Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 64

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 64
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 FJÖLSKYLDUKONA Um helgina ætlar Lalla að sinna jólaundirbúningi heima og njóta lífsins með þremur sonum sínum. Í kvöld er spilakvöld hjá fjölskyldunni með bróður Löllu og hans fjölskyldu. MYND/DANÍEL Ég er opin með mína trú og hef ekkert að fela. Ég er með þetta prestshjarta og langar að þjóna og hjálpa öðrum,“ segir Lalla sem tók lifandi trú þegar hún varð 25 ára og hélt utan til Bandaríkjanna þar sem hún lauk meistaraprófi í guðfræði. Að námi loknu starfaði Lalla sem prestur í Boðunarkirkjunni en vinnur nú við kristilega samskiptaþjálfun og pararáðgjöf. „Í sögu heimsins hefur aldrei verið jafn mikið um hjónaskilnaði og nú. Af öllum skilnuðum sem fram fara sækja konur í 85 prósent tilvika um skilnað vegna þess að þær fá ekki tilfinningalega svörun í hjónabandi sínu og finnst mað- urinn ekki skilja sig,“ segir Lalla sem hefur rannsakað samskipti kynjanna í árafjöld og hefur vakið athygli fyrir pistla sína um sam- skipti kynjanna og kristna trú á YouTube. „Margir eiga mjög brotið líf vegna erfiðra samskipta í hjóna- bandi og samböndum og sjálf hef ég upplifað skilnað sem var sársaukafyllsta reynsla sem ég hef gengið í gegnum. Því veit ég af eigin reynslu að persónulegt líf og hjónaband skiptir mestu í daglegri tilveru fólks og þegar það tvennt er ekki í lagi þýðir lítt að prédika um annað. Það er hjartað sem þarf að vera heilt,“ segir Lalla. SYNDIR HAFA ÁHRIF Lalla er dóttir Ólafs Laufdal og Kristínar Ketilsdóttur sem ráku skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland á árum áður. „Ég byrjaði fjórtán ára að vinna á skemmtistöðum foreldra minna og lærði til þjóns. Á sama tíma var ég saklaus unglingur og óneitan- lega sérstakt að eiga mestallt líf sitt inni á skemmtistöðum. Ég er þakklát fyrir þá lífsreynslu; ég full- orðnaðist við það að mörgu leyti, lærði að taka ábyrgð og sá inn í heim fullorðinna sem var mikill skóli,“ segir Lalla sem var mjög trúuð á æskuárunum. „Þegar unglingsárunum sleppti var ég andlega leitandi og sótti mikið til miðla og spákvenna. Síð- ar fann ég sterka þörf til að snúa mér að Biblíunni og fór á Biblíu- námskeið þar sem ég heillaðist af boðskap hennar, var tilbúin og hef ekki snúið aftur.“ Lalla segir trúna vera þröngan veg að feta. „Margir halda að syndir þeirra hafi engin áhrif. Dæmi um slíkt er framhjáhald sem margir halda að komist ekki upp en þegar upp er staðið eyðileggur það sálina og grefur undan persónuleikanum, hjónabandinu, fjölskyldunni og öllu öðru. Lausnin felst í að viður- kenna syndirnar og vinna með hjartað. Í dag eru margir uppteknir í líkamsrækt en ég vinn með tilfinn- ingalegt heilbrigði og finnst tími til kominn að sinna sálinni líka, skoða hvað þar er að gerast og af hverju svo mörgum líður illa.“ KYNLÍF LÍMIR EKKI KARLA Löllu er umhugað um velferð kvenna. „Konur eru miklar tilfinninga- verur með flögrandi tilfinningar á meðan karlar setja tilfinningar sínar í box. Þær leita að tilfinn- ingalegri nálægð við karlmenn en þegar þær ná ekki að heilla þá tilfinningalega nota þær líkama sinn sem lím og bjóða honum kynlíf í trú um að gott kynlíf haldi manninum hjá þeim. Það gæti ekki verið meiri misskilningur því karlmenn tengja ekki kynlíf og til- finningar saman til að byrja með. Þeir geta fengið fullkomna útrás í