Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 36
Sigríður Örnólfsdóttir hefur skýrt markmið með því að segja sögu sína. Sögu sem fáir eru tilbúnir til að deila með almenningi. „Ég segi hana ekki síst vegna fólks- ins sem þjáist vegna geðraskana af ýmsu tagi. Vegna þess að mér finnst að margt megi bæta,“ segir Sigríð- ur, sem sjálf er greind með geðklofa og á að baki ítrekaðar innlagnir á geðdeild. Sigríður hefur tvívegis verið nauðungarvistuð á sjúkrahúsi, en hún telur nauðsynlegt að breyta viðbrögðum kerfisins þegar fólk veikist alvarlega af geðsjúkdómum. Kennari, rithöfundur og miðill Sigríður starfaði lengst af sem aðstoðarleikskólastjóri, en einnig sem sérkennari á leikskóla. Hún hætti svo alfarið á vinnumarkaði fyrir tveimur árum. „Það fer svo mikil orka í þetta. Ég forðast til dæmis margmenni eins og í versl- unarmiðstöðvum,“ segir Sigríður, sem situr þó ekki auðum höndum, því í vikunni gaf hún út bókina Hrelli, sögu um umhverfisvernd fyrir börn. Sigríður ber einnig tit- ilinn fyrirbænamiðill og endur- útgaf nýverið heftið „Fyrirbæna- miðill segir frá“ þar sem hún lýsir lífsreynslu sinni og miðlunum að handan. Hófst með áfalli „Ég varð fyrir áfalli fyrir sautján árum þegar sonur minn, sem þá var átta ára, slasaðist lífshættu- lega,“ útskýrir Sigríður. Hún vakti yfir drengnum sínum í sex sólar- hringa án hvíldar og rekur upphaf veikinda sinna til þessara atburða. „Andlegar varnir mínar brotnuðu niður,“ segir hún. Sonur Sigríðar náði sér fljótt og nokkrum vikum síðar ákvað fjölskyldan að halda í sólarlandaferð til Spánar. Þá fann hún fyrst fyrir einkennum sjúk- dómsins þegar hún heyrði skyndi- lega raddir og sá sýnir sem aðrir sáu ekki. „Ég skildi ekki að mað- urinn minn sá hvorki né heyrði það sama og ég,“ segir Sigríður. „Radd- irnar voru yfirleitt neikvæðar og ógnandi, en það komu alltaf góðar og kærleiksríkar raddir með.“ Fyrsta innlögnin Þegar Sigríði hætti að lítast á blik- una bað hún um að vera lögð inn á sjúkrahúsið í nágrenninu. „Ég var samstundis sjúkdómsgreind með geðklofa og dópuð upp þannig að ég hélt ekki höfði, en skynjanirnar mögnuðust og urðu enn þá verri,“ segir Sigríður, sem var skelfingu lostin og hrædd um manninn sinn og barn. Þegar leið að heimför reyndist eiginmanni Sigríðar erfitt að fá leyfi sjúkrahússins til þess að útskrifa Sigríði. „Þetta er greinilega bara litið svo alvarlegum augum á Spáni að þeir ætluðu ekki að hleypa mér úr landi,“ segir Sigríður. Það hafðist þó að lokum en Sigríður var flutt á flugvöllinn í fylgd vopn- aðra lögreglumanna. „Ég var keyrð í hjólastól að flugvélardyrunum, svo sljó af lyfjum að ég hélt ekki höfði,“ segir Sigríður, sem undrað- ist mjög viðbúnaðinn vegna einnar meinlausrar konu. „Ég hafði ekki svo mikið sem lyft fingri á sjúkra- húsinu, og hef raunar aldrei gert,“ segir hún. Veikindin hafin Þegar heim var komið tók við lyfja- meðferð hjá geðlækni og erfitt tíma- bil þar sem Sigríður lagðist ítrekað inn á geðdeild. Hún var greind með geðklofa, geðrofssjúkdóm sem veld- ur ýmsum skyntruflunum sem oft leiða til fælni og félagslegrar ein- angrunar. Sjúkdómurinn er jafn algengur hjá konum og körlum, en karlar greinast oft fyrr á lífsleið- inni heldur en konur. „Ég var skelf- ingu lostin þegar ég heyrði haturs- fullu raddirnar. Ég kólnaði upp og fann fyrir verkjum,“ útskýrir Sig- ríður, sem segir mikilvægt að taka tillit til líðanar fólks í umgengni við það þegar það veikist. „Mér leið illa á