Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 134

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 134
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is FRJÁLSÍÞRÓTTIR Kári Steinn Karls- son maraþonhlaupari er reiðu- búinn að taka á móti nýju ári með bros á vör eftir rysjótt gengi á árinu sem er að líða. Hann viður- kennir að álagið sem fylgdi því að keppa á Ólympíuleikunum í Lond- on hafi reynst honum erfiðara en hann reiknaði með fyrirfram. „Ég er búinn að vera nokkuð óheppinn með meiðsli eftir Ólymp- íuleikana og framan af þessu ári. Ég varð veikur þar að auki, fékk til dæmis kinnholusýkingu, og náði mér því aldrei almennilega á strik,“ sagði Kári Steinn. Hann keppti á Smáþjóðaleik- unum í vor en segist hafa verið algjörlega „flatur“ þar. „Ég náði ekki þeim árangri sem ætla mátti miðað við þá vinnu sem ég hafði lagt í undirbúninginn. Ég var með einkenni ofþjálfunar og fann hversu þreyttur ég var bæði á lík- ama og sál. Það vantaði alla gleði og hungrið var ekki til staðar,“ bætir hann við. Það var þá sem hann ákvað að breyta um hugsunarhátt og nálgast æfingar sínar á annan máta. „Ég fór að hjóla, synda, lyfta, stunda jóga og taka þátt í fjalla- og utan- vegarhlaupum í stað hefðbundinna götuhlaupa. Ég var hörkuduglegur að æfa en gerði það allt öðruvísi en áður.“ Kári Steinn kom sér á kortið sem maraþonhlaupari með því að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Berlín árið 2011. Þá tryggði hann sér um leið þátttökuréttinn á Ólympíuleik- unum í London þar sem hann náði góðum árangri. En síðan þá hefur hann ekki hlaupið heilt maraþon. „Það var stefnan að fara aftur til Berlínar á þessu ári en til þess hefði ég þurft að æfa öðruvísi en ég gerði. Það vantaði kílómetra í lappirnar og skrokkinn,“ segir hann en Kári Steinn sneri sér svo aftur að hefðbundnum hlaupaæf- ingum í september. „Ég fann þá hversu gott ég hafði af æfingunum í sumar. Ég var full- ur orku enda hefur mér gengið mjög vel á æfingunum í haust.“ Ég fór yfir strikið Hann viðurkennir að hafa líklega gengið of langt í ströngum und- irbúningi sínum fyrir Ólympíu- leikana. „Það er vel þekkt í þess- um heimi að setja of mikla orku í svona stórt verkefni eins og Ólympíuleika. Mér finnst ekki ólíklegt að ég hafi hreinlega farið yfir strikið en maður keyrði sig áfram á andlegri orku og þeirri stemningu sem skapaðist í kring- um þetta. Maður fékk svo að líða fyrir það eftir leikana og ég hefði þurft meiri hvíld en ég gaf mér. Ég hefði þurft meiri tíma til að vinna í hugarfarinu og finna hungrið á nýjan leik.“ Athyglin kom á óvart Kári Steinn segir sjálfur að öll athyglin sem hann fékk vegna Íslandsmetsins í Berlín og síðar þátttöku hans á leikunum í Lond- on hafi komið honum á óvart. „Hún var mun meiri en ég gerði mér í hugarlund. Það eru margir hér á landi sem hafa þekkingu á útihlaupum og geta því samsam- að sig með manni. Ég hef auðvi- tað afar gaman af því,“ sagði Kári Steinn. „Svo kom allt fjölmiðlaumstang- ið, auglýsingar og fleira slíkt. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér á þessum tíma, bæði á æfingunum sjálfum og utan þeirra.“ Aldrei verið í betra formi En nú blasir við nýtt ár og Kári Steinn hlakkar til næstu mánaða. Hann náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Frakklandi á dög- unum og kom árangurinn þar honum mjög á óvart. „Ég ákvað að skella mér út með fleiri félögum mínum sem voru að taka þátt í hlaupinu því ég taldi það góða æfingu fyrir mig,“ segir Kári Steinn sem var aðeins tveim- ur sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni. „Það kom mér mjög á óvart og sýndi mér hversu snöggur maður er að komast í rétta formið. Ég er í enn betra formi í dag og tel raun- ar að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en í dag. Ég hlakka því mikið til komandi mánaða.