti- skála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafs- punkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eft- irsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geo- graphic. Uppbygging er því nauð- synleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að nátt- úrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur. svavar@frettabladid.is Stofna umhverfissjóð til verndar Laugavegi Ferðafélag Íslands hefur sett á fót sérstakan umhverfissjóð. Tilefnið er náttúru- vernd á starfssvæði félagsins – ekki síst við hina vinsælu gönguleið Laugaveginn. Fimm fyrirtæki verða bakhjarlar sjóðsins. Sveitarfélögin verða virkjuð í stjórn. Við von- umst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands Mótmælin halda áfram 1TAÍLAND Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, skoraði í gær á mótmæl- endur að hætta nú við frekari mótmæli gegn stjórn sinni, eftir að stjórnin stóðst atkvæða- greiðslu um van- traust á þingi. Mótmælendur hafa hins vegar haldið ótrauðir áfram og leggja undir sig fleiri opinberar byggingar, þar á meðal höfuðstöðvar lögreglunnar. Átök í Kaíró 2EGYPTALAND Egypskar öryggissveitir beittu táragasi og vatnsþrýsti-byssum á mótmælendur, sem höfðu safnast saman fyrir utan háskólann í Kaíró. Að minnsta kosti einn mótmælandi lét lífið. Mótmælendurnir lýstu stuðningi við Múhamed Morsí, sem steypt var af forsetastóli í sumar og hefur síðan setið í stofufangelsi. Stjórnvöld hafa heitið því að taka af fullri hörku á öllum, sem virða ekki ný lög sem gera það refsivert að efna til mótmæla án þess að hafa fengið til þess formlegt leyfi fyrirfram. Hótar að bannfæra þingmenn 3GRIKKLAND Metropolitan Serafím, biskup af Píraeus í Grikklandi, hefur brugðist ókvæða við áformum grískra þingmanna, sem vilja leiða í lög heimild til þess að samkynhneigðir gangi í hjónaband. Biskupinn hótar að bannfæra alla þá þingmenn úr sínu biskupsdæmi sem styðja lögin. Svo skoraði hann á kirkjuna til að kalla saman neyðarþing til að ræða þetta mál. Dæmdur í lífstíðarfangelsi 4BRETLAND 24 ára breskur karlmaður hefur verið dæmdur í lífstíðarfang-elsi fyrir að myrða mann sem hann taldi vera barnaníðing. Lee James myrti Bijan Ebrahimi í borginni Bristol í júlí og kveikti í líki hans. James þarf að sitja inni í 18 ár hið minnsta, en annar maður, Stephen Norley, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að aðstoða hann við að losa sig við líkið. Rannsókn lögreglu á Ebrahimi leiddi hins vegar ekkert saknæmt í ljós. Hann hafði verið sakaður um að mynda börn í nágrenni við heimili sitt. DI ORKUMÁL „Í Rúmeníu eru yfir hundrað fjarvarmaveitur sem nýta jarðefnaeldsneyti og þá aðal- lega innflutt gas frá Rússlandi. Þessi áætlun býður upp á einstakt tækifæri fyrir samvinnu íslenskra ráðgjafarfyrirtækja og rúmenskra sveitarfélaga um að standa sam- eiginlega að uppbyggingu hita- veitna sem nýta jarðhita,“ segir Jónas Ketilsson hjá Orkustofnun. Hann fór fyrr í vikunni ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, og íslenskri sendinefnd á vegum Orku- stofnunar, til Búkarest. Þar var svo- kölluð Rondine-áætlun sett af stað, en hún hefur verið í undirbúningi hjá Orkustofnun frá árinu 2011. „Við væntum mikils af sam- starfi um jarðhita- og vatnsafls- verkefni í Rúmeníu og áætlunin er fyrsta skrefið í því þar sem hún býður upp á tækifæri fyrir Rúm- ena til að byggja hitaveitur,“ segir Jónas. - hg Áætlun um orkumálasamstarf kynnt í Búkarest: Horft til jarðvarma- verkefna í Rúmeníu Í BÚKAREST Jónas Ketilsson flutti erindi um jarðvarmaverkefni í Rúmeníu. MYND/ORKUSTOFNUN. UPPBYGGING Þúsund krónur eru nefndar sem upp- hæð umhverfis- gjaldsins. Ef þeir sem ganga Lauga- veginn greiða það gjald væru árlegar tekjur sex til átta milljónir króna. MYND/HREINN ÓSKARSSON HEIMURINN 1 3 2 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.