Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 30

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 30
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 með mér að það væri nú synd að láta þetta bara vera í tölvunni minni, kannski ég ætti að senda þetta eitthvert, svo fékk ég símtal bara klukkutíma seinna frá miðlin- um. Maður hefur ekki hugmynd um að eitthvað sem manni finnst svona lítilsmegnugt geti haft svona mikil áhrif á fólk, að það geti hjálpað ein- hverjum. Ég var bara eitthvað reið og pirruð og langaði að koma þessu frá mér. Mía: Þetta var líka í algjöru hugs- unarleysi hjá mér. Ég vonaði að einn eða tveir foreldrar myndu lesa þetta og það myndi kannski hjálpa einhverju barni og þá væri tilgang- inum náð. En síðan þegar maður fær svona viðbrögð þá veit maður ekki hvaðan á mann stendur veðrið. Selma: Ef ég hefði vitað hvað þetta myndi vekja mikla athygli þá hefði ég skrifað þetta öðruvísi, sagt frá miklu meiru. Eineltið sem ég lýsti í greininni var langt frá því það rosalegasta sem ég hef lent í og ég sá með þessum viðbrögðum hvað það er mikilvægt að vekja athygli á þessu. Kölluð athyglissjúk Fenguð þið einhver neikvæð við- brögð? Allar í einu: Já. Selma: Það var einhver sem sagði við mig að ég ætti bara að sætta mig við að ég sé ljót og einhver annar sem kallaði mig athyglissjúka. Sem mér fannst leiðinlegt þar sem við erum allar sammála um að engin okkar bjóst við þeirri athygli sem fylgdi þessu. En það var samt mjög lítið af svona skilaboðum, örfá á móti 15 þúsund. Það telur ekki. Hulda: Maður man samt alltaf best eftir þeim. Mía: Einu slæmu viðbrögðin sem ég fékk voru frá föðurættinni minni. Hentu mér út af Facebook og skrifuðu stöðuuppfærslur um að þau stæðu með honum og að hann væri góður og heiðvirður maður. En hvaða góði maður lemur ófríska konu fyrir framan barnunga syni þeirra? Það voru einu neikvæðu viðbrögðin. En bróðir hans pabba skrifaði mér og sagði mér að ég væri hetja. Mér þótti vænt um það. En tilgangurinn var ekki að koma illa fram við neinn, tilgangurinn var að vekja athygli á þessu og vonandi hjálpa einhverjum börnum í sömu stöðu. Selma: Já, tilgangurinn var sá sami hjá mér. Sumir veltu fyrir sér af hverju ég strokaði yfir nöfn- in á þeim sem höfðu sent mér ljót skilaboð. En tilgangurinn var ekki að vera leiðinleg, ég finn ekki hjá mér neina hefndarþörf. Mig lang- ar miklu frekar að vera góð við þá sem hafa verið vondir við mig. Ég er ekkert reið við neinn. Hulda: Ég hef einmitt verið spurð hvort ég sé ekki reið, en ég er ekkert reið. Ég átti alveg fína barnæsku þó að sumt hafi ekki verið eins og það átti að vera. Það verða oft svo marg- ir miklu reiðari en maður sjálfur, taka þetta mikið nær sér en maður sjálfur. Tilgangurinn var ekki að níða skóinn af einhverjum opinber- lega, þá er maður ekkert betri en aðrir. Höfum góð áhrif Teljið þið að þessar greinar hafi áhrif á þann hóp sem mest þyrfti að taka skilaboðin til sín? Allar í einu: Já. Selma: Ég hef fundið fyrir því að ég er að hafa áhrif, ég hef talað í grunnskólum og kennarar hafa sagt mér að þeir sem spyrja flestra spurninga eru oft þeir sem leggja mest í einelti. Svo hafa einhverjir sem ég þekki komið og beðið mig afsökunar. Já, ég er viss um að við erum að hafa einhver áhrif. Góð áhrif. Selma Björk Hermannsdóttir 16 ára Hún skrifaði grein á bleikt.is þar sem hún sagði frá niður- lægingu og hryllilegu einelti sem hún hefur orðið fyrir vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í greininni segir frá því að hún hafi barist við eineltið í hljóði frá því hún muni eftir sér, en sé hætt að byrgja það inni, hætt að hunsa það, hætt að þegja og vilji deila sinni ógeðslegu hlið af einelti. Hún deilir skilaboðum sem hún hefur fengið á samfélags- miðlum þar sem hún er spurð hvernig fjölskyldan geti elskað hana, hún sé ógeð í smettinu og spurð hvort hún hafi dottið á andlitið í fæðingu. Selma segir einnig frá því í greininni, líkt og hún gerði í samtali við blaðamann, hvernig hún hefur á aðdáunarverðan hátt tekist á við kvalara sína með æðruleysi, vinsemd og virðingu, í stað þess að gjalda líkt með líku eða brotna niður. Svanhildur Sigríður Mar, eða Mia 18 ára Hún skrifaði grein á bleikt.is og lýsir uppvexti sínum sem barn fíkils, alkóhólista og öryrkja og segir foreldra sína báða mjög líklega með geðræn vandamál. Mia hefur verið í kerfinu, í fóstri, á sífelldu flakki milli heim- ila og segist í raun ekki hafa átt alvöru æsku. Stanslaus ótti fylgdi henni eins og skuggi og hún sá djöfulinn í hverju horni. Þeir sem stóðu henni næst og áttu að vernda hana eftir laganna og Guðs hendi, fóru verst með hana og brutu hana niður bæði líkamlega og andlega. Mia segir í grein sinni að mað- ur geti ekki flúið skuggana og martraðirnar sem ásækja mann í vöku sem í draumi. Maður getur hins vegar nýtt sér reynsluna og reynt að læra af henni. Hún minnir foreldra á að það sé þeirra að hugsa um börnin sín, þeir hafi fætt þau í þennan heim og beri að vernda þau og passa upp á heilbrigði þeirra, líkamlegt og andlegt. Hulda Hvönn Kristinsdóttir 19 ára. Hún er lögfræðinemi og lauk við framhaldsskóla á styttri tíma en aðrir. Hún er einnig fráskilin einstæð móðir. Hulda skrifaði grein á vef Morgunblaðsins þar sem hún sagði frá baráttu sinni við þunglyndi, holdafar og einelti í æsku. Hún greinir frá atviki sem átti sér stað á bókasafni þegar hún var 17 ára þar sem hópur drengja sem hún þekkti úr barnaskóla svívirti hana, kallaði hana til að mynda viðbjóðslega. Hún lýsir því hvernig hún sannfærðist í kjölfarið um að útlit hennar væri ekki nægi- lega gott og um baráttu sína við „aukakíló“ í kjölfarið og vanlíðan sem þessu fylgdi. Þá segir hún frá ósönnum sögusögnum sem spunnar voru um hana þegar hún varð ófrísk á sama aldri. Hulda segir í grein sinni að samfélagið sé ekki eins einsleitt og maður hefði haldið, álit ein- hvers er ekki álit allra annarra og það álit sem mestu máli skiptir er þitt eigið. Einu slæmu við- brögðin sem ég fékk voru frá föðurættinni minni. Hentu mér út af Facebook og skrifuðu stöðu- uppfærslur um að þau stæðu með honum og að hann væri góður og heiðvirður maður. Svanhildur Sigríður Mar MARGVÍSLEG REYNSLA SELMU, HULDU OG MIU Nicovel®lyfjatyggigúmmí 598kr/pk VILTU HÆTTA AÐ REYK ?JA Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. NEY131007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.