kynlífi án þess að vera ástfangnir en þegar kona stundar kynlíf með karli gerist eitthvað efnafræðilegt hjá henni, hún fellur fyrir honum og verður tilfinningalega háð honum,“ segir Lalla og leggur til að konur reyni að tengjast körlum tilfinningalega til að fá þá aðdáun og virðingu sem þær eiga skilið. „Það er hagstætt fyrir karla að geta fengið ódýrt kynlíf og labba svo burt á þeim forsendum að þeir séu ekki tilbúnir í samband. Því segi ég að konur eigi ekki að gefa kynlíf nema samningur sé á borðinu og hjónaband í vændum. Konur vita líka að kynlíf er ekki svarið. Þær þurfa að heiðra eigin tilfinningar og fyrst þá eru þær komnar með gullpálmann í hendur því allir karlmenn vilja vera með þannig konu.“ Að sögn Löllu er tilfinninga- heimur karla og kvenna gjörólíkur. „Mesti misskilningur á milli kynja er að konur koma fram við karla eins og þeir séu konur og karlar við konur eins og þær séu karlar. Mörg hjón eru gift í áratugi en tala aldrei saman því þau kunna ekki að nálgast hvort ann- að. Kynin eru tvö með ólíka tilfinn- ingalega tjáningu og hana þarf að kenna. Lífið er gott þegar maður á í ástarsambandi sem gefur tilfinn- ingalega svörun en margir fá ekki þann skilning hjá mökum sínum og eru því rosalega einmana, ekki síst karlar. Konur nota vinkonur sínar og hætta að tala við menn- ina en það er mjög misráðið því helgast af öllu er hjónabandið og þar á mesta nándin að vera.“ DROTTNING Í STAÐ BETLARA Lalla er jafnréttissinni en segir konur þurfa að leyfa sér að vera konur. „Við þurfum að hætta að vera töff og senda í staðinn út skila- boð um að við séum konur og það eigi að koma fram við okkur eins og konur. Konur geta allt sem þær vilja en geta aldrei orðið eins og karlar. Þær eru hamingjusamar þegar þær leyfa karlinum að vera leiðtoginn á heimilinu. Þegar hann er sterkur nýtur hann virðingar og þær laðast meira að honum kynferðislega. Á móti missa þær virðingu fyrir körlum þegar þær ná að sveigja þá, stjórna, skipa og stýra. Með þessu er ég ekki að segja konum að vera undir- gefnar og hlýðnar og í raun hjálpa ég körlunum frekar að vera ekki of undirgefnir því konur taka alls staðar stjórnina.“ Lalla segist þakklát fyrir að hafa átt þátt í að bjarga hjónabönd- um og samböndum og upplifa þegar kona breytist úr því að hafa brotna sjálfsmynd yfir í að líða sem drottningu. „Ef kona gefur sig ódýrt og betl- ar ást einhvers er hún lítið annað en betlari. Hún þarf að læra að vera drottning og þá kemur rétti maðurinn til hennar.“ Fróðleikur og upplýsingar um námskeið og ráðgjöf Löllu Laufdal er á Facebook, undir Samskipta- formúlan og Aðdráttarafl kvenna. ■ thordis@365.is HAMINGJA KVENNA KÆRLEIKUR Ragnheiður Ólafsdóttir er Lalla Laufdal; kristniboði og prestur með áherslu á heilbrigð samskipti kynjanna. Hún segir hjónabandið heilagt. Nýtt - rafmagns lyftistólar Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Rafmagns lyftistólar með skemmal Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Tel: +354 517 4300 | www.geysirbistro.is SALTFISKUR Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 Vefverslun: www.spilavinir.is - sendum um allt land Við aðstoðum þig við að velja spilin. Einar einstaki kemur í búðina og sýnir einstök töfrabrögð (en ekki hvað!). —> Kl. 12 og 15:30 Úrvalið er hjá okkur! Se nd um um al lt l an d ww w. sp ila vin ir.i s 8+ 2-12 30+ 15% afsláttur 14.-15. des.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.