Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / SKIMPRÓF FYRIR BEINÞYNNINGU líkur á að hún sé ekki með beinþynningu. Hægt var að auka sértækið á kostnað næmisins og öfugt með því að nota önnur viðmiðunarmörk. Svipaðar niðurstöður fengust ef viðmiðunin var Z-gildi -1,0. I þessari rannsókn fengum við að 43% af konun- um voru fyrir ofan -2,5 í T-gildi og því er hægt að segja með 96,9% vissu að þær séu ekki með bein- þynningu. Hinn hlutann yrði hins vegar að rannsaka frekar með DEXA. Aðrar rannsóknir hafa sýnt önn- ur mörk sem besta samband milli næmis og sértækis, til dæmis fengu Frost og meðhöfundar T-gildi undir -1,8 sem besta viðmið til greiningar á beinþynningu en þar var sértækið haft hærra á kostnað næmis (7). Kappa tölfræði sýndi að samræmi milli ómunar og DEXA til greiningar á beinþynningu var frekar lítið og er það svipað og sýnt hefur verið í öðrum rann- sóknum (18). Samræmið var þó meira en tilviljunum háð. DEXA mælir magn steinefna í tvívídd en ekki aðra þætti eins og uppbyggingu beins (microarchi- tecture, elasticity) sem kann að skipta máli í tíðni beinbrota. Takmörkuð fylgni og samræmi milli þess- ara rannsóknaraðferða gæti stutt þær kenningar að ómun mæli aðra hluti en DEXA (8,9). I nokkrum framskyggnum rannsóknum hefur ver- ið sýnt að beinþéttni lægri en Z-gildi = -1,0 (DEXA) tvöfaldi líkur á mjaðmarbeinbrotum (1,9) og er því mikilvægt að greina þann hóp áður en til brota kemur. I nýlegri grein var sýnt að í Bretlandi greinast tveir þriðju af sjúklingum með beinþynningu ekki fyrr en við beinbrot (19). Því mætti færa rök fyrir því að betra aðgengi að ómtækjum á heilsugæslustöðvum eða lyfjabúðum geri það að verkum að stærri hluti kvenna og karla í áhættuhópi greinist fyrr en ella. Lág beinþéttni skýrir ekki að öllu leyti aukna tíðni mjaðmarbrota með vaxandi aldri því að tíðni þeirra tvöfaldast fyrir hver 10 ár sem fólk eldist þrátt fyrir að búið sé að leiðrétta fyrir beinþéttni (9). í rannsókn okkar sást að beinmassi kvennanna, sem höfðu brotn- að eftir 25 ára aldur, var marktækt lægri í DEXA en þeirra sem höfðu ekki brotnað. Niðurstöður úr óm- uninni voru enn meira afgerandi, það er að þær kon- ur sem höfðu brotnað voru mun lægri í ómun en þær sem ekki höfðu brotnað. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna (20-22). I rannsókn okkar var sýnt fram á marktæka fylgni beinumsetningarvísanna N-teleopeptíð og osteo- calcin við ómun en öllu meiri fylgni við DEXA. Hvort unnt sé að auka notagildi ómunar með því að mæla þessa beinumsetningarvísa á eftir að koma í ljós. Ef til vill er hægt að auka nákvæmni ómunar sem skimprófs með því að taka inn í aðra áhættuþætti fyrir beinþynningu eins og; 1) beinbrot án áverka eftir 25 ára aldur, 2) beinminnkun greinda á röntgen- mynd, 3) aðra sjúkdóma eða lyf sem hafa áhrif á kalkbúskap líkamans, 4) tíðahvörf fyrir 45 ára aldur, eða sögu um tíðastopp í meira en sex mánuði, 5) fjöl- skyldusögu um beinþynningu, 6) líkamsþyngdar- stuðul undir 20 kg/m2 og 7) reykingar. Frost og með- höfundar hafa sýnt í nýrri grein að þessir sjö áhættu- þættir eru jafntengdir ómun annars vegar og DEXA hins vegar. Þeir notuðu sömu ómtækni og við (23). Fylgnin milli ómunar og DEXA var í rannsókn okkar takmörkuð en í samræmi við aðrar rannsóknir (24,25). Þetta sýnir að ómun geti tæplega komið í stað DEXA til greiningar á beinþynningu eins og beinþynning er skilgreind í dag. Hins vegar ef notað er það viðmið í ómun sem við mælum með (T-gildi = -2,5 eða Z-gildi = -1,0) telst ómun ágætis skimpróf fyrir beinþynningu í mjöðm með góðu næmi og við- unandi sértæki. Með auknu aðgengi að slíkum óm- tækjum er vonandi að stærri hluti kvenna og karla í áhættuhópi greinist fyrr en áður. Tæpur helmingur sjötugra kvenna í rannsókninni var neikvæður í óm- skoðun og má því segja með talsverðri vissu að sá hópur sé ekki með beinþynningu í mjöðm að minnsta kosti og þurfi ekki að fara í DEXA mælingu að sinni. Fjórða hver kona sem var jákvæð í ómun greinist með beinþynningu í DEXA. í þessari rannsókn voru einungis sjötugar konur og því ekki unnt að segja til um spágildi ómunar fyrir aðra aldurshópa sem þarfn- ast rannsóknar. Vel má vera að notagildi ómunar af hælbeini sé mest í eldri aldurshópum þar sem slitgigt er algengur truflandi þáttur í túlkun á DEXA. Þakkir Höfundar þakka Díönu Óskarsdóttur röntgentækni fyrir allar DEXA- og ómmælingar, Guðrúnu Krist- insdóttur ritara fyrir góða aðstoð, meinatæknum rannsóknardeildar og Leifi Franzsyni fyrir blóðmæl- ingar. Rannsóknin var studd af Vísindasjóði Borgar- spítalans og Rannís. Heimildir 1. Assessment of fracture risk and its application to screening for postmenopausal osteoporosis. Report of a WHO Study Group. World Health Organ Rep Tech Ser 1994; 843:1-129. 2. Cummings SR, Nevitt MC, Browner WS, Stone K, Fox KM, Ensrud KE, et al: risk factors for hip fracture in white women. Study of Osteoporotic Fractures Research Group. N Engl J Med 1995; 332: 767-73. 3. Hui SL, Slemenda CW, Johnston CC Jr. Age and bone mass as predictors of fracture in a prospective study. J Clin Invest 1988; 81:1804-9. 4. Frost ML, Blake GM, Fogelman I. Contact quantitative ultrasound: an evaluation of precision, fracture discrimination, age-related bone loss and applicability of the WHO criteria. Osteoporosis Int 1999; 10:441-9. 5. Wasnich RD, Ross PD, Heilbrun LK, Vogel JM. Selection of the optimal skeletal site for fracture risk prediction. Clin Orthop 1987; 216: 262-9. 6. Cummings SR, Black DM, Nevitt MC, Browner WS, Cauley JA, Genant HK, et al. Appendicular bone density and age predict hip fracture in women. The Study of Osteoporotic Fractures Research Group. JAMA 1990; 263: 665-8. 7. Frost ML, Blake GM, Fogelman I. Can the WHO criteria for diagnosing osteoporosis be applied to calcaneal quantitative ultrasound? Osteoporos Int 2000; 11: 321-30. 8. Bauer DC, Gluer CC, Cauley JA, Vogt TM, Ensrud KE, Genant HK, et al. Broadband ultrasound attenuation predicts fractures strongly and independently of densitometry in older women. A prospective study. Study of Osteoporotic Fractures Research Group. Arch Int Med 1997; 157:629-34. 9. Hans D, Dargent-Molina P, Schott AM, Sebert JL, Cormier C, Kotzki PO, et al. Ultrasonographic heel measurements to Læknablaðið 2001/87 885
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.