“ Stefni á topp fimmtán á EM Kári Steinn stefnir á þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fer fram í Zürich næsta sumar. En það er fleira fram undan í vetur. „Ég tek að einhverju leyti þátt í innanhússtímabilinu hér heima og tek svo þátt í götuhlaupunum hér heima. Ég ætla einnig að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmara- þoni í Kaupmannahöfn í mars. Þar vil ég hlaupa vel – bæta mig og setja met,“ segir Kári Steinn. „Tveimur vikum eftir það er svo á dagskránni að hlaupa maraþon í Rotterdam í Hollandi en þar sem ég hef enn ekki hlaupið heilt mara- þon síðan í London tel ég það tíma- bært nú.“ Þurft i að fi nna hungrið á nýjan leik Kári Steinn Karlsson ætlar að hlaupa maraþon í mars á næsta ári í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í London og stefnir að því að vera í hópi fl jótustu manna á EM í Zürich. Hann átti erfi tt uppdráttar á fyrri hluta ársins og segir álagið vegna ÓL hafa komið sér í koll. STÍFAR ÆFINGAR Kári Steinn segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Hann stefnir hátt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel. Var hann meðal ann- ars orðaður við spænska félagið Barcelona í erlendum fjölmiðlum. „Hvað verður kemur bara í ljós einhvern tímann seinna. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu,“ segir Seltirningur- inn uppaldi sem er á sínu öðru tímabili hjá þýska stórliðinu. Guðjón Valur varð Þýska- landsmeistari í fyrsta skipti með liðinu í fyrra auk þess að vinna bikarinn. Liðið fór þó flatt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið ætlaði sér stóra hluti. Ljóst er að Kiel mun ekki verja bikar- meistaratitil sinn þetta árið eftir tap fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni. Liðið er þó í hörkubaráttu í deildinni einu stig eftir topp- liði Flensburg og með leik til góða. „Nú er bara að klára þessa fjóra leiki fram að jólum,“ segir Guðjón Valur en handan við hornið er enn eitt stórmótið hjá landsliðinu. Okkar strákar hefja leik á EM í Danmörku 12. janúar þar sem liðið er í riðli með Spánverjum, Norðmönnum og Ungverjum. „Riðillinn er rosalega sterkur. Fyrsti leikurinn kemur til með að skipta gríðar- legu máli,“ segir Guðjón Valur um mögu- leika Íslands. Norðmenn eru andstæðingur- inn í fyrsta leik en svo er leikið á tveggja daga fresti. „Mestu máli skiptir fyrir okkur að leik- menn okkar verði heilir fyrir mót,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Nefnir hann þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson til sög- unnar. Báðir skoruðu átta mörk í stórleik Kiel og Löwen í bikarnum í vikunni þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir meiðsli. „Það er frábært að Aron sé kominn í gang. Það er hins vegar tvennt ólíkt að spila tvisvar í viku og að fara á svona mót,“ segir Guðjón Valur um samherja sinn hjá Kiel. Aron var í lykilhlutverki hjá landsliðinu á HM á Spáni í janúar líkt og Guðjón Valur þar sem Ísland hafnaði í 12. sæti. Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar á mótinu. