Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 92

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 92
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 62 Sem umboðsmaður Hugleiks Dagssonar ætla ég að sjálfsögðu á uppistandið Djókaín í Háskólabíói í kvöld. Á laugardagskvöldið er mér boðið í risotto og kampavín til vinkonu minnar sem er að flytja heim frá Feneyjum. Diljá Ámundadóttir, varaborgarfulltrúi, framkvæmdastýra og umboðsmaður. HELGIN Benedikt Hermannsson, for- sprakki sveitarinnar Benni Hemm Hemm, spilar á stórri tónlistarhá- tíð í Skotlandi, sem heitir Celtic Connection og fer fram í janú- ar. „Á hátíðinni er þjóðlagatón- listarþema og munum við spila með þekktum skoskum þjóðlaga- hetjum,“ segir Benedikt. Nóg er um að vera hjá Benedikt og félögum, en sveitin sendir nú frá sér sína fimmtu plötu sem ber tit- ilinn Eliminate the Evil Relive the Good Times. Platan er tekin upp í Skotlandi. „Við tókum þetta upp í pínulitlu hljóðveri í Glasgow. Þetta er öðru vísi en hinar plöt- urnar sem við höfum gert, aðeins þyngra, aðeins meira myrkur yfir þessu,“ segir Benedikt. Platan var tekin upp á segulband, sem er óvanalegt. „Þetta er allt öðru vísi. Maður getur ekki tekið hverja línu upp oft og skeytt því saman. Maður þarf að gera þetta almenni- lega,“ útskýrir Benedikt. - kak Fer á svið með skosk um þjóðlagahetjum Benni Hemm Hemm gefur út sína fi mmtu plötu. NÝ PLATA Benni kemur fram í Skot- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þegar maður lifir á tónlistinni er maður opnari fyrir alls konar verkefnum,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem hefur verið ansi sýnileg undan- farið á hinum ýmsu viðburðum, einnig syngur hún vinsælasta lag landsins um þessar mundir. „Ég drekk ekki, það fer nú eftir því hvernig fólk túlkar það að djamma. Ég djamma alveg edrú,“ segir Jóhanna Guðrún létt í lundu spurð hvort textinn eigi við hana. Lagið, Mamma þarf að djamma, eftir Baggalútsmenn, er orðið að nokkurs konar þjóðsöng og ákaf- lega vinsælt um þessar mundir. „Þetta er hressandi og skemmti- legt lag en ég bjóst nú samt ekki við því að það yrði svona rosa- lega vinsælt.“ Jóhanna Guðrún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Baggalútsmönnum. „Þeir eru rosalega skemmtilegir og hæfileikaríkir.“ Hún kemur mikið fram með hljómsveitinni um þessar mundir. „Ég kem mikið fram með þeim á næstunni, á alls kyns skemmtun- um og mannfögnuðum.“ Jóhanna Guðrún hefur einn- ig talsvert komið fram á dans- leikjum undanfarið. „Ég söng aldrei á böllum hérna áður fyrr, enda er ég bara 23 ára gömul, en núna hef ég gert svolítið af því og finnst það rosalega gaman. Oftast er hringt í mig þegar það vantar söngkonu á dansleiki og ég kem þá inn og tek nokkur lög.