Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 20
14. desember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Utanríkisráðherra er gegnheill í mótstöðu sinni við Evrópusam-bandið. En lífið er stund- um þversagnakennt. Eftir að hann varð stjórnskipulega ábyrg- ur fyrir málasviðinu hefur hann í reynd lagt þeim málstað sem hann er svo andsnúinn drjúgt lið. Frá kosningum hefur utanrík- isráðherra ráðið Evrópuumræð- unni. Hún hefur alfarið snúist um það sem hann hefur fært fram. Lítið hefur farið fyr i r fr um- kvæði annarra. Á sama tíma hefur stuðn- ingur við aðild vax ið ver u- lega og meiri- hluta fylgi við það sjónarmið að ljúka viðræðunum er ríflegra en áður. Líklegasta skýringin á þessu er sú að rökleysan í mál- flutningi ráðherrans hafi opnað augu margra fyrir því að mál- efnalega stendur andstaðan við að ljúka aðildarviðræðunum á brauðfótum. Móthaldið við aðildina sjálfa hefur veikst af sömu ástæðu. En trúlega er það einnig fyrir þá sök að fleiri sjá nú en fyrir kosning- ar að ekki er verið að bjóða upp á aðra trúverðuga leið til varanlegs stöðugleika í peningamálum þrátt fyrir góð tök á ríkisfjármálunum. Drjúgur liðsmaður aðildar Það þarf ekki sérfræðinga í stjórnmálafræðum til að sjá að ágreiningurinn um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðun- um verður aðeins leystur í þjóðar- atkvæði. Ástæðan er þríþætt: Eitt er að síðustu kosningar snerust mestmegnis um annað efni. Annað er að skoðanir eru svo skiptar um málið í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks og VG að þingið ræður illa við uppgjör í málinu. Í þriðja lagi er skiljanlegt að núver- andi stjórn eigi óhægt um vik að vinna með það umboð sem vinstri stjórnin fékk frá Alþingi. Loforð forystu Sjálfstæðis- flokksins um að efna til þjóðar- atkvæðis um hvort halda ætti við- ræðunum áfram var gefið í ljósi þessara aðstæðna. Það bar vott um að sú víðsýni var ekki með öllu horfin sem lengst af límdi flokk- inn saman. Framsókn fékk hins vegar óvenjulega sterka stöðu í kosning- unum því að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafði í reynd úti- lokað samstarf við aðra flokka. Forysta framsóknarmanna nýtti sér þetta til að bregða fæti fyrir efndir á þessu loforði. Það er síðan ein helsta ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik í skoðanakönnunum. Þetta kom strax í ljós í sumar sem leið þegar utanríkisráðherra sagði að ef efnt yrði til þjóðarat- kvæðis ætti að spyrja um afstöðu til aðildar en ekki hvort halda ætti viðræðum um möguleika á henni áfram. Allir sáu rökleysuna í því að greiða atkvæði um aðild án samnings um hana. Fæstir tóku því hugmynd ráðherrans alvar- lega. En þó má vera að í ljósi flók- inna aðstæðna hefði hún verð- skuldað nokkra umræðu. Þríþætt ástæða fyrir þjóðaratkvæði Nú hefur menntamálaráð-herra hent tillögu utanrík-isráðherra á lofti. Fáir ætla honum að gera sér ekki grein fyrir rökleysunni að baki henni. Þessi innkoma menntamálaráðherra í umræðuna bendir því til að rík- isstjórnarflokkarnir hafi sæst á að freista þess að drepa málinu á dreif. Svo virðist því vera að ríkis- stjórnin ætli að tefla refskák með þessa sérstöku tillögu utanríkis- ráðherra. Taflið snýst um að láta í veðri vaka að ríkisstjórnin hafi með þessu boðist til að standa við lof- orðið um þjóðaratkvæði. Hún metur stöðuna þannig að tilboð- inu verði hafnað vegna rökvillu í spurningunni. Þar með sé taflið unnið. Við fyrstu sýn er ógnun í þessum leik. En það er veikleiki í stöðunni. Málið er að ríkisstjórnin gæti aldrei útilokað annað þjóðarat- kvæði um endanlegan samning komist málið á það stig. Ella væri hún að veikja stöðu Íslands með því að segja við Evrópusambandið að allt sem eftir á að koma hafi verið samþykkt fyrirfram. Í raun yrði fyrri atkvæðagreiðslan því í eðli sínu ekki um annað en hvort leiða eigi viðræðurnar til lykta. Enginn myndi velkjast í vafa um það þótt spurningin yrði orðuð með villandi hætti af þrákelkni. Já-málstaður- inn gæti jafnvel fengið talsverða samúð út á refjarnar. Auðvitað er hægt að gera út um spurninguna í svona