Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN en einnig prógestógenin, eru með allra öruggustu lyfjum sem til eru, því alvarlegar skammtíma auka- verkanir eru varla þekktar. Pví má þó ekki gleyma að prógestógenin hafa viss langtíma aukaáhrif sem geta verið óheppileg, einkum með tