Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 34

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 34
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 valkost og ég samþykkti að prófa í nokkra mánuði með því skilyrði að ég lækkaði ekki í tekjum. Reynd- ar var líka í samkomulaginu að ég sæti til jafns við hina að lýs- ingum og öðrum verkefnum. Svo geta menn séð hvort staðið hefur verið við það. Ég var færður til veffrétta fólksins þó auðvitað ætti ég miklu meira sameiginlegt með íþróttafréttafólkinu en þeim sem eru að ná í nýjustu fréttir af Just- in Bieber, eldgosum úti í heimi og hinu og þessu. Loks var samþykkt að ég færi aftur yfir í íþróttadeild- ina en þá var búið að úthluta borð- inu sem ég hafði setið við í mörg ár og í nokkra mánuði var ég hopp- andi milli borða og tölva. Það sem stakk þó mest var að starfsreynsl- an var einskis metin og verkefn- um var haldið frá mér. Ég var eini maðurinn á deildinni sem vann ekkert í sjónvarpi, afleysingafólk var tekið þar inn frekar en að hóað væri í mig. Það var ákvörðun að ofan. Tveir fréttamenn voru nán- ast bara í þáttagerð og tveir gengu vaktir, en ég vann efni á vefinn frá níu til fimm. Fréttamennirnir voru að kikna því að keyra þessar vakt- ir á tveimur mönnum er mjög stíft. Í sumar voru þeir farnir að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að jafna álaginu aðeins og fá mig í lið með sér en þá sagði Kristín við mig: „Þú ferð ekki aftur í sjón- varp.“ Í haust var Ríkisútvarpið með stærstu útsendingu allra tíma, Ísland og Króatía í umspili. Þá sat ég bara og boraði í nefið,“ segir Adolf Ingi. „Reyndar var ég beð- inn að taka ljósmyndir og tveimur tímum fyrir útsendingu kom fyrir- spurn um hvort ég gæti farið upp í Laugardalshöll og tekið viðtöl við stuðningsmenn í anddyrinu. Það var mín aðkoma að þessari risaút- sendingu. Tveir nýjustu frétta- menn RÚV lýstu seinni leiknum í Zagreb en ég bara hjólaði hing- að heim og horfði á leikinn í sjón- varpi.“ Adolf Ingi segir íþróttafrétta- mennsku sína gegnum tíðina hafa snúist um allt annað en bara að stimpla sig inn og út. „Sumir hafa litið á íþróttafréttamennsku sem nokkurs konar stökkpall en fljót- lega eftir að ég byrjaði fann ég að ég vildi að þetta yrði ævistarfið. Ég lét vinnuna oft ganga fyrir fjöl- skyldunni. Ég var líka formaður samtaka íþróttafréttamanna í sjö ár og 2009 var ég kosinn í stjórn alþjóðasamtaka íþróttafrétta- manna, AIPS, og er eini Íslending- urinn sem hefur verið í stjórn þar. Ég hef unnið fyrir samtökin við að kenna á námskeiðum fyrir unga íþróttafréttamenn um allan heim, var síðast í október og nóvember í Dubai þeirra erinda.“ Var eiginlega rænt Veistu eitthvað hvað við tekur nú? „Nei, það tekur smátíma að lenda. Mér bauðst starf hjá evr- ópska handknattleikssambandinu í fyrravetur sem ég afþakkaði, eins gæti ég fengið meira að gera hjá alþjóðasamtökunum AIPS en það er ekkert á döfinni að flytja út. Við eigum börn hér og barnabörn og foreldra sem eru farnir að reskj- ast. Við eigum fatlaðan strák sem er á góðum stað í skóla og íþrótta- iðkun og er með bestu aðstöðu sem hugsast getur í göngufæri frá heimili okkar. Hann æfir sund með íþróttafélagi fatlaðra, dreymir um að komast á Ólympíumót fatl- aðra og leggur gríðarlega mikið á sig. Við förum ekkert í einhverja óvissu úti í heimi þegar þetta er draumurinn hans.“ Eiginkona Adolfs Inga heit- ir Þórunn Sigurðardóttir, köll- uð Systa. Hún er Akureyringur að uppruna og starfar sem hár- greiðslumeistari á Spörtu á Laug- arásvegi 1. En hvaðan er Adolf Ingi sjálfur? „Ég er fæddur hér í Reykjavík og átti heima fyrstu árin á Berg- staðastræti. Svo byggðu mamma og pabbi hús í Túnunum í Garðabæ en skildu stuttu seinna. Mamma kynntist stjúpa mínum sem er Svíi og var yfirverkfræðingur við byggingu álversins í Straumsvík. Þau stungu af til Svíþjóðar og ég var tekinn með, þá sex ára. Það má eiginlega segja að mér hafi verið rænt. Ég vissi ekkert fyrr en ég var kominn inn í flugvél á leið til Stokkhólms. Vélin milli- lenti í Ósló og til að róa mig var keyptur handa mér Batmanbíll og ísbjörn. Við komum seint að kvöldi til Stokkhólms. Ég man enn að á leið frá flugvellinum til borgarinn- ar sá ég skilti sem á stóð 130 og ég hugsaði: Vá, það má keyra á 130 hérna! Það tók auðvitað sinn tíma að aðlagast lífinu í Svíþjóð og ég saknaði pabba.“ Í Svíþjóð bjó Adolf í fimm ár en sumarið 1974 ákváðu móðir hans og stjúpi að flytja heim til Íslands og hann til pabba síns. „Pabbi bjó þá á Akureyri. Hann var klæð- skeri og vann í herrafatadeild KEA. Ég flutti til hans og stjúpu minnar sumarið 1974, 12 ára gam- all,“ rifjar hann upp. Fékk stóra lottóvinninginn Athygli vakti þegar Adolf Ingi talaði sænsku eins og innfædd- ur við Svíann Lars Lagerbäck. Skyldi hann halda sænskunni svona vel við frá því hann var barn í Svíþjóð? „Já, ég hef gaman af tungumálum og nýt líka góðs af því að eiga sænsk- an stjúpa,“ segir hann. „Svo býr systir mín líka úti. En það liðu 13 og hálft ár frá því ég flutti til Íslands þar til ég fór til Sví- þjóðar aftur. Það var svolítið dramatískt. Ég átti nefnilega svo góða vinkonu þarna úti þegar ég var barn, við vorum eins og samloka, alltaf saman í skólan- um og annaðhvort fór ég með henni heim á eftir eða hún með mér. Vorum ofboðs- lega náin. Allt í einu stóðum við frammi fyrir því að þurfa að skilja, hágrát- andi og lofandi hvort öðru því að sjást næsta sumar. Svo liðu þrettán og hálft ár þangað til við hitt- umst næst. Þá átti ég orðið fjölskyldu en dreif mig til Sví- þjóðar og hitti systur mína og þessa gömlu vinkonu.“ Þú hefur sem sagt fundið þína konu á Akureyri í millitíð- inni? „Já, ég fékk stóra lottóvinninginn haustið 1978, tæpri viku eftir að ég varð 16 ára. Þá byrj- uðum við Systa saman og erum búin að vera saman í 35 ár. Við eignuðumst dóttur tveimur árum síðar, þegar hún var sextán, var kasólétt í 9. bekk – dóttir yfirkennarans. Ég hef alltaf sagt: „Ef þú ætlar að gera skandal, þá hafðu hann almenni- legan!“ Ég kláraði menntaskólann fyrir norðan og fór síðan suður að læra ensku í háskólanum og bjó hjá mömmu. Það var haustið 1983. Ári síðar fluttu mæðgurnar suður. Ég ætlaði að klára háskólann og Systa hárgreiðsluna en við erum hér enn.“ Elsta dóttir Adolfs Inga heitir Elva Dröfn. Marinó Ingi er næstur og Þórkatla Ragna yngst. „Það liðu sextán ár á milli fyrsta og annars barns. Svo sex ár. Þá vorum við komin úr því að vera fárán- lega ungir foreldrar yfir í að vera næst- um eins og afi og amma þegar við vorum að sækja Þór- kötlu Rögnu á leikskólann,“ segir Adolf Ingi og sýnir mér mynd af þeim Systu með frumburðinn, þegar þau sjálf voru börn. Páll með frítt spil En aftur að Ríkisútvarpinu. Adolf Ingi telur ohf.-væðinguna hafa verið óheillaskref. „Páll Magnússon útvarpsstjóri sótti það stíft að RÚV yrði breytt í opinbert hlutafélag. Eftir það sýnist mér og fleirum að hann hafi fengið frítt spil til að reka það eins og eigið fyrirtæki. Andrúmsloftið hefur mikið breyst. Okkur var sagt frá upphafi að við ættum að sætta okkur við lægri laun en á frjálsa markaðinum af því að réttindin væru svo mikil. En þegar fyrir- tækið varð hlutafélag fuku rétt- indin út um gluggann. Eftir tutt- ugu og tveggja ára starf er ég með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ég var á fyrirframgreiddum laun- um þannig að í raun eru þetta tveir mánuðir og enginn biðlaunaréttur eins og fyrir breytinguna,“ lýsir hann. Ýmislegt fleira telur hann gagn- rýnisvert við stjórnun Páls á RÚV. Eitt af því er að dóttir hans, Edda Sif, skyldi vera þar við störf. „Bara svo það komi skýrt fram þá erum við Edda Sif náskyld og ég er búinn að fylgjast með henni frá fæðingu. Hún er flott, klár og dugleg stelpa og hefur staðið sig með sóma,“ segir hann. „Ég er hins vegar þeirrar skoðun- ar að á meðan pabbi henn- ar er æðsti stjórnandi Rík- isútvarpsins hafi hún ekki átt að vinna þar, sama hversu vel hún gerði. Öll upphefð hjá henni olli tortryggni þannig að hún var ekki í eðlilegri stöðu. Yfirmenn hennar voru ekki í eðlilegri stöðu því hvernig áttu þeir að tækla það ef eitthvað kom upp á? Samstarfsmenn voru ekki í eðlilegri stöðu heldur ef eitthvað gerðist milli þeirra og hennar, eins og dæmi sýndi. Páll virðist ótrú- lega blindur fyrir ýmsu sem snýr að honum. Ég held að ekkert eitt atriði hafi skaðað Ríkisútvarpið eins mikið og Audi-jeppinn sem hann hékk á eins og hundur á roði og var orðinn táknmynd spillingar og bruðls í þjóðfélaginu.“ 1980 Adolf Ingi 18 ára og Systa 16 með frumburðinn Elvu Dröfn.2010 Á EM í handbolta. MYND/EÁS 2005 Takið eftir hárinu. FRÉTTABLAÐIÐ HEIÐA 2007 Úbbs, hvert fór hárið? FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Fólk spurði bæði mig og konuna mína hvort ég væri hættur og hvað ég væri farinn að gera – sem ég hafði aldrei lent í áður, þar sem ég hafði troðið mér inn á heimili fólks reglulega.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.