Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 12
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is NEYTENDUR Fyrir nokkrum árum fjölgaði sjálfsölum verulega á bens- ínstöðvum sem æ fleiri nýttu sér til að spara bensínkostnað. En það eru alltaf einhverjir sem vilja held- ur þjónustuna, hvort sem það er að setja bensín á bílinn eða athuga með olíuna, og á höfuðborgarsvæð- inu eru 35 bensínstöðvar sem enn bjóða upp á slíka þjónustu. Í samtali við Olís, Skeljung og N1 kom fram að öll fyrirtækin leggi upp úr þjónustu við við- skiptavini og ekki er séð fram á að sjálfsalinn muni alfarið taka við af þjónustunni. Áhersla á þjón- ustu starfsmanna á plani hefur þó farið minnkandi vegna minnkandi eftirspurnar. Fyrir um ári byrjaði Skeljungur að bjóða upp á jafn dýrt bensín í sjálfsafgreiðslu og þjónustu og þá kom í ljós að kúnnarnir vilja gjarnan þiggja þjónustuna. Guðmundur Benjamín Jóhannes- son starfar við útiþjónustu á Stöð- inni á Birkimel í Vesturbænum. Ófá þakkarbréf hafa verið send til stjórnenda Skeljungs þar sem ein- stök þjónustulund hans er lofuð. Guðmundur kannast vel við það að fólk sé þakklátt fyrir þjónustuna. „Maður minnir á frostlöginn, býðst til að athuga með vatnið og olíuna, bendir því á að rúðuþurrk- urnar eru handónýtar og býðst til að skipta, athugar með loft í dekkjum og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk kann virkilega vel að meta. Svo þegar það er vont veður þá finnst því voða notalegt að fá þjón- ustu og geta verið inni í hlýjum bíl.“ Guðmundur hefur unnið á bens- ínstöðinni í fimmtán ár og gegnt ýmsum störfum en skemmtilegast þykir honum að vera í þjónustunni úti við. „Útiveran hentar mér vel. Maður hefur alla lóðina til að rölta um og teygja á sér. Svo er gaman að hitta skemmtilega kúnna og maður er farinn að þekkja fastakúnnana ansi vel. Maður er bara tilbúinn með þjónustuna og vöruna þegar þeir koma því maður veit hvað þeir vilja. Við erum eiginlega eins og lítil fjöl- skylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla.“ Á tímabili fyrir nokkrum árum stóð til að þjónusta á stöðinni myndi hætta og var þjónustan takmörkuð verulega. „Þá var fólk ekki alveg sátt enda mikið af eldra fólki sem kemur og treystir á að við förum aðeins yfir bílinn yfir góðu spjalli,“ segir Guðmundur. erlabjorg@frettabladid.is Þakklæti fyrir spjall og bensínþjónustu Á tímabili leit út fyrir að sjálfsalar tækju við af útiþjónustu á bensínstöðvum. Þjónustan lifir þó góðu lífi á 35 stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og í Vesturbænum er sérlega vinsælt að hitta á Guðmund Benjamín sem dekrar við viðskiptavinina. STARFSMAÐUR Á PLANI Guðmundur Benjamín Jóhannesson segir útiveruna og spjall við hressa kúnna vera það besta við starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Vigdís Hauksdóttir, formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niður- skurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórn- ar í heilbrigðismálum þegar hún mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjárlagafrum- varpið á Alþingi í gær. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlut- ans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðis- kerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykja- víkursvæðinu sem og á landsbyggð- inni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjón- ustunni og þá sleppum við óþarfan- um sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalaus- um fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þing- maður og fyrrverandi velferðar- ráðherra, sagði að gagnrýni Vig- dísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. - hks Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir niðurskurð síðustu ríkisstjórnar: Vill þjóðarsátt um fjárlögin VIGDÍS HAUKSDÓTTIR GUÐBJARTUR HANNESSON Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla. Guðmundur Benjamín Jóhannesson, starfsmaður á plani Stöðvarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.