Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 51

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 51
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 • 9 Myndaalbúmið Eva Dögg og mennirnir í hennar lífi ● Bastian Nói breytti lífi hennar ● Anna Sóley er sálufélagi Evu ● Jóga er besta hreyfingin sem hún getur ekki lifað án. hvor aðra en ég er mikil dekur- drottning.“ Mikil skóáhugamanneskja Þú hefur einnig verið að hanna skólínu fyrir Shoe the Bear. Hvernig kom það til? „Ég hitti Thomas og Jakob, eigendur Shoe the Bear, á tískuvikunni í Tókýó árið 2008 þegar ég var að vinna fyrir Red Issue. Annar þeirra á íslenska kærustu og við náðum því strax vel saman. Þá var ég búin að vera ein í Tókýó, algjör- lega „lost in translation“ í nokkra daga en svo hitti ég þá og þeir tóku mig upp á sína arma. Ég hélt síðan alltaf sambandinu við þá. Ég aðstoðaði þá fyrst við undir- búning á einni herralínu en það var svo mikið að gera hjá mér þá svo að ég gat ekki hellt mér í það. Svo þegar ég var kasólétt að syni mínum höfðu þeir samband og þá hafði ég tíma, sem var frábært. Þeir báðu mig um að hanna fyrir sig dömulínuna sína og ég ákvað að slá til þar sem mig hefur allt- af dreymt um að hanna skó, enda mikil skó-áhugakona. Núna er ég búin að vinna fyrir þá á „free- lance-basis“ í tvö ár og gert með þeim fjórar skólínur.“ Hvernig myndir þú lýsa nýj- ustu línunni? „Hún er fersk og í litum sem fanga augað samstund- is án þess þó að vera bundin nokk- urri ákveðinni týpu eða klæða- burði. Hún hentar konum á öllum aldri sem sitja ekki endilega allan daginn með skóna upp á punt. Ég lagði mikið upp úr því að þeir væru þægilegir því annað er ómögulegt hérna í Kaupmanna- höfn og í rauninni alls staðar. Lit- irnir eru sterkir en það er mjög auðvelt að klæða í kringum þá og blanda þeim við aðra liti. Með svörtu skóna lagði ég áherslu á að áferðin og efnin væru mis- munandi. Ég var undir frönskum áhrifum þegar unnið var að lín- unni, nýbúin að horfa á Midnight in Paris sem útskýrir kannski frönsku nöfnin á skónum.“ Áttu sjálf alla skóna í nýjustu skólínunni? „Já, ég á allavega eitt par í hverjum stíl, en mig langaði svo mikið í fleiri liti þannig að við Anna Sóley deilum líka litum, svo að á milli okkar eigum við meira en alla skólínuna.“ Verður þú áfram í samstarfi við Shoe the Bear? „Já, alveg örugglega. Ég var að leggja loka- hönd á haustlínuna 2014 sem gekk mjög vel og hún er uppáhaldslín- an mín hingað til. Við í Ampers- and erum einnig að gera flotta strigaskólínu með þeim sem verð- ur sýnd á tískuvikunni í Berlín og í Kaupmannhöfn í lok janúar. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig það fer.“ Opna Ampersand-vefverslun Hvað fleira er svo fram undan? „Við vinnum hörðum höndum að nýju og stærra bloggi sem við opnum hér á næstu dögum og við munum einnig opna okkar eigin vefverslun á sama tíma, sem við erum ótrúlega spennt- ar yfir. Þannig getur fólk hvað- anæva úr heiminum verslað hjá okkur. Danir eru frekar trendí en það skera sig kannski ekki marg- ir úr þótt þeir séu með puttann á púlsinum. Við bjóðum upp á sér- staka hluti í versluninni sem ekki endilega er til mikið af og dönsku kúnnarnir okkar eiga það til að koma og skoða í mánuð áður en Þetta var ótrúlegt, hún var bara sálufélagi minn sem ég var ekki búin að hitta. Við áttum allt sameiginlegt og það var small allt þegar við hittumst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.