Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 24
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 22 Í Hlíðarskóla í Skjaldarvík rétt norðan við Akureyri geta nem- endur valið hvað þeir gera í tvær kennslustundir á hverjum degi, eina stund fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Nemendur, sem eru 20, velja á föstudegi fyrir vikuna fram undan úr fjölbreyttu framboði viðfangsefna, að sögn Bryndís- ar Valgarðsdóttur, skólastjóra Hlíðarskóla sem er sérskóli fyrir nemendur með hegðunar- og til- finningavanda. „Hver kennari fær nýja stundatöflu á hverjum mánudegi og hann þarf að vera viðbúinn því að fá frá einum upp í 20 nemendur í kennslustund til sín. Þetta verkefni, sem við köll- um Flugið, er nú á þriðja ári og getur reynt á en enginn kenn- ari vill bakka út úr þessu. Við sjáum öll plúsana og höldum að við séum á réttri leið.“ Bryndís segir nemendur oft vera búna að missa sjálfstraust og vera með lélega sjálfsmynd þegar þeir koma í Hlíðarskóla en nú eru þar nemendur í 4. til 10. bekk. „Börnin upplifa að það sé alltaf verið að ráðskast með þau og að þau hafi enga stjórn á umhverfinu. Þegar þau koma til okkar er búið að reyna allt til þrautar í grunnskólanum þeirra. Þau þurfa að læra ákveðnar námsgreinar hjá okkur en mörg eru búin að missa mikið úr skól- anum óháð námsgetu. Það kemur fyrir að áttundu og níundu bekk- ingar séu varla læsir. Ef börnin fá að hafa sjálf eitthvað um það að segja hvað þau gera geta þau fengið löngun til að læra og trúa á sjálf sig.“ Ákveðið var að hafa íslensku og stærðfræði meðal valgreina í tilraunaskyni. „Það sem hefur sannfært mig mest um að við séum á réttri leið er sú stað- reynd að miðstigsstrákar sem eru sumir miklir töffarar hafa verið að sækja í stærðfræði og velja hana sjálfir. Ég spurði einn hvers vegna hann gerði það og hann sagðist bara vera svo fjári lélegur í henni að hann yrði að gera eitthvað í því. Kennari sem heldur aðallega utan um stærð- fræði segir að það sé afgerandi munur á hugarfari nemenda eftir því hvort þeir koma í stærðfræði í valinu eða samkvæmt stunda- töflu þótt þeir læri af sömu bók- inni. Við sjáum að börnin eru orðin glaðari. Við spyrjum þau í hverri viku um viðhorf þeirra og þau segja að það hafi verið gaman. Á tveimur árum erum við búin að bjóða upp á 180 val- möguleika sem ellefu starfsmenn hafa sinnt.“ Að sögn Bryndísar vinnur skólinn ekki bara með nemend- um heldur einnig foreldrunum. „Þetta er eini skólinn sem vinn- ur út frá heildinni. Við lítum svo á að foreldrarnir þurfi líka hjálp. Tveir af starfsmönnunum ell- efu, félagsráðgjafi og sálfræð- ingur, vinna eingöngu með for- eldrunum. Þeir eru styrktir í að taka öðru vísi á málum og breyta mynstrinu sem myndast hafði heima fyrir.“ Kveikjan að verkefninu var aðferð sem reynd var í Lauga- skóla í Reykjadal sem er fram- haldsskóli. „Okkur leist vel á það sem verið er að gera með krakka sem koma þangað í 1. bekk,“ segir Bryndís. Hún kveðst fullviss um að allir skólar getið farið þá leið sem farin er í Hlíðarskóla. „Grunn- skólinn á Bakkafirði er að byrja að þróa svona verkefni. Ég er ekki í vafa um að þetta er eitt- hvað sem skiptir máli. Þetta er óskaplega spennandi leið.