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson sagði við Fréttablaðið í gær að hægri skyttan myndi gefa svar eftir helgi. „Auðvitað þurfum við á honum að halda. Þótt Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) hafi litið rosalega vel út í æfingaleikjunum á móti Austurríki þá þarf tvo menn með reynslu í hverja stöðu,“ segir Guðjón Valur um Alexander. Hann hafi hins vegar skiln- ing á því ef menn ákveða að gefa ekki kost á sér. Nauðsynlegt sé að hlusta á líkam- ann. Vegna óvissunnar um leikmenn segir hornamaðurinn erfitt að meta möguleika okkar manna. Verði Ísland með sitt sterk- asta lið séu möguleikarnir góðir. „Ef ekki þá verður þetta helvíti erfitt,“ segir hornamaðurinn. Hann ítrekar þó að sama hvernig liðið verði skipað verði spilað til sigurs í öllum leikjum. Hornamaðurinn 34 ára virðist verða betri með hverju árinu. Hann fór hamför- um með landsliðinu á árinu og var lang- markahæstur allra leikmanna í undan- keppni EM. „Ég velti lítið fyrir mér hve gamall ég er eða hve lengi ég hef verið í þessu. Það er bara næsti leikur hvort sem maður er 18 ára eða 34 ára. Mér líður vel og skrokkur- inn heldur,“ segir fyrirliðinn sem ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á meðan hann getur. „Ég get æft vel, mér líður vel og ég hef mjög gaman af því að spila fyrir landsliðið. Á meðan svo er geri ég það áfram.“ - ktd Guðjón Valur hafnaði tilboði Kiel Óvíst er hvar hornamaðurinn síungi og fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta spilar á næstu leiktíð. REYNSLUMIKILL Guðjón Valur hefur verið einn fremsti hornamaður í heimi undanfarinn áratug. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT HANDBOLTI Óvissa er um þátttöku Alexanders Petersson á EM í janúar. Þrálát axlarmeiðsli eru að plaga Alexander og mun það væntanlega liggja fyrir í næstu viku hvort hann treysti sér til að spila. Sömu axlarmeiðsli urðu þess valdandi að hann missti af HM í janúar. Aðstæður nú eru mjög svipaðar og þær voru þá. Alexander gengur vel þessa dagana hjá Rhein-Neckar Löwen. Í desember í fyrra átti hann öflugan leik og tryggði sínu liði sigur skömmu áður en hann dró sig út úr hópnum. Hann er nýbúinn að eiga stórleik gegn Kiel og tryggja Löwen sigur gegn meisturunum. Það er aftur á móti eitt að spila vel í einstaka leik en annað að spila jafnvel átta leiki á tveimur vikum með landsliðinu. Þessi meiðsli sem Alexander er að glíma við hafa plagað hann lengi. Hann tók þátt á EM árið 2012 en varð að hætta vegna meiðslanna. Á HM árið 2011 var hann einnig langt frá því að vera heill heilsu en píndi sig áfram líkt og oft áður. Fyrir síðasta mót tók skynsemin völdin hjá honum. „Hingað til hef ég hugsað til skemmri tíma og oft tekið þátt í stór- mótum og barist við meiðsli á sama tíma. Þetta er mjög erfið ákvörðun en ég tel að ég muni koma sterkari til baka. Jafnvel vélmenni þurfa að fara í viðgerð,“ segir Alexander við Fréttablaðið er hann dró sig út úr hópnum fyrir ári. - hbg Endurtekur sagan sig hjá Alexander? ALEXANDER PETERSSON FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 2-1 sigri á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Alfreð er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 14 leikjum. Alfreð skoraði 14 deildarmörk í deildinni fyrir áramót í fyrra. Hann hefur því skorað tveimur mörkum meira en á auk þess að eiga einn leik til góða áður en árið er úti. Alfreð varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra með 24 mörk. Aðeins Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid hefur skorað fleiri deildar- mörk en Alfreð ef horft er til stærstu deilda Evrópu. Ronaldo hefur skorað 17 mörk á Spáni en Luis Suarez hjá Liverpool og Diego Costa hjá Atletico Madrid koma næstir með 15 mörk. Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 13 fyrir PSG í Frakklandi, Giuseppe Rossi 12 mörk fyrir Fiorentina á Ítalíu og Robert Lewandowski 11 mörk fyrir Dortmund í Þýskalandi. - ktd Aðeins Ronaldo skákar Alfreð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.