Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 100
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 72 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Það getur maður aldrei vitað,“ segir Jón Óttar Ólafsson, höfundur spennu sögunnar Hlust-að, spurður hvort síminn hans sé nokkuð hleraður. „Ég er í þannig vinnu að það gæti vel verið, en ég held nú samt ekki.“ Svo kemur hlátur sem erfitt er að ráða í hvort þýði að hann sé að grín- ast eða hvort honum sé bara alveg sama. Jón Óttar vinnur sem ráðgjafi á lögmannsstofunni Juralis auk þess að sinna skriftum af kappi. Hann er á förum til Cambridge daginn eftir að viðtalið er tekið þar sem hann hyggst sitja við skriftir á bók númer tvö um lögreglumanninn Davíð og afbrotin sem hann fæst við. Jón Óttar lærði afbrotafræði í Cambridge og lauk doktorsprófi í henni en segir markmiðið alltaf hafa verið að vinna hjá lögreglunni. Eftir heimkomuna frá Cambridge fór hann að vinna sem fangavörður, síðan hjá ríkislögreglustjóra og loks sem lögreglumaður fyrst hjá rann- sóknarlögreglunni og síðan hjá sér- stökum saksóknara. Hann hætti hins vegar í lögreglunni 2011 og fór að vinna sjálfstætt sem afbrota- fræðingur, hvað olli því að hann hvarf frá lögreglunni. „Ég var bara orðinn þreyttur. Mér fannst mjög gaman að rannsaka fíkniefnamál og alls kyns afbrot en efnahagsbrot- in þreyttu mig. Þar eru svo mörg vafamál, eiginlega þarf að byrja á að ákveða hvort lög hafi verið brot- in eða hvort menn hafi bara tekið slæmar ákvarðanir. Ef þú ert með lík á gólfinu eða kíló af amfetamíni í vasanum liggur oftast nokkuð ljóst fyrir að um afbrot hafi verið að ræða, en efnahagsbrotin eru oft skilgreiningaratriði.“ Lyktin af rannsókninni Hvað kveikti áhuga þinn á að nýta þér þennan heim lögreglumanns- ins í skrifum? „Ég fékk þessa hug- mynd um áramótin 2007-8. Þá hafði ég verið að lesa mikið af sakamála- sögum, aðallega Arnald og erlenda höfunda, og stundum fór það smá- vegis í taugarnar á mér þegar hlut- irnir voru augljóslega langt frá raunveruleikanum. Þá fékk ég þá hugmynd að taka menntun mína og starfsreynslu og reyna að setja svona sögu í aðeins raunverulegri búning. Ég hafði enga reynslu af því að skrifa bækur þegar ég byrj- aði og markmiðið með því að skrifa Hlustað var alls ekki að verða annar Arnaldur, enda gæti ég það ekkert, heldur að koma með öðruvísi hug- myndafræði inn í sakamálasögurn- ar. Láta aðferðirnar, tilfinninguna og nánast lyktina af rannsókninni skila sér til lesandans.“ Jón Óttar nýtir sér svo sannar- lega reynsluna úr lögreglunni í skrifunum og Hlustað þykir lýsa raunverulegum störfum lögreglu- manna með fádæma nákvæmni. Honum hefur jafnvel verið legið á hálsi fyrir að vera alltof nákvæmur í smáatriðalýsingunum. „Það er auð- vitað alltaf hættan. Að aðferðirnar og lýsingar á þeim taki völdin. Ef stór hluti af bókinni gerist til dæmis inni á lögreglustöð þar sem lög- reglumaðurinn er einn að störfum er möguleikinn á að láta hann vera í samskiptum við aðra og í samtölum við þá ekki fyrir hendi. Það gefur manni minna svigrúm til að skrifa flæðandi, flottan texta. Þetta er líka fyrsta bókin af þremur og ég vildi gefa mér tíma til að koma stemning- unni vel til skila. Svo fer allt á flug í seinni hluta bókarinnar.“ Þú lætur lögreglumennina ekki vera barnanna besta þegar kemur að því að sveigja lögin, gera þeir mikið af því í raunveruleikanum? „Já, já, löggur eru bara eins og annað fólk. Þær taka „short cuts“ líka. Auðvitað er þetta skáldsaga en það er mjög fátt í bókinni sem ekki hefur eitthvert sannleikskorn í sér og ekkert sem gæti ekki gerst á Íslandi.“ Bókin hefur hlotið gríðargóðar viðtökur erlendra útgefenda, kemur út í Noregi í febrúar og í Frakklandi í maí. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir útgefendur einnig keypt réttinn að hinum bókunum tveim- ur í flokknum sem enn eru óskrif- aðar. Áttirðu von á slíkum viðbrögð- um? „Nei, ég átti alls ekki von á því að geta selt þetta erlendis því mér fannst bókin svo tengd Íslandi. Ég var ekkert að velta erlendum lesend- um fyrir mér þegar ég var að skrifa. Það er bara gleðilegur bónus.“ Er ekki Davíð Þótt Jón Óttar hafi nýtt reynslu sína af lögreglustörfum við skrifin harð- neitar hann því að aðalpersónan Davíð sé að neinu leyti sjálfsmynd. „Alls ekki. Hann er bræðingur úr tveimur til þremur löggum sem ég þekki og reyndar eru allir karakter- arnir í bókinni byggðir á fólki sem maður hefur hitt og kynnst og brætt saman, bæði löggurnar og bófarnir.“ Jólabókaflóðið fer misjafnlega með taugar höfunda og Jón Óttar viðurkennir að það taki á. „Þetta er bara eins og að vera stanslaust í munnlegu dönskuprófi með alla horfandi á. Auðvitað er maður stressaður út af gagnrýni og finnst maður berskjaldaður, en þegar maður er að lesa upp eða hittir fólk sem finnst bókin skemmtileg þá skilur maður af hverju maður er að þessu. Mér finnst líka bara svo ótrúlega gaman að sitja við og hugsa ekki um neitt nema plottið og þróun karakteranna. Ég hafði aldrei skrifað neitt nema það sem tengd- ist náminu og svo bara lögreglu- skýrslur. Þannig að það er kannski ekkert skrítið að sumum gagnrýn- endum þyki þetta skýrslulegur texti. En það er einmitt það sem ég hef fram að færa, þessi smáat- riði úr raunveruleikanum. Ég ætla ekkert að fara að keppa við Arnald í prósaskrifum, maður verður að velja sér orrustur.“ Eitt af því sem Jón Óttar dreg- ur fram í Hlustað er að munur- inn á milli löggu og bófa er ekkert svo gríðarlegur. Hann segist hafa lært það strax sem fangavörður að glæpamenn séu bara venjulegt fólk. „Það eru alveg afskaplega fáir gegnheilir skíthælar til. Lang- flestir eru bara svona skítsæmi- legir og lenda í því að gera slæma hluti. Eitt af því sem ég er að reyna að gera í Hlustað er að sýna hvað gerist þegar maður fylgist svona lengi með sama manninum. Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuð- um saman, hlustað símana þeirra og herbergin eins og löggurnar í bókinni gera. Þá fer maður að sjá mennina sem venjulegar mann- eskjur, það verður til nokkurs konar öfugt Stokkhólmssyndróm. Þótt maður sé í þeirri valdastöðu að vera að fylgjast með þeim án þess þeir viti af því þá fer manni ósjálf- rátt að líka vel við þá og nánast halda með þeim, ef maður passar sig ekki. Ég man sérstaklega eftir einum sem var alveg brjálæðislega góður við konuna sína og mömmu sína og þá fór maður ósjálfrátt að skilgreina hann út frá því en ekki brotinu sem hann var grunaður um. Þetta er tilfinning sem maður þarf að læra að berja niður, en það eru alls konar svona skrítnir hlutir sem ég nota í bókinni sem ég hef ekki séð hjá öðrum höfundum. Það er ekkert í þessari bók sem ég hef ekki gert sjálfur í þeim málum sem ég hef rannsakað, nema það ólög- lega auðvitað.“ Ranglega ásakaður Ein af þeim spurningum sem Jón Óttar hefur fengið síðan bókin kom út er hvort hann sé ekki að hjálpa bófunum með því að ljóstra svona upp um starfsaðferðir lögreglunn- ar, en hann hefur enga trú á því að sú sé raunin. „Það þekkja allir bófar í Reykjavík starfsaðferðir löggunnar og það er ekkert í þess- ari bók sem ekki hefur komið fram í gögnum um opinber mál eða í fjöl- miðlum. Ég er ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum, ég er bara að segja sögu.“ Þú hefur líka upplifað það að vera í stöðu grunaðs manns í saka- máli, dýpkaði það skilning þinn á bófunum í sögunni? „Ég var grunaður um alvar- legt afbrot sjálfur og var sýknað- ur algerlega af þeim grun eftir að hafa náð að sanna sakleysi mitt. Ég veit því vel hvernig það er að vera ranglega sakaður um afbrot. Það hefur að sjálfsögðu haft áhrif á það hvernig ég skrifa. Þær til- finningar sem bærast með manni þegar maður lendir í slíkri stöðu verða skoðaðar betur á næstunni því sú innsýn sem ég fékk þegar ég gekk í gegnum þann hildarleik verður nýtt í næstum bókum. Fólk myndi aldrei trúa því hversu langt opinberir aðilar eru tilbúnir til að ganga til að ná fram því sem þeir vilja.“ Langflestir eru bara skítsæmilegir Jón Óttar Ólafsson er nýjasti spennusagnahöf- undur þjóðarinnar og bók hans, Hlustað, þykir um margt skera sig úr öðrum glæpasögum. Margir efast um að starfsaðferðum lögreglunnar sé rétt lýst en Jón Óttar segir þó ekkert í þeim lýsingum ýkt. Hann hafi upplifað það flest sjálfur. Ég var grunaður um alvarlegt afbrot sjálfur og var sýknaður algerlega af þeim grun eftir að hafa náð að sanna sakleysi mitt. TEKUR Á TAUGARNAR „Auðvitað er maður stressaður út af gagnrýni og finnst maður ber- skjaldaður …“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2014 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2014. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Davíð Stefánsson formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Bjarni Bjarnason tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Bjarki Karlsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2014. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð, 101 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.