geðdeildinni, enda voru innlagn- irnar allar stuttar. Ég komst upp á lagið með að leyna ástandinu til að komast fyrr út,“ segir Sigríður og segist oft hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsinu í sama ástandi og hún kom inn. Miðlar og dulræn málefni „Ég fór að leita upplýsinga og gerði mér grein fyrir að aðrir sáu hvorki né heyrðu það sama og ég,“ segir Sigríður, sem hóf að kynna sér dul- ræn málefni, þar á meðal rannsókn- ir Erlends Haraldssonar á reynslu Íslendinga af dulrænum fyrirbær- um. „Ég var skyggn sem barn og trúi því að raddirnar séu að hand- an,“ segir Sigríður, sem þrátt fyrir margra ára lyfjameðferð hætti aldrei að heyra raddir eða sjá sýnir. „Ég heyri þær ekki lengur þegar ég er innan um fólk. Í kringum mig er mikil vernd núna og ég hef ekki þurft að leggjast inn á geðdeild í tólf ár.“ Mannréttindabrot! Lyfjameðferð við alvarlegum geð- sjúkdómum fer gjarnan fram með reglubundinni lyfjagjöf með svo- kallaðri forðasprautu. Sigríður mætti á sjúkrahúsið á nokkurra vikna fresti til þess að fá lyfin sín. „Einn morgun sótti eitthvað að mér og ég fann að það var ekki allt í lagi. Ég söng mikið og móðir mín sem var í heimsókn tók bara undir með mér. Síðar um daginn keyrði ég á spítalann og sat á biðstofunni þegar ég brýst út í söng aftur. Ég söng Ísland úr Nató, herinn burt!“ Hún segir að reynt hafi verið að þagga niður í henni og henni sagt að það gengi ekki að syngja svona. Að lokum kom læknir til hennar og sagðist vilja leggja hana inn. „Ég var færð inn í lokað herbergi þar sem ég hóf að rífa mig úr fötunum því ég espaðist öll upp við tilhugs- unina um að það ætti að leggja mig inn,“ segir Sigríður. Hún var lögð í rúm og haldið niðri á meðan hún var sprautuð niður. „Ég sló ekki frá mér, en þegar þeir komu með sprautuna kallaði ég: Mannréttinda- brot! Mannréttindabrot! Mannrétt- indabrot!“ Í sprautunni voru lyf sem höfðu róandi áhrif. „En engin lyf hafa haft áhrif á skynjanir mínar,“ segir Sigríður. Nauðungarvistuð í annað sinn Veikindum Sigríðar var hvergi nærri lokið og nokkru síðar var hún nauðungarvistuð í annað sinn. „Ég var heima í eins konar trans- ástandi. Þá er maður svolítið lok- aður,“ segir Sigríður og brosir út í annað. „Þá er maður mikið lokað- ur,“ leiðréttir hún, „og ekki auðvelt að ná til manns. Eiginmaður minn hafði áhyggjur af mér svo hann hafði samband við geðlækni. „Geð- læknirinn kom heim til Sigríðar til að kanna líðan hennar og komst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að leggja hana inn. Sigríður er í dag ekki sammála því að það hafi verið nauðsynlegt, að minnsta kosti ekki á þann hátt sem það var svo gert. „Ég var ekkert ógnandi eða hótandi. Ég var bara með skynj- anir sem ég var að fara í gegnum,“ útskýrir hún. Hún segist hafa allt viljað gera til að fara ekki aftur á geðdeild, sem hún segir hafa verið helvíti á jörð fyrir sig. Lögreglan mætir Lögreglan mætti stuttu síðar. „Ég streittist á móti og það eina sem ég sagði var „bíddu“ því ég vildi tefja þetta aðeins. Finna betri lausn. En ég var dregin út í lögreglubílinn og hent í gólfið. Á meðan ég lá þar fann ég fyrir miklum þrýstingi í líkam- anum og missti svo meðvitund.“ Á leiðinni sátu tveir lögreglumenn og læknir yfir henni. Þegar á sjúkra- húsið var komið rankaði hún við sér. „Ég var þá laus úr transinum og orðin skýr og róleg. Samt sem áður var ég sprautuð niður. Þegar ég sá sprautuna kallaði ég aftur hátt og skýrt: Mannréttindabrot!“ „Það gæti kviknað í!