“ Jóhanna Guðrún er ásamt kær- astanum sínum, Davíð Sigurgeirs- syni, nú að grúska í efni sem gæti litið dagsins ljós á næsta ári. - glp „Ég djamma alveg þó ég sé edrú” Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur vinsælasta lag landsins um þessar mundir. ÚT UM ALLT Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir syngur vinsælasta lag landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Daníel Páll Jónsson fór nýstárlegar leiðir í heilsuátaki sem hann fór í fyrr á árinu. Hann notaði Facebook til að hjálpa sér og keypti sér ekki líkamsræktarkort til þess að breyta um lífsstíl. Daníel hefur nú lést um 46,8 kíló og hefur einnig létt mikið á sér andlega. „Ég notaði Facebook sem aðhald. Ég setti inn myndir af mér vikulega og var í keppni um að vera léttari í hverri viku, svo árangurinn myndi sjást. Ég ákvað að vera ekki með öfgakennt mataræði, ég tók í raun enga sérstaka fæðutegund út, bara minnkaði skammtana og borðaði hægar,“ útskýrir Daníel. Daníel segist hafa notað afar náttúrulegar leiðir. „Ég notaði ekki neinar brennslutöfl- ur eða fæðubótarefni. Ég borðaði bara venjulega fæðu en passaði upp á hitaein- ingafjölda og kynnti mér næringarinni- hald mjög vel.“ Daníel hefur oft reynt að fara í átak en aldrei gengið eins vel og nú. „Ég var kominn með kæfisvefn og þetta var farið að hafa ýmiss konar sál- ræna og líkamlega kvilla. Ég var í raun búinn að ná botninum. Þegar líkamlegt ástand hamlar svefni er stutt í andlega erfiðleika. Ég var kominn með kvíða og leið ekki vel. Ég þurfti einfaldlega að taka mig á. Ég hafði ekki um neitt annað að velja og eftir átakið eru þessir kvillar algjörlega á bak og burt.“ Hann valdi að fara sínar eigin leiðir í átakinu. „Ég vildi ekki vera bundinn við að fara í líkamsræktarstöðvar í ákveðna tíma og vera bundinn þannig. Ég ákvað því að fara í mikið af gönguferðum. Ég tók strætó í vinnuna og gekk alltaf heim og um helgar fór ég í langa göngutúra sem gerðu mikið fyrir líkama og sál. Ég byrjaði að ganga því ég gat ekki hlaupið, ég var búinn að rústa öðru hnénu vegna ofþyngdar.“ Daníel finnur skiljanlega mikinn mun á sjálfum sér, enda tæplega fimmtíu kílóum léttari. „Ég er farinn að geta stund- að útivist, hlaupið og farið á rjúpnaveiðar. Ég er farinn að geta gert hluti sem ég gat ekki gert áður. Tilfinning- in er alveg hreint frábær.“ Hann segir að fólk þurfi að finna það hjá sjálfu sér hvað virkar fyrir það, vilji það grennast. „Ef ég ætti að ráð- leggja fólki eitthvað þá er það að borða einfald- lega minna og minnka skammtana, borða hægar og vakta árangur- inn vel. Lítil smáatriði eins og að missa nokkur kíló eða geta þrengt belt- ið geta skipt miklu máli í að styrkja mann í svona átaki. Ég leyfði mér alveg helling en hreyfði mig mikið í staðinn.“ Hann segir lífið ekki alltaf hafa verið auðvelt á meðan á átakinu stóð. „Þetta var erfitt, ekki spurn- ing. Svona átaki fylgja skapsveifl- ur. En þetta var svo sannarlega þess virði.“ kjartanatli@frettabladid.is GOTT GRAF Hér sést þróun kílóamissisins. MYNDIR/EINKASAFN Missti tæp fi mmtíu kíló með hjálp Facebook Daníel fékk nóg af því að vera of þungur og breytti um lífs stíl. Hann not aði Facebook til að hjálpa sér og setti myndir af sér inn á síðuna í hverri viku. Í dag er hann tæplega fi mmtíu kílóum léttari og getur gert hluti sem hann gat ekki áður. ÞVÍLÍKUR MUNUR DANÍEL HEFUR LÉST UM 46,8 kíló á 46 vikum Ég var kominn með kæfisvefn og þetta var farið að hafa ýmiss konar sálræna og líkamlega kvilla.“ GEYSIVINSÆLIR GOÐHEIMAR MYNDASÖGUR SEM KÆTA OG FRÆÐA, KYNSLÓÐ EFTIR KYNSLÓÐ!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.