Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 40
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Gata, Austurey, Færeyjar, Eivør og færeysk tónlist Höfundur: Jens Guðmundsson Útgáfa: Almenna útgáfan/Bóka- útgáfan Æskan Fjöldi síðna: 177 bls. Vegna mikils aldursmun-ar á Eivöru og systkin-um hennar var hún eins og einbirni á æskuárum.„Þegar gengið er upp fjallið fyrir ofan Götu er á sem kallast Dunnuhylurin. Þar var ég alltaf að leika mér. Fór með allt dótið mitt þangað. Dúkk- urnar og það allt. Þetta er falleg og lítil á, hættulaus fyrir krakka. Ég var oftast þar ein að leika mér. Stundum var Unn með mér. Ég bjó mér til ævintýraheim í ánni. Bræður mínir eru svo miklu eldri en ég og systur mínar voru ekki fæddar svo að ég var mikið ein. Ég minnist þess að hafa horft í ána og séð fyrir mér ævintýra- heim. Ég sá steina í ánni fyrir mér sem borg. Einn steinninn var skápur. Ofar í ánni var eitthvað annað og neðar í ánni eitthvað allt annað.“ Unn Laksá er æskuvinkona Eivarar og jafnaldra. Það var steinsnar á milli heimila þeirra í Götu. Eivör undi sér alveg jafn vel ein eins og í félagsskap ann- arra krakka. Hún var sjálfstæð og sjálfri sér næg. Hún hafði yndi af því að fara upp í fjöllin, snúa við steinum og búa sér til ævintýra- heim úr öllu með fjörugu ímynd- unarafli. Alltaf berfætt. Enn í dag sækir Eivör í að vera berfætt. Hún fer varla á svið nema berfætt. Þannig finnur hún jarðtengingu. Kannski var það í leikjum við Andapollinn (Dunnuhylurin) sem sterk tengsl Eivarar við náttúruna mynduðust og mótuðust. Sædís móðir Eivarar lýsir ungu stelpunni ekki sem snyrtilegri eða kvenlegri einsog hún er nú. „Hún var strákastelpa. Hún göslaðist í öllu: Veiddi fisk og spil- aði fótbolta. Hún var rosalega orkumikil. Alltaf syngjandi og dansandi. Hún var elsta barnið í minni fjölskyldu. En líka vegna þess hvar hún er í systkinaröð fékk hún mikla athygli. Hún var vön að troða upp á fjölskyldu- skemmtunum, í afmælum, brúð- kaupum og slíku.“ Skrautlegur fótboltaferill Þegar Eivör var tólf ára ákvað hún að leggja knattspyrnu fyrir sig. Hún fékk sér atvinnumanns- búning og fór að keppa utan Götu. Hún var góð í fótbolta. Það vant- aði ekki. Hins vegar kom í ljós að frjálsleg túlkun hennar á reglum átti ekki heima í alvöru boltaleikj- um. Gul og rauð spjöld einkenndu stuttan knattspyrnuferil. Fyrsta heimsókn Eivarar til Íslands var keppnisferð til Vest- mannaeyja. Þar bar kappsemi hana enn og aftur ofurliði. Í ati fyrir framan markið gleymdi Eivör sér. Hún greip boltann með höndunum og þrykkti honum í mark. Rauða spjaldið, sem dóm- arinn sýndi henni í kjölfarið, batt enda á fótboltaferilinn. Það var fullreynt að fótboltareglur og Eivör áttu ekki samleið. Vilji til að leggja sig alla fram hefur aftur á móti komið sér vel í tónlistinni. Ekki síður en takmarkað umburð- arlyndi gagnvart reglum. Það kom Sædísi á óvart hvað Eivör var herská á fótboltavellin- um. „Þessi kappsemi Eivarar hefur hvergi birst af sömu hörku á neinu öðru sviði. Hún er alltaf svo róleg og ljúf á öllum öðrum sviðum. Það er aðeins á fótboltavellinum sem hún verður svona áköf og grimm.“ Í vinsælli bandarískri gaman- mynd með Íslandsvininum Ben Stiller, Meet the Fockers, segir CIA leyniþjónustumaður (leikinn af Robert De Niro) eitthvað á þá leið að á fótboltavellinum opin- berist hinn raunverulegi persónu- leiki keppenda. Sædís fullyrðir að Eivör hafi aldrei verið til vandræða. „Aldrei. Aldrei nokkurn tíma. Hvorki sem barn né unglingur eða síðar. Hún er alltaf þægileg og meðfærileg. Það eru aldrei nein vandræði hjá henni. Henni lyndir vel við alla. Henni samdi vel við öll skólasystkini, kennara og aðra sem hún umgekkst í æsku. Alltaf glað- vær, jákvæð og hamingjusöm. Hún á gott og kærleiksríkt samband við alla í fjölskyldunni og heldur sambandi við gamla vini. Hún er mikill Færeyingur og heldur góðu sambandi við alla. Líka þegar hún dvelst erlendis.“ Eivöru þótti mjög spennandi að hefja grunnskólagöngu. Móð- uramma hennar prjónaði á hana peysu. Það er siður í Færeyjum að börn fái nýja peysu í byrj- un hvers skólaárs. Grunnskólinn í Götu er í Götukleif, mitt á milli Suðurgötu og Norðurgötu. Skól- inn hýsir einnig nemendur úr nágrannaþorpinu Leirvík. 