refskák. En þetta mál er stærra en svo að það sé við hæfi. Spurningin snýst um það eitt hvort þjóðin er tilbúin að staðfesta þá ákvörðun Alþingis frá 2009 að sækja um aðild og fela rík- isstjórninni að leiða þær viðræður sem komnar eru vel á veg til lykta. Hvers vegna að spyrja þjóðina um annað en það sem ágreiningur er um á þessu stigi? Vinstri stjórnin hafnaði illu heilli þjóðaratkvæði; fyrst hvort sækja ætti um og síðar hvort halda bæri viðræðum áfram. Forysta Sjálfstæðisflokksins vildi þá þjóð- aratkvæði og lofaði því kæmist hún til valda. Vinstri flokkarnir virð- ast nú hafa skipt um skoðun. Hví að láta Framsókn hindra að þjóðin fái þetta vald þegar skoðanakann- anir hafa í langan tíma sýnt að hún vill fá botn í málið með samningi? Á að gera út um málið í refskák? V itnaleiðslur í Stokkseyrarmálinu svokallaða gefa okkur innsýn í afskaplega ógeðslegan og dapurlegan veruleika glæpa og eiturlyfjaneyzlu, þar sem ólýsanlega hrotta- legu ofbeldi er beitt. Margir hafa sjálfsagt kosið að loka augunum fyrir því að önnur eins andstyggð gæti þrifizt á Íslandi, en það verður ekki um villzt. Þá vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvernig sé hægt að upp- ræta ógeðið. Það verður annars vegar gert með forvarnarstarfi og hins vegar með því að taka hart á ofbeldisglæpum eins og þeim sem lýst hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Það getur hins vegar reynzt erfitt að fullnægja réttlætinu yfir ofbeldismönnum af þess- ari sort. Margir hverjir treysta þeir á ótta fólks í kringum sig til að ná sínu fram. Fréttablaðið sagði frá því á fimmtudaginn að ákæruvaldið hefði sterkan grun um að vitnum í málinu hefði verið hótað til að fá þau til að breyta framburði sínum eða bera ekki vitni. Þannig liggur fyrir að eitt lykilvitnið í málinu, húsráðandinn á Stokkseyri þar sem hluti brotanna átti sér stað, varð fyrir grófri líkamsárás í haust, þar sem fingur og handarbein hans voru brotin með hamri. Hann heldur til í Bandaríkjunum og hefur ekki látið sjá sig fyrir dómi. Tvö önnur vitni höfðu skyndilega misst minnið, eftir að hafa greint nokkuð skilmerkilega frá málavöxtum í lögregluskýrslum. Það fjórða sagði frá því að það hefði fengið skilaboð um að „halda kjafti“. Minni spámennirnir í hópi sakborn- inga neita að tjá sig um nokkuð annað en eigin þátt í málinu. Nú er varla við öðru að búast en að ofbeldismennirnir í Stokks- eyrarmálinu verði sakfelldir, meðal annars vegna framburðar hugrakks fólks sem ekki lét hræða sig frá að bera vitni í málinu. Hins vegar verður lögreglan að bregðast við þegar uppvíst verður um að vitnum sé hótað. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði í Frétta- blaðinu að lögregluyfirvöld stæðu úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. Það er ekkert til sem heitir vitnavernd á Íslandi og að mörgu leyti snúið að koma henni við í okkar litla samfélagi. Nauðsyn hennar hefur hingað til verið lítill gaumur gefinn, en þó stendur til að ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari sendi frá sér tillögur um tilhögun vitnaverndar í mansalsmálum í þessum mánuði, samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn mansali. Það er full þörf á að skoða líka hvaða möguleikar eru til að vernda vitni í annars konar ofbeldismálum. Helgi Magnús hefur nefnt að hægt væri að láta vitni hafa öryggishnapp tengdan Neyðarlínu. Fælingarmáttur hans virkar ekki nema lögreglan sé fljót að bregðast við. Vararíkissaksóknarinn hefur líka nefnt að hugsanlega gætu vitni dvalizt í „öruggu“ húsnæði nálægt lög- reglustöð þar sem erfitt væri að hafa uppi á þeim. Sá möguleiki hefur stundum verið ræddur að Ísland gæti átt samstarf við önnur norræn ríki um að fólki yrði auðveldað að „hverfa“ og hefja nýtt líf í öðru landi, sem getur átt við í alvarlegustu málunum. Svo mikið er víst að ástandið í undirheimum Íslands kallar á að gripið sé til aðgerða sem duga til að vernda vitni svo hægt sé að koma lögum yfir hrottana. Ofbeldismenn reyna að hræða vitni: Vitnavernd vantar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.