Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 54
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 54
BESTU ÍSLENSKU PLÖTURNAR 2013
Fréttablaðið leitaði til valinna sér-fræðinga til þess að komast að því hverjar eru bestu plötur árs-ins 2013. Átján manns skiluðu inn listum yfir bestu íslensku plöturn-ar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk
og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan
sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær
5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig
koll af kolli.
Atkvæði álitsgjafanna skiptust jafnar í ár
en oft áður og aðeins munar einu atkvæði á
plötunum í fyrsta og öðru sæti annars vegar
og þeim í þriðja og fjórða sæti hins vegar.
Athygli vekur að frumraunir listamanna
eða hljómsveita eiga drjúgan hlut af efstu
sætunum í ár, en Grísalappalísa, Drangar,
Cell 7 og Samaris sendu öll frá sér sínar
fyrstu breiðskífur á árinu þótt sumir með-
limir þar innanborðs eigi að baki mörg ár
í tónlistarbransanum. Árangur Grísalap-
palísu verður að teljast sérlega glæsilegur,
en sveitin nær þriðja sæti listans með sinni
fyrstu plötu.
Nokkrar fyrirspurnir bárust frá álitsgjöf-
um um það hvort plata Johns Grant, Pale
Green Ghosts, flokkaðist sem íslensk plata
þar sem hún var unnin á Íslandi og með
íslensku tónlistarfólki og er meðal annars
tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í
ár. Ákveðið var að telja þá plötu til erlendra
verka í þessari umfjöllun. Val álitsgjafa á
bestu erlendu plötum ársins verður kynnt í
næstu helgarútgáfu Fréttablaðsins.
Mammút með
bestu plötu ársins
Komdu til mín svarta systir, þriðja breiðskífa Mammút sem margir hafa beðið
lengi eftir, er besta íslenska plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins.
Kveikur Sigur Rósar er afar skammt undan í öðru sæti og Grísalappalísa nær
þriðja sætinu í fyrstu atrennu.
1 MAMMÚTKOMDU TIL MÍN SVARTA SYSTIR28 STIG 2 SIGUR RÓSKVEIKUR27 STIG
3GRÍSALAPPALÍSAALI23 STIG 4 SIN FANGFLOWERS22 STIG
5 DRANGARDRANGAR19 STIG 6 EMILÍANA TORRINI TOOKAH15 STIG
7 TILBURYNORTHERN COMFORT13 STIG 8 CELL 7CELLF 12 STIG
9 SAMARISSAMARIS10 STIG 10./11. BENNI HEMM HEMM
ELIMINATE EVIL, REVIVE GOOD TIMES
9 STIG
10./11.
JUST ANOTHER SNAKE CULT
CUPID MAKES A FOOL OF ME
9 STIG
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
1
Mammút
Komdu til mín
svarta systir
Plötur
2012
2
Sigurrós
Kveikur
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI