Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 96
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 68 Hvern langar ekki til þess að geta sett saman eigin teiknimyndasögu? PhotoComic er svarið. Um er að ræða skemmtilegt smá- forrit þar sem þú getur búið til þína eigin teiknimyndasögu með tilheyrandi gleði og skemmtun. Þú getur sótt myndir sem eru vistaðar á iPad-num eða iPhone-inum þínum og sett þær upp í skemmtilega teiknimynda- sögu. Þú ræður því alfarið hvernig þú setur teiknimyndasöguna upp. Í smáforritinu er hægt að velja um hversu margar myndir eiga að vera í myndasögunni og hvernig þær eiga að vera uppsettar. Þegar þú hefur ákveðið myndirnar geturðu skrifað inn texta í hugsunarský og fleira. Þá er einnig hægt að setja inn flottar texta- myndir eins og oft sést í teiknimyndasögum þar sem á stendur til dæmis „Boom!“ og „Bang!“ og þess háttar. Þegar teiknimyndasagan er tilbúin er hún vistuð og þá er hægt að nálgast hana í smáfor- ritinu „Photos“ þar sem allar myndir iPad-sins vistast. Í PhotoComic er einnig flýtileið þar sem þú getur sent teiknimyndasöguna þína með tölvupósti eða deilt henni á samskipta- miðlunum Facebook og Twitter þannig að fleiri geti notið sköpunarhæfni þinnar. Þá getur PhotoComic einnig verið sniðugt til þess að hjálpa fólki að tjá tilfinningar sínar í gegnum teiknimyndasögu. Það kostar 0,99 dollara. PhotoComic Dreymir um að vinna einhvern í sjómanni Yfirheyrslan Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé alltaf að. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Hversu sterkar skoðanir ég hef á hinu og þessu. Mér til varnar þá eru þær yfirleitt vel ígrundaðar. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Nú síðast bíómynd frá Suður- Kóreu sem nefnist Crescent Moon. 4 Hvað gerir þig reiða? Ósanngirni og ill meðferð á minni máttar. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Allt sem er yfirgengilega fáránlegt, sérstaklega ef það á sér stað við hátíðleg tækifæri. Sem dæmi má nefna þegar Darth Vader birtist aftast í göngu presta að Dómkirkjunni fyrir nokkrum árum og svo núna nýlega falski táknmálstúlkurinn á minningarathöfn Mandela. 6 Hvað fer mest í taugarnar á þér? Of langir fundir. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Fyrsti hlátur barnanna minna. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Ligg og hugsa um söguþræði. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotin í? Ég get nú ekki sagt að frægt fólk heilli mig neitt sérstaklega. En mér þykir George Clooney fallegur maður. 10  Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíó-mynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Ætli ég myndi ekki taka bókina „Veiðar og veiðar- færi“ eftir föðurbróður minn heitinn, Guðna Þorsteinsson, í von um að ég gæti aflað fisks. Platan yrði „Þar sem himin ber við haf“ með Jónasi Sigurðssyni og Lúðrasveit Þorlákshafnar en bíómyndin yrði bara einhver nógu djöfulli löng. Fimm tíma mynd Fritz Lang, „Dr. Mambuse the Gambler“, kæmi fyrir vikið vel til greina þó ég hafi nokkrum sinnum gefist upp á henni til þessa. En þar sem ég myndi aldrei endast lengi ein á eyðieyju gæti ég allt eins bara gripið eitthvað af handahófi hvað allt þetta þrennt varðar. 11  Hver er fyrsta minn- ingin þín? Þegar ég missti fulla fötu af trékubbum beint á aðra stóru tána á mér, þriggja ára gömul. Hef síðan verið hrifnari af hinum mun léttari Lego-kubbum. 12  Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Ég verð á Íslandi, vonandi ofanjarðar, hamingju- söm og með nóg fyrir stafni. 13  Hvað myndirðu gera við milljón borðtenniskúlur? Losa mig við þær sem allra fyrst af ótta við að einhver á heimilinu tæki upp á að föndra eitthvað úr þeim. Ég þoli föndur fremur illa. 14  Hver var æskuhetjan þín? Saga Faxaflóahafna gerð skil með ein-stökum hætti. (Þetta er brandari sem fáir munu fatta, enda fremur langsóttur. Þeir sem ekki lásu auglýsingarnar í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var eiga til dæmis ekki sjens.) 15 Hvar er draumurinn? Hans ku vera að leita undir sérhverjum steini. Annars er langþráður draumur minn að vinna ein- hvern í sjómanni, það má alveg vera alger aumingi en helst ekki á barnsaldri. Hef bara ekki rekist á neinn sem er nógu slappur eða slöpp til þess að tapa fyrir mér. Skýringar App fyrir Apple-tæki– iPone, iPod touch og iPad. APP VIKUNNAR Fimm tíma mynd Fritz Lang, „Dr. Mambuse the Gambler“, kæmi fyrir vikið vel til greina þó ég hafi nokkrum sinnum gefist upp á henni til þessa. Jólin eru besti tíminn til að gleyma sér í undraheimi kvikmyndanna og ekki er verra ef myndirnar sem glápt er á tengjast hátíð- unum á einhvern hátt. Á hávísindalegum lista vefsíðunnar LoveFilm.com þykja eftir- taldar myndir bestar af slíkum: Bestu jólamyndirnar ELF 1946 IT‘S A WONDERFUL LIFE 1947 MIRACLE ON 34TH STREET 1982 THE SNOWMAN 1984 GREMLINS 1988 SCROOGED 1988 DIE HARD 1990 HOME ALONE 1993 THE MUPPETS‘ CHRISTMAS CAROL 1993 THE NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS 2003 ELF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.