Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 94

Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 94
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 66 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar Útgefandi: Opna Fjöldi síðna: 232 bls. Meðan á Íslandsdvöl Árna Magnússonar stóð 1702-1712 var aðalaðsetur hans í Skálholti, og þar fann hann dag einn árið 1703 forna biskupshúfu úr kaþólsk- um sið. Auðvelt er að ímynda sér undrun Árna þegar hann uppgötvaði að styrktarhólkurinn undir slitnu silkifóðrinu var gerður úr gömlum handritsblöðum og honum hefur án efa verið skemmt þegar hann komst að því að þau höfðu að geyma ver- aldlegar frásagnir af heitum ástum ungra elskenda. Þetta voru tvö tvinn úr fallegu tvídálka skinnhandriti. Þau eru tilsniðin í sama þríhyrnings- form og stærð svo það hefur verið hægt að sauma þau saman á hliðun- um til að móta millifóðrið í biskups- mítrið. Máleinkenni sýna að hand- ritið er skrifað í suðvestanverðum Noregi um 1270. En hvernig gátu blöð úr norsku handriti endað í íslenskri biskups- húfu? Ísland heyrði fram til sið- breytingar undir erkibiskupsdæmið í Niðarósi (Þrándheimi), og biskups- efni varð að fara til Niðaróss til að taka við embættistáknum sínum. Menn hafa því látið sér detta í hug að húfa þessi hafi verið saumuð í Niðar- ósi eftir máli, sennilega kringum árið 1500, en ekki hefur tekist að eigna hana ákveðnum biskupi. Sé blöðunum haldið upp í birtuna sjást greinileg nálarför í bekkjum og blómum, svo það liggur við að hægt væri að endur- gera útsauminn. Á Þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn má sjá nokkurn veginn hvernig hann hefur litið út. Þar er til sýnis annað biskupsmítur úr Skálholti frá byrjun 16. aldar. Vitað er að það var selt á uppboði árið 1802 ásamt öðrum munum úr eigu biskups- stólsins sem lagður var niður árið 1797, og að það var Skúli Thorlacius jústitsráð og rektor Frúarskóla sem gaf Nefnd til varðveislu fornminja mítrið árið 1813. Nú gætu menn ef til vill haldið, eins og algengast er um brot, að afgangurinn af handritinu væri týndur, en sú er ekki raunin um biskupshúfubrotið. Handritið sem það er úr er nú varðveitt í Uppsölum (DG 4–7 fol.), eftir viðkomu í Kaupmannahöfn (og Sórey). Danski sagnfræðingurinn Stefan Stephan- ius (sjá bls. 38) fékk það nefnilega frá Nor- egi um 1630, lét binda það inn og skrifaði í það efnisyfirlit á latínu. Stephanius lést árið 1650 og nokkrum árum eftir andlát hans keypti sænski aðalsmaðurinn Magnus Gabriel de la Gardie handritasafn hans og gaf háskólabókasafninu í Uppsölum. Af upp- haflegu handritsblöðunum 56 virðist fjórð- ungur hafa glatast, og af síðasta kverinu, sem tekið var efni úr í biskupshúfuna, eru aðeins tvö blöð eftir. Handritið telst vera elsta og merkasta norska handritið sem geymir riddarabókmenntir. Lengsti textinn í bókinni eru svonefndir Strengleikar, þýð- ing á norrænu í óbundnu máli á 21 lais sem eru riddaraleg ástarljóð ort á fornfrönsku. Nokkur þeirra eru eignuð Marie de France sem uppi var á tólftu öld. Ein af sögunum sem biskupinn bar óaf- vitandi á höfði sér fjallar um riddarann Grelent og dálæti hans á konu sem er fegurri en sjálf drottn- ing landsins. Strengleikar, sem aðeins eru til í þessu eina handriti, voru eins og fleiri fulltrúar evrópskra riddarabókmennta þýddir að frumkvæði Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs (1217-1263). ➜ Handritið telst vera elsta og merkasta norska handritið sem geymir riddarabókmenntir. Lengsti textinn í bókinni eru svonefndir Strengleikar– riddaraleg ástarljóð ort á forn- frönsku. ÚR BISKUPSHÚFU BISKUPSHÚFA Villa Bergshyddan Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi.Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni í eina eða tvær vikur á árinu 2014. Dvalargjald fyrir eina viku eru 800 sænskar krónur. Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Einnig er hægt að skila umsókn rafrænt í gegnum heimasíðuna www.stockholm.se/nordisktsamarbete Nánari upplýsingar veitir Auður Halldórsdóttir verkefnastjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. audur.halldorsdottir@reykjavik.is og Hanan Haidari hjá Stokkhólmsborg netf. hanan.haidari@stockholm.se Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2014 til: Stockholms Kulturförvaltning, Nordiskt kultursamarbete, Hanan Haidari, Box 16113 SE - 103 22 Stockholm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.