Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 128

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 128
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 100 Hvar er hægt að fi nna ástina fyrir jólin? Að vorinu einu undanskildu, þegar Íslendingar sleppa út lausir eins og lömb í haga, er aðdragandi jóla einn helsti uppgripatíminn á almanaki reglulegra bar- gesta. Hver vill eyða enn öðrum jólum einn, og hvar er hægt að fi nna ástina á Íslandi annars staðar en á barnum? LEITAR AÐ ÁST Valur Gunnarsson gaf nýverið út bókina Síðasti elskhuginn. Með jólabónusinn í vasa og vísakort sem ekki þarf að greiða af fyrr en í febrúar sér til halds og trausts er haldið á vit ævintýranna. Til mikils er að vinna, og jafnvel þótt hætta sé á að maður endi með að þurfa að kaupa jólagjöf handa manneskju sem maður er nýbúinn að kynnast er allt lagt undir svo maður geti mætt dómhörðum ættingjum og organdi afkvæmum þeirra á jóla- dag með sjálfumglatt bros á vör. En hvert skal fara til að svo megi verða? Fréttablaðið fékk rithöfund- inn Val Gunnarsson, sem nýverið gaf út skáldsöguna Síðasti elsk- huginn, til að fara yfir á hvaða börum er líklegast að finna ást- ina fyrir jólin. Í Síðasta elsk- huganum er nákvæm úttekt á barmenningu þjóðarinnar annars vegar og leitinni að ást- inni hins vegar en Valur vonast enn eftir að finna ástina, þrátt fyrir ótal von- brigði, en næsta stoppistöð hans er Berl- ín þar sem hann ætlar að skrifa aðra bók. Bankastræti Laugavegur Laugavegur Laugavegur Þi ng ho lt ss tr æ ti Sk ól as tr æ ti Skólavörðustígur Fr ak ka st íg ur Va tn ss tíg ur Kl ap pa rs tíg ur In gó lfs st ræ ti Kaldi Laugavegur 20B Meira hipp og kúl útgáfa af Ölstofunni, með betra bjórúrval og lista- menn sem staddir eru nær upphafi ferilsins en endalokunum. Mikið af samræðuskotum og gott reyksvæði í portinu, en oft röð fyrir utan. Ve ga m ót as tíg ur Loftið Austurstræti 9 „Upscale“ útgáfa af Ölstofunni. Hringlaga bar, lögfræðingar og bisnessmenn og líklega það næsta sem maður kemst 2007 árið 2013. En á núverandi gengi. Hressó Austurstræti 20 Heimili hinna listrænu, hinna skrítnu og hinna reykjandi á daginn. Besta reyksvæði bæjarins þar sem hægt er að skrifa skáldsögur eða spila fussball, en hnakkafaktorinn eykst eftir því sem líður á kvöldið. Hætta er á að lenda á hljómsveit sem spilar allan bannlista hljóðfæraverslana, frá Knocking on Heaven‘s Door til Smoke on the Water. Enginn dráttur er þess virði. Amsterdam Hafnarstræti 5 Við hættum okkur ekki svo langt yfir læk svona seint um kvöld. (hver veit?) B5 Bankastræti 9 Sama og Vegamót, nema öruggara að vera ríkur líka ef maður ætlar á barinn. Þykir þó minna fínt að bjóða hingað í hádegismat daginn eftir. Nema ef illa tekst til, þá eru hamborgararnir góð leið til að gleyma sorgum sínum. Ölstofan Vegamótastig 4 Himnaríki, helvíti og hreinsunareldur á einum stað. Engin þörf að kunna að dansa, lág tónlist ýtir undir samræður og upphitað reyksvæði og hringlaga bar auðvelda leikinn. Heima- völlur einmana lögfræðinga, útbrunninna poppara og stöku hjúkrunarfræðings á leið til eða frá Noregi. Drykkfelldir blaðamenn ekki jafn algeng sjón og þeir voru áður, að undirrituðum undanskildum. Prikið Bankastræti 12 Örlítið mannlegri útgáfa af Ellefunni. Kaffibarinn Bergstaðastræti 1 Líftíma flestra íslenskra bara er hægt að telja í hundaárum, en Kaffibar- inn hefur haldið kúlinu frá því Balti og Blur-gæinn gengu hér um meðal dauðlegra „in ðe næntís“. Líflegt dansgólf, fínt reyksvæði og trúnóhæð uppi. Baráttan harðnar þó mjög eftir því sem líður á kvöldið og allir hundar byrja að gelta í einu. Ekki fyrir samræðuþyrsta eða viðkvæma. Be rg st að as tr æ ti Ellefan Hverfisgötu 18 Hefur það með sér að vera opin lengur en flestir aðrir staðir, en minnir óþægilega mikið á mennta- skólaball. Reyksvæði í búri fyrir utan og ekki víst að maður komist aftur inn, vonlaust að tala saman nema öskra en enginn lítur þig hornauga ef þú öskrar af hjartans lyst. Stundum góðir tónleikar niðri og fólk tínist inn alls staðar að eftir að öðrum stöðum er lokað. Dillon Laugavegi 30 Gott úrval af vískíi en barþjónar kunna á því lítil skil. Vingjarnlegir dyra- verðir. Andrea heldur uppi stuðinu með plötusafni sínu og ég hef séð menn eyða síðustu aurunum í drykki handa henni frekar en öðrum gellum, og er hún vel að því komin. Partí niðri, spjall uppi og gott rokk. Svo gaman að maður gleymir sér, en þegar Piano Man fer að óma er kominn tími á síðasta séns. Bravó Laugavegi 22 Frábær staður fyrir þá sem vilja kynnast áður en lengra er haldið. Heppilegur fyrir deit ef Íslendingar gerðu svoleiðis. Klikkar aldrei. Ókeypis ólívur líka. Ob-la-di Ob-la-da Laugavegi 45A Skemmtileg hugmynd að hafa hreinræktaðan þemabar, rétt eins og það var skemmtileg hugmynd að byggja Hlemm til að lengja miðbæjarkjarnann. Báðir staðir voru þó fljótt teknir yfir af þeim sem ekki höfðu í önnur hús að venda. (Hauskúpa. Nema gæði séu engin fyrirstaða, þá fimm). Sjöan Frakkastíg Ódýrasti bjórinn í bænum og því ágætur fyrri part kvölds. Ef einhver hér vill gista hjá þér er það líklega vegna þess að hann er heimilislaus. Karókí Sport bar Frakkastíg 8 Helst fyrir áhugafólk um karókílistina og Meatloaf, sem er mun fleira en mann hefði grunað. Eins og með Júróvisjón má þó hafa gaman af, að sjálfsögðu undir því yfirskini að maður sé að grínast. ECCO KULDASKÓR FRÁBÆR JÓLAGJÖF Rafstöð Viljum kaupa góða rafstöð, 400/230W 250kwA Vinsamlegast sendið upplýsingar og verðhugmyndir á Fréttablaðið thjonusta@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.