“ ibs@frettabladid.is Val á námsgreinum eykur sjálfstraustið Börn sem upplifa að alltaf sé verið að ráðskast með þau verða glaðari þegar þau fá að hafa eitthvað um það að segja hvað þau læra, segir skólastjóri Hlíðarskóla. Ég er ekki í vafa um að þetta er eitthvað sem skiptir máli. Þetta er óskaplega spennandi leið Bryndís Valgarðsdóttir skólastjóri Í HLÍÐARSKÓLA Starfsfólk og nemendur vinna í efna- og eðlisfræði með þurrís sem m.a. er notaður til að búa til ís úr jógúrti. Nemendur eru að meðaltali eitt til þrjú ár í Hlíðarskóla. Ísland er í þriðja sæti þegar borin er saman heil- brigðisþjónusta í 34 Evr- ópulöndum. Ísland er jafn- framt eina landið sem hlýtur hæstu einkunn fyrir árangur meðferðar í öllum tíu sjúkdómaflokkunum sem skoðaðir voru. Í frétt á vef landlækn- is er greint frá niður- stöðum Health Consumer Powerhouse þar sem notaðir eru 42 gagnreyndir mælikvarðar við mælingar á gæðum heil- brigðisþjónustu. „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi, að við skulum halda þriðja sætinu sem við vorum í. Við erum efst Norðurlandanna á eftir Hollandi og Sviss,“ segir Laura Scheving Thor- steinsson, verkefnisstjóri hjá landlækni. Hún segir að niðurstöður þessara mælinga séu sérstaklega ánægjulegar með tilliti til þeirra þrenginga sem hér hafa verið. Hún getur þess að í greinargerð Health Consumer Powerhouse sé vakin athygli á því að þrátt fyrir gríðarlegar efnahagsþrengingar hafi Íslandi tekist að halda óbreytt- um gæðum í heilbrigðisþjónustu og haldið þriðja sætinu þau ár sem landið hefur verið með í saman- burðinum. EHCI-vísitalan hefur orðið að staðli fyrir mælingar á nútíma- heilbrigðisþjónustu síðan hún var fyrst kynnt árið 2005. Vísitalan er reiknuð út frá opinberum gögn- um, könnunum meðal sjúklinga og sjálfstæðum rannsóknum sænska fyrirtækisins Health Consumer Powerhouse Ltd. Vísitalan mælir gæði heilbrigðisþjónustu í Evrópu og Kanada og er þannig mikilvægt tæki til valdeflingar fyrir sjúklinga og neytendur. - ibs Mælingar sænska fyrirtækisins Health Consumer Powerhouse á gæðum heilbrigðisþjónustu: Heilbrigðisþjónusta hér í þriðja sæti í Evrópu Vísindamenn frá Bandaríkjun- um og Mexíkó hafa fundið leifar af chili í fimm leirkrukkum sem taldar eru vera frá því 400 f.Kr. til 300 e.Kr. Krukkurnar fundust við fornleifauppgröft í Chiapas í suðvesturhluta Mexíkó. Leifar af chili hafa áður fund- ist í sex þúsund ára gömlum ílát- um í Ekvador í Suður-Ameríku. Krukkurnar sem fundust nú eru með stút og er þess vegna talið að þær hafi verið notaðar undir vökva. Leifar í leirkrukkum: Chili á matseðli í þúsundir ára LAURA SCHEVING THOR- STEINSSON ➜ Ísland er jafnframt eina landið sem hlýtur hæstu ein- kunn fyrir árangur meðferðar í öllum tíu sjúksómaflokkum. Því meiri svefn sem unglingar fá þeim mun minni líkur eru á því að þeir fái kvef, flensu eða aðrar umgangspestir. Þetta kemur fram í grein Kathryn Orzech og starfsfélaga hennar í ritinu Journal of Sleep Research. Orzech, sem starfar við svefnrannsóknir við Bradley-sjúkra- húsið í Bandaríkjunum, fylgdist ásamt samstarfsmönnum sínum með 56 unglingum á aldrinum 14 til 19 ára að vetri til. Nemendur voru með mæli sem sýndi líkamshreyfingar þeirra svo hægt væri að skrá svefn og vöku. Nemendur voru einnig vikulega spurðir um heilsufarið. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að því lengur sem nemendur sváfu þeim mun minni var hættan á að þeir veiktust og væru fjarverandi frá skólanum. Þetta kann að þýða að svefn verndi gegn sjúkdómum. Á hinn bóginn kann það að vera að þeir sem oft eru veikir sofi almennt illa án þess að eitt leiði til annars. En vísindamennirnir sáu einnig að þeir sem voru oft veikir höfðu sofið minna en venjulega í sex sólarhringa áður en þeir veiktust. Það kann að vera vísbending um að svefninn hafi áhrif. Vísindamennirnir mæla með meiri og reglu- legri svefni. Rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum: Minni veikindi sé svefninn langur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.