8 til 25 nemendur eru í hverjum bekk. Eivör var ágætur námsmaður og áhugasöm um námið fyrstu árin. En hún vildi gjarnan fara aðrar leiðir en kennarar skipulögðu. „Eftirlætisfög mín í skólanum voru þau sem sneru að sköpun. Fönd- urtímar voru skemmtilegastir. Mér þótti vera of lítið af svoleiðis fögum. Það var svo gaman að búa til eitt- hvað úr pappír eða leir. Ég var hepp- in með kennara. Hann leyfði mér að hafa frjálsar hendur við að gera það sem mig langaði til þó að það væri ekki nákvæmlega það sem átti að gera. Ég vildi svo oft gera eitthvað allt annað. Sem dæmi þá áttum við að búa til diskamottur úr tréklemm- um en ég vildi gera hálsmen. Í þriðja bekk byrjuðum við að læra dönsku. Mér þótti danska ekki skemmtileg en ég er samt mikið gefin fyrir tungumál. Mér þótti spennandi að læra færeysku. Það var skemmtilegt að fá betri skiln- ing á móðurmálinu og læra fleiri færeysk orð. Teikning var ekki kennd í skól- anum en það var mikið teiknað heima hjá mér. Pabbi var alltaf að teikna og mála. Hann flaggaði því aldrei út fyrir fjölskylduna. Hann notaði teikningar til jólagjafa og slíkra hluta. Pabbi veitti mér mik- inn innblástur varðandi teikningu og texta og fleira. Ég hef samið lög við mörg ljóða hans en þau hafa reyndar aldrei endað á plötu. Þar er aðallega efni eftir mig sjálfa. En ég á eftir að syngja eitthvað eftir pabba á plötu. Það er alveg klárt. Teikning er almennt ekki kennd í færeyskum barnaskólum nema þá undir faginu föndur. Þannig var það að minnsta kosti þegar ég varí skóla. Þá var einnig lítið um tón- listarkennslu í grunnskólum. Það var engin tónlistarkennsla í Götu. Núna er hins vegar komið betra kerfi en var þar sem skapandi fögum er betur sinnt en áður. Ég saknaði þess mikið þegar ég var í skóla hvað lítið var lagt upp úr skapandi verkefnum.“ Aldrei hefðbundnar leiðir Unn var sessunautur Eivarar í skólanum. Þær voru eins og sam- lokur: „Það er ekki hægt að segja að við Eivör höfum verið hljóðlátar í skólanum og læðst með veggj- um. Við fífluðumst mikið, grín- uðumst og sprelluðum. En ekkert til mikilla vandræða. Ég var stillt stelpa í skólanum. Eivör var ekki alveg eins prúð. Hún var miklu uppátækjasamari en ég. Hún fer aldrei hefðbundnar leiðir og gerði það ekki heldur sem krakki. Ég tók þó alltaf þátt í uppátækjum Eivar- ar og tók líka ábyrgð á því sem við gerðum.“ Unn kannast við að þær stöllur hafi einstaka sinnum farið gróf- lega yfir strikið og brotið af sér. Þegar Unn nefnir það fljúga fyrir hugskotssjónum bernskubrek íslenskra krakka svo sem innbrot í verslanir og inn á heimili, brotn- ar rúður og önnur skemmdarverk. Unn rifjar upp grófasta dæmið um óþekkt þeirra Eivarar. Það var af allt öðru tagi: „Það var þegar heimilishund- urinn heimsótti mig í skólann. Hundar mega ekki ganga lausir í Götu. Ég þurfti því að fara með hundinn heim. Eivör fylgdi okkur og tók alla krakkana í bekknum með. Kennarinn varð afar ósátt- ur. Okkur tókst einhvern veginn að kjafta okkur út úr þessu og það urðu engin eftirmál. Eivör var vinsæl í skólanum. Það bar kannski ekki mjög mikið á henni allra fyrstu árin. En hún var farin að syngja í rokkhljómsveitinni Reverb þegar hún var í sjötta eða sjöunda bekk. Í Reverb voru einn- ig Ólavur, síðar í hljómsveitinni Gestum, Knút Háberg Eysturstein og Högni Lisberg. Reverb fékk aðstöðu í félagsheimili í Götu til að æfa og spila. Reverb hélt aldrei formlega hljómleika. Þau æfðu mikið og þegar krakkarnir í Götu söfnuðust þarna saman til að fylgj- ast með þá breyttust æfingarnar í eins konar hljómleika. Eivör hefur alltaf verið miðdep- illinn þar sem hún er. Þetta sést vel á ljósmyndum. Þar er hún að dansa eða syngja eða gera eitthvað svo að öll athygli er á henni. Engu að síður hefur hún aldrei sóst eftir athygli. Hún er ekki athyglissjúk. Langt í frá. Hún er bara lífsglöð, ófeimin og fædd skemmtikraftur.“ Meðal laga, sem Reverb æfði, var Times They Are a-Changin´ og fleiri lög eftir Bob Dylan. Eivör komst í plötur Dylans heima hjá foreldrum Unnar. Hún er enn að hlusta á Bob Dylan og sækir tón- leika með honum hvenær sem færi gefst. Aldrei verið til vandræða Í nýrri bók um Eivöru Pálsdóttur fjallar Jens Guðmundsson meðal annars um æsku söngkonunnar á heimaslóðum í Fær- eyjum, fjölmennan frændgarð á Íslandi og persónuna á bak við röddina. Fréttablaðið grípur hér niður í bókina. EIVÖR „Ég var stillt stelpa í skólanum. Eivör var ekki alveg eins prúð. Hún var miklu uppátækjasamari en ég. Hún fer aldrei hefðbundnar leiðir og gerði það ekki heldur sem krakki,“ segir Unn Laksá, æskuvinkona og jafnaldra Eivarar. MYND/SEM JOHNSSON Ég saknaði þess mikið þegar ég var í skóla hvað lítið var lagt upp úr skapandi verkefnum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.