Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 2
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜18 SKOÐUN 20➜22 HELGIN 24➜78 SPORT 106➜108 MENNING 88➜114 Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgar kl. 12-17 19. og 20. desember kl. 16-21 Þorláksmessu kl. 16-21 Dagskrá, myndir o.fl. á Facebook Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi var áreitt á netinu af bandarískum manni oft á dag í margar vikur. Hún sagði fl eiri ís- lenskar stúlkur hafa lent í mann- inum. Baltasar Kormákur leikstjóri fékk veglegan styrk upp á 118 milljónir króna frá kvikmynda- sjóði ítalska héraðsins Suður-Týról vegna kvikmyndar sem gerist á Everest. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði á kynningarfundi bankans að áætlanir ríkisstjórn- arinnar um skuldaniðurfellingu ykju innlenda eft irspurn, verð- bólgu og hækki vexti. Snæbjörn Steingrímsson tilkynnti í vikunni að hann hygðist láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka myndréttar- hafa á Íslandi (SMÁÍS). FIMM Í FRÉTTUM TÖLVULEIKIR OG ELTIHRELLIR MÉR VAR HALDIÐ NIÐRI 32 Adolf Ingi Erlingsson, sem nýlega var sagt upp störfum hjá RÚV, segir það ekki hafa farið fram hjá neinum sem fylgist með íþróttum þegar hann hvarf af skjánum. Hann telur ýmislegt óeðlilegt viðgangast í stjórn RÚV. LIFANDI TRÉ BERA MEÐ SÉR JÓLABRAG 44 Öll heimili landsins ættu að geta skartað íslenskum jólatrjám eft ir tuttugu ár og mörg miklu fyrr, að mati Else Möller á Akri í Vopnafi rði. Hún er skógfræðingur frá Hvann- eyri og eina manneskjan á Íslandi með meistarapróf í jólatrjáarækt. NÝLIÐAR NÁ GÓÐUM ÁR- ANGRI 54 Álitsgjafar Fréttablaðsins velja bestu ís- lensku plötur ársins. ÞEGAR LÝÐRÆÐIÐ HENTAR EKKI 48 Ólgan í Taílandi undanfarnar vikur á sér margra ára rætur í valdatogstreitu gamla íhaldsfl okksins og hinnar auðugu Shinawatra-fj ölskyldu. DREYMIR UM AÐ VINNA EINHVERN Í SJÓMANNI 68 Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir í yfi rheyrslu. EKKERT SEM ÉG HEF EKKI GERT SJÁLFUR 72 Jón Óttar Ólafsson, doktor í afb rotafræði, er höfundur glæpasögunnar Hlustað þar sem meðal annars er lýst umfangsmiklum hlerunum lögreglu og sérstaks saksóknara. ➜ Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, vildi ekki tjá sig um það hvort hluthafar hefðu hafnað tólf milljarða yfi rtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga. DÓMSMÁL Allir sakborningar í Al- Thani málinu ætla að áfrýja dóm- inum til Hæstaréttar og verður það líkast til gert í næstu viku. „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæð- um. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreið- ars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ólafur Ólafsson, Magnús Guð- mundsson og Sigurður Einars- son munu einnig áfrýja dóminum. „Sigurður telur dóminn rangan hvað sig varðar og mun áfrýja þessu,“ sagði Ólafur Eiríksson, verjandi Sigurðar. Málsvarnarlaunin sem Hreið- ar Már var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Herði Felix, í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. Hreiðar Már, sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og þarf hann að greiða Herði Felix 33,5 milljónir króna. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnar- laun á báðum dómstigum í Baugs- málinu 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson, sem voru dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Hér- aðsdóms Reykjavíkur, hafa einnig áfrýjað til Hæstaréttar. - þþ Fjórmenningarnir sem fengu dóma í Al-Thani málinu láta ekki þar við sitja: Allir sakborningar munu áfrýja ÁFRÝJUN Verjendur fjórmenninganna. Skjólstæðingar þeirra ætla allir að áfrýja til Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÆSTA STOPP– BROADWAY? 96 Gísli Örn Garðarsson leikstýrir Hróa hetti í Boston. TUTTUGU ÁR AF TÓNLIST 98 Árið 1993 borið saman við árið í ár– hvað tónlistina varðar. BARVÍSIR ÁSTARINNAR 100 Á hvaða bar er líklegast að fi nna ástina fyrir jólin? DRJÚGUR LIÐSMAÐUR AÐILDAR 20 Þó að utanríkisráðherra sé gegnheill í andstöðunni við Evrópusambandið hefur hann veitt málstaðnum sem hann berst svo hart gegn drjúgt lið, skrifar Þorsteinn Pálsson. SA VILL SEMJA UM KJARASKERÐINGU 22 Við viljum ekki samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi og undir það mun verkalýðshreyfi ngin aldrei skrifa, skrifar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. FÁIR SÝRLENDINGAR TIL EVRÓPU 4 Amnesty International gagnrýnir Evrópulönd harðlega fyrir að taka ekki við nema örlitlu broti af þeim tveimur milljónum fl óttamanna sem fl úið hafa borgarastyrjöld- ina í Sýrlandi. ÁFENGISAUGLÝSINGAR ÓÁTALDAR 6 Um 300 kærur og ábendingar vegna áfengisauglýsinga hafa borist lögreglu með milligöngu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum frá árinu 2011. Ekki hefur verið ákært í slíkum málum frá árinu 2008. HÆTTI KENNSLU VEGNA ÁBURÐAR 8 Mikill harmur ríkir meðal nemenda við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs vinsæls kennara. Yfi rvöldum barst nafnlaus ábending og eft ir að lítið varð úr rannsókn sagði hann upp störfum. ÁLAGIÐ TÓK SINN TOLL 106 Kári Steinn Karlsson er bjartsýnn fyrir heimsmeistarmótsárið. SÍÐASTA ÆVINTÝRI HALLBERU 108 Skagakonan hlakkar til að spila í sólinni á Ítalíu fram á sumar. RAFMAGNSLEYSIÐ DÝRT 18 Rafmagnsleysi síðustu níu ár hefur kostað samfélagið tæpa 14 mill- jarða króna. Klukkutími án rafmagns getur skapað milljarða tjón. FÓLK „Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arc- tic Trucks. Hann var leiðangurs- stjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suður- pólinn. Hópurinn komst loks á pól- inn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prins- inn æfði sig á Langjökli fyrir pól- gönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoð- arfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskauts- landinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göng- unni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangurs- manna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti göng- una niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leið- angursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með far- angur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðar- tíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaða- sólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópur- inn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíll- inn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim. johanna@frettabldid.is Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Íslenskur leiðangursstjóri, sem fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn, segir hann vera ljúfmenni. Í hópnum voru hermenn sem höfðu særst í stríðsátökum og lögðu þeir hart að sér á göngunni. Hópurinn heldur heimleiðis um helgina. FÖGNUÐUR Íslenskur leiðangursstjóri frá Arctic Trucks fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn. Mikill fögnuður braust út þegar leiðangursmenn stóðu á pólnum á hádegi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.