“ Það verður fátt um svör þegar Sigríður er spurð að því hvort hún hafi fengið skýringar á nauðung- arvistununum. „Mér var bara sagt að ég væri mikið veik,“ rifjar Sig- ríður upp. „Ég man að einn lækn- ir sagði við mig: „þú ert alltaf að kveikja á kertum. Það gæti kvikn- að í!“ sem mér þótti heldur skrít- ið því ég lenti í eldsvoða sem barn og er mjög eldhrædd. Ég hafði þá alltaf kveikt á einu kerti hér heima sem var í skotheldum umbúðum,“ segir Sigríður, sem kann ekki frek- ari skýringar á þessari athuga- semd en hún rímar vel við þá til- finningu margra geðsjúkra að í þeirra tilviki er eðlileg hegðun stundum álitin óeðlileg, eingöngu vegna veikindanna. Gefa ætti meiri tíma Þegar Sigríður er spurð um hvað hún hafi lært og hvernig megi bæta aðstæður geðsjúkra sem eru nauðungarvistaðir segir hún að auka megi samtal og hlustun. „Mér finnst að það hljóti að vera hægt að gefa meiri tíma, reyna að komast að því hvað er að kvelja viðkomandi,“ segir Sigríður hugsi. Hún nefnir aðferð sem notuð hefur verið í Finnlandi og gengur út á að nota samtal þegar upp koma bráða- tilvik hjá geðsjúkum. Þá er fjöl- skyldan kölluð saman, málin rædd og reynt að komast að rót vandans. „Nauðungarvistun getur verið nauðsynleg í einhverjum tilvik- um og þau mál eru mörg og mis- munandi, en það er óþarfi samt að hreyta harkalega í fólk þegar því líður svona hrikalega illa og er í dýpstu örvæntingu,“ segir Sig- ríður, sem þakkar börnum sínum þremur að hún komst í gegnum veikindin. „Þau sýndu alltaf svo mikla ást á móður sinni og stuðn- ing á hverju sem gekk.“ Kláraðu jólagjafa- kaupin á einum stað. Í Bóksölu stúdenta finnur þú meira en þig grunar. í Bóksölu stúdenta Háskólatorgi - www.boksala.is Vopnaðir verðir og lögregluvald Sigríður Örnólfsdóttir var í tvígang nauðungarvistuð í langvinnri baráttu við geðsjúkdóm, sem hófst fyrir sautján árum í kjölfar þess að ungur sonur hennar lenti í lífshættu. Hún veiktist fyrst í sólarlandaferð á Spáni og var samstundis greind með geðklofa og lokuð inni. Þegar kom að heimför fylgdu vopnaðir lögreglumenn henni að flugvélardyrunum. Eva Bjarnadóttir eva@frettabladid.is NAUÐUNGAR VISTUÐ Leik- skólakennarinn Sigríður Örnólfs- dóttir þakkar börnunum sínum að hún komst í gegnum áralanga baráttu við andleg veikindi. | FRÉTTASKÝRING | 14. desember 2013 LAUGARDAGUR36 21 3 4 5NAUÐUNGARVISTANIR GEÐSJÚKRA Dag einn lá ég í sólbaði í hótelgarðinum. Mér verður litið upp á einar svalirnar á hótelbyggingunni. Ég sé þar tvo menn í hermannaklæðum miða byssum í átt til mín. Sýnin hvarf og hugsunin „morðingjar“ flaug í gegnum hug mér. Ég hristi höfuðið yfir þessu og hugsaði ekki meira um þetta. Eitt sinn var ég ein í hótelíbúðinni og hafði lagt mig. Heyri ég þá karl- mannsrödd lýsa því í smáatriðum hvernig verið væri að myrða mann minn og barn. Höfðagaflinn á rúminu var upp við vegg á næstu íbúð og fannst mér röddin berast þaðan. Bleikrauðu geislana sá ég áfram. Nokkru síðar vorum við inní búð að skoða. Heyri ég þá hlýja og hljómmikla rödd karlmanns „Ekki er allt sem sýnist, halt þú ró þinni.“ Ég róaðist nokkuð við þetta en maðurinn minn var farinn að hafa verulegar áhyggjur af mér. Úr heftinu „Fyrirbænamiðill segir frá“ sem Sigríður gaf fyrst út árið 2001 . ➜ Fyrstu sýnir Sigríðar komu á Spáni Síðar um daginn keyrði ég á spítalann og sat á biðstofunni þegar ég brýst út í söng aftur. Ég söng Ísland úr Nató, herinn burt!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.