Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 42

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 42
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun og aðventan. Dúkkubörn. Eva Dögg Rúnarsdóttir. List og jólasveinar. Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 4 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í TILEFNI AÐVENTUNNAR? „Ég er sko svaka jólastelpa. Ég set upp ljós og set oftast saman í aðventu krans. Annars finnst mér að- ventan komin þegar Frank Sinatra er byrjaður að syngja jólalögin í stof- unni minni við flöktandi kertaljós. En hann kemur reyndar aldrei í eigin persónu … en það má vona.“ Það eru komin ljós í gluggana og kertin loga af gömlum vana hvert kvöld og ég ætla að draga heima- smíðað jólatré frá því í fyrra upp úr kjallaranum um helgina. Ég er í bana- stuði yfir þessari fornu hefð og við fjölskyldan höldum Guði og trúar- brögðum utan við hátíðina. Jólin í ár eru merkileg fyrir mig því mér hlotn- aðist sá heiður að vera hluti af appa- rati sem við köllum Jólafólin. Þar verð ég ásamt meistara Megasi og gítar- istanum Kristni Árnasyni. Við munum halda tónleika á nokkrum vel völdum stöðum nú fyrri hluta desem ber og erum öll á sömu blaðsíðu hvað viðkemur jólunum. Við litla fjölskyld- an höldum síðan til New York til að eyða jólunum með góðum vinum okkar sem þar búa. Góðgerðarmál eru mér einnig ofarlega í huga þessi jól. Ég held við ættum að muna að sælla er að gefa en að þiggja og ég skora á fólk sem ekki þekkir þá tilfinningu að láta til skar- ar skríða í góðgerðarmálum þessi jól, því það færir andann og ham- ingjustuðulinn yfir á annað stig. Gleðileg jól. Ég er reyndar búin að vera að hlusta á jólalög allan nóvember þar sem ég var að búa til handrit að Hátíðarstund- inni sem verður sýnd núna í desember á Stöð 2. Við erum nýbúin að taka upp þættina þannig að í þeim er ég búin að setja saman og skreyta piparköku- hús, skreyta jólatré, borða hátíðarsteik- ina og syngja jólalög. Ég fæ því stóran skerf af jólahátíðinni þetta árið því há- tíðin sjálf er rétt að ganga í garð svona samkvæmt dagatalinu. Heima hjá mér er ég þó búin að skreyta örlítið, búa til jólaskraut úr trölladeigi með börnunum, búa til aðventukrans, baka smákökur og borða þær. Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona, tónlistarkona og Mjölnismær Friðrika Hjördís Geirsdóttir, stjörnukokkur Sesselja Thorberg/ Fröken Fix, innanhússhönnuður. M agnea Einarsdótt- ir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskól- anum en sótti á er- lendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og út- skrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Mart- ins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Ein- arsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömu- deildinni í JÖR í desember. Þetta er eina íslenska merkið þar.“ Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ít- alska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveim- ur sýningum, á Brighton-tísku- vikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota ís- lenska ull og ég var ekkert sér- staklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magn- ea. Aðspurð um markhópinn seg- ist hún sjá fyrir sér konur á aldr- inum 20-45 ára. „Þetta er töffara- leg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“ TÍSKA ÍSLENSK DÖMULÍNA ÚR ULL OG GÚMMÍI Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarlínu sem verður fáanleg í JÖR í desember. Ullarlínan er kvenleg og töff- araleg í senn. Magnea Einarsdóttir er spennt að fá línuna sína í verslunina JÖR á Laugavegi. MYND/DANÍEL MYNDIR ALDÍS PÁLSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.