Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 124

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 124
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 Þrátt fyrir að búa í hámenntuðu hverfi Harvard-háskólans hef ég deilt íbúð minni með inn- brotsþjófi og rottu. Innbrotsþjófurinn hvarf sömu leið og hann kom. En ég veit ekkert hvað varð um rottuna. Gísli Örn Garðarsson Næsta stopp– Broadway? Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson leikstýrir sýningunni The Heart of Robin Hood sem frumsýnd verður í leikhúsinu Amer- ican Repertoire í Boston í næstu viku. Hann hefur dvalið vestan hafs meirihlutann af árinu og þakkar eiginkonu sinni, leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur, fyrir að það hafi gengið upp að tvinna saman fj ölskyldulífi ð og bransalífi ð. Hann hlakkar til að koma heim. „Ég er búinn að vera hérna stóran hluta úr árinu. Þetta er langt ferli þar sem maður þarf að eyða góðum tíma í að velja leikara, dansara, tónlistar- og fjöllistafólk í löngum og ströngum hæfnisprufum. Þær voru allar haldnar í New York og það tekur tíma að finna rétta fólk- ið og að púsla þessu öllu saman með öllum þeim sem að sýningunni koma,“ segir leikarinn og leikstjór- inn Gísli Örn Garðarsson. Hann leikstýrir sýningunni The Heart of Robin Hood sem verður frumsýnd 18. desember í leikhúsinu Amer- ican Repertoire í Boston. Sýning- in var frumsýnd hjá Royal Shake- speare Company á Englandi fyrir tveimur árum og er nú í sýningu í Þjóðleikhúsi Norðmanna. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda bæði á Englandi og í Noregi en Gísli segir sýninguna afar áhugaverða. „Við erum búin að snúa inntakinu á hvolf. Aðalsöguhetjan er Mar- ion, sem brýst úr viðteknum hefð- um karlaveldisins. Hún gerir upp- reisn gegn umhverfi sínu og flýr inn í skóginn til að gerast útlagi. Þar mætir hún Hróa, sjálfselskum karlrembupung sem rænir frá þeim fátæku en heldur peningunum sjálf- ur. Þetta er saga hetju. Og hetjan er Marion.“ Sýningin gæti farið víðar um Norður-Ameríku ef hún gengur vel í Boston að sögn Gísla. En gæti farið svo að Hrói Höttur endaði á Broad- way? „Það eru meiri en minni líkur á að sýningin muni eiga framhaldslíf um EINRÓMA LOF Leikritið um Hróa Hött hefur vakið gríðarlega lukku erlendis. FRÆG Í ÞÝSKA- LANDI Vesturport frumsýndi nýverið Ofviðrið í München. „Mig langaði ekki að fara út í raunveruleikann eftir tvo tíma og tíu mín- útur í Skírisskógi. En einhvern tímann verður leikhúsið að loka. Garðars- son og félagar hafa sett upp hágæðasýningu sem er ekki leiðinleg í eina sekúndu.“ - Bergens Tidene „Þeir sem eiga börn í Björgvin eru heppnir að geta boðið þeim á þessi skemmtilegheit.“ - Dagbladet „Kröftug vítamínsprauta í haustmyrkrinu. Skemmtilegt og framkvæmt með miklu ímyndunarafli.“ - Periskop.no Nokkrir dómar um Hróa Hött í Noregi ANNASAMT ÁR Gísli hlakkar til að koma heim til Íslands eftir annasamt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI stóran hluta Ameríku og Kanada. Hún höfðar til stórs áhorfendahóps virðist vera. Hvort Broadway verð- ur hluti af því ferðalagi kemur ekki í ljós fyrr en eftir frumsýningu. Það kostar um tvo milljarða að fara með sýninguna bara á Broadway þannig að það er eðlilegt að menn bíði eftir viðbrögðum í Boston áður en það skref er tekið. En það væri vissu- lega spennandi ef svo færi. En þetta eru háar upphæðir, sem samsvara um þremur árum af fjárveitingum til Þjóðleikhússins heima. Og það er fyrir utan fjármagnið sem fer í að sýna þetta í öllum hinum borgun- um hérna,“ segir Gísli en dvöl hans í hinni stóru Ameríku hefur verið afar viðburðarík. „Dvölin hefur verið góð. Þrátt fyrir að búa í hámenntuðu hverfi Harvard-háskólans hef ég deilt íbúð minni með innbrotsþjófi og rottu. Innbrotsþjófurinn hvarf sömu leið og hann kom. En ég veit ekkert hvað varð um rottuna. Hér eru frábærir listamenn og vinnuaðferðir Amer- íkananna hafa verið lærdómsríkar. Ég átta mig á því að ég gæti skrif- að metsölubók sem heitir „Íslend- ingar á leið í amerískt leikhús, með viðkomu í Þýskalandi“. Þetta eru mjög ólíkar þjóðir þegar kemur að listsköpun og framkvæmd hennar. Allar skemmtisögur verða tíund- aðar í metsölubókinni og þar fær Selma Björnsdóttir að skrifa for- málann. Þær eru margar mjög eft- irminnilegar, sögurnar,“ segir Gísli en Selma er aðstoðarleikstjóri sýn- ingarinnar. Eftir frumsýninguna kemur Gísli til Íslands og ætlar að halda upp á afmælið sitt, en hann verður fertugur á morgun. „Ætli ég reyni ekki að bjóða ein- hverjum í smáafmælisboð við tæki- færi. Það eru mörg ár síðan ég var síðast á Íslandi þegar ég átti afmæli. Þá reyndi ég að bjóða nokkrum vinum í kaffi. Björn vinur minn var sá eini sem mætti. Kannski ég nýti jólin til að rækta vináttuna við aðra vini líka. Víkingur Kristjáns- son vinur minn virðist þurfa á knúsi að halda eftir því sem maður kemst næst í viðtali við hann í DV um dag- inn,“ segir Gísli sem er afar ánægð- ur með árið sem er að líða. „Þetta er í heild sinni búið að vera mjög afdrifaríkt ár í leikhús- inu. Eitt það umfangsmesta í sögu Vesturports. Það eru fjórar sýning- ar eftir okkur í sýningum í Þýska- landi, Noregi og Ameríku. Það er mikið af spennandi verkefnum í farvatninu og okkur standa nokkr- ar freistandi dyr opnar. Vestan, austan og sunnan hafs. Börkur leikmyndahönnuður heldur mjög vel utan um dagskrána okkar í sér- hönnuðu forriti. Það lítur mjög vel út þegar maður skoðar alla litina í kerfinu hans.“ En hvernig gengur að samtvinna fjölskyldulífið og bransalífið? „Það er allt hægt þegar maður er með rétta lykilorðið. Í þessu tilfelli er það einfalt! Fjórir stafir: Nína,“ segir hann og vísar þar til eigin- konu sinnar, leikkonunnar Nínu Daggar Filippusdóttur. liljakatrin@frettabladid.is Frá 18. nóvember Tapas barsins Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mangó Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.