Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 8

Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 8
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Bráðum koma blessuð jólin... 14cm 4 stk. 695 Jólatré 120 cm 995 Einnig til 150 cm 1.995 7cm 12 stk. 498 10cm 6 stk. 290 Margir litir 10cm 6 stk. 390 Margir litir 10cm 6 stk. 290 Margir litir Jólakrans 30 cm 395 ALLAR JÓLAKÚLUR = TVEIR FYRIR EINN Þú tekur 2 pakka og greiðir fyrir 1 Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 0 2 9 7 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNTAMÁL Harmur og tregi er ríkjandi meðal barna og foreldra við Norðlingaskóla eftir að Ragn- ar Þór Pétursson kennari ákvað að hætta í kjölfar þess að skólayfir- völdum barst nafnlaus ábending um að hann væri varhugaverður í námunda við börn. Fæstir vita hvað stóð í þessari ábendingu. Ragnar Þór fór í kjöl- far þess að hún barst í veikinda- leyfi og eftir að rannsókn málsins, sem hann fór fram á að yrði, virt- ist gufa upp sagði hann upp störf- um. Ragnar hefur greint ítarlega frá málinu á bloggsíðu sinni. Blaðamaður hefur skoðað lok- aða Facebook-síðu þar sem nem- endur við Norðlingaskóla, sem og foreldrar, gráta kennara sinn. Þar er Ragnar Þór ausinn lofi og af mörgum nemendum sagður besti kennari sem þau hafa nokkru sinni haft. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segist bundin trúnaði og geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Borist hafi nafnlaus tilkynn- ing vegna starfsmanna við Norð- lingaskóla um miðjan janúar 2013. Brugðist hafi verið við þeirri til- kynningu í samræmi við starfs- mannastefnu skólans og verklags- reglur skóla- og frístundasviðs. Í verklagsreglunum er meðal annars kveðið á um að ef tilkynn- ing af þessum toga berist skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Það var gert og málið var rannsakað á forsendum áður- nefndrar greinar barnaverndar- laga. „Þar sem ekkert kom út úr þeirri rannsókn er litið svo á, af hálfu Norðlingaskóla, að málinu sé lokið,“ segir Sif. Ragnar Þór segir að atburðir vikunnar hafa hleyptu illu blóði í nemendur hans og einhverja foreldra. Mikil vanlíðan og reiði kraumar undir yfirborðinu sem beinist að skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, sem Ragnar segir hafa dregið lappirnar við rannsókn málsins. „Ég vil gjarnan gefa börnunum tækifæri til að ná áttum og jafn- vægi áður en ég ýti málinu áfram sjálfur. Það gefur líka umræddum aðilum tóm til að bregðast við,“ segir Ragnar. „Það er stutt í hey- kvíslar og kröfugöngur hjá nem- endum og foreldrum. Ég ætla að leyfa þeim aðeins að kólna áður en ég fer af stað aftur. Sem verður væntanlega að gera því þau virðast ætla að hunsa þetta.“ Ábendingin var svo opin og óljós að barnavernd hafi brugð- ist við henni með því að senda út opna spurningu í öll sveitarfélög sem Ragnar hefur unnið við til að athuga hvort eitthvað hefði komið upp: „Ég hef sjálfur aldrei feng- ið að sjá þessa ábendingu,“ segir Ragnar. jakob@365.is Hætti kennslu vegna nafnlauss áburðar Mikill harmur ríkir meðal nemenda við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs Ragnars Þórs Péturssonar sem var kennari við skólann. Yfirvöldum barst nafnlaus ábending og eftir að lítið varð úr rannsókn, sem Ragnar krafðist, sagði hann upp störfum. NEMENDUR Foreldrar og nemendur harma brotthvarf Ragnars Þórs, sem meðal annars stóð fyrir spjaldtölvuvæðingu skólans. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að póli- tísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætis- ráðherra á Alþingi í gær. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólgu- hvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði alltaf legið fyrir. „Ég hef fyrir mitt leyti marglýst því að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heim- ilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa þar sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sig- mundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans væri jákvæðari en hann hefði átt von á. „Það er reyndar í áætlun bank- ans örlítið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræði- hópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif,“ sagði Sigmundur. - hks Forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni AGS á boðaðar skuldaleiðréttingar: Aldrei reynst almenningi vel Á ÞINGI Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra segir afstöðu Seðlabankans til boðaðra skuldaleiðrétt- inga jákvæðari en hann hafi búist við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er stutt í hey- kvíslar og kröfugöngur hjá nemend- um og for- eldrum. Ég ætla að leyfa þeim aðeins að kólna áður en ég fer af stað aftur. Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi kennari við Norðlingaskóla JÓHANNESARBORG, AP Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðust í gær hafa frétt afþví að táknmálstúlkurinn á minningarathöfn um Nelson Man- dela hefði eitt sinn verið ákærður fyrir morð. Að sögn fjölmiðla var hann einnig ákærður fyrir nauðg- un og innbrot, og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað. Rannsókn stendur yfir á bak- grunni Thamsanqa Jantjie og hvers vegna hann var ráðinn sem túlkur við athöfnina. Hann stóð aðeins nokkra metra frá Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem er einn mest verndaði maður heims- ins. Á sviðinu voru einnig Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, og leiðtogar frá Kína og Kúbu. Fram hefur komið að enginn skildi táknmálstúlkunina. Jan- tjie gaf þá skýringu að hann hefði fengið geðklofakast og séð engla á meðan á túlkuninni stóð. „Við munum rannsaka málið til hlítar,“ sagði Phulma Williams, upplýs- ingafulltrúi stjórnvalda í Suður- Afríku. - fb Fortíð táknmálstúlksins á minningarathöfn um Nelson Mandela er gruggug: Túlkurinn ákærður fyrir morð VIÐ HLIÐINA Á OBAMA Samkvæmt suðurafrískri sjónvarpsstöð var Tham- sanqa Jantjie ákærður fyrir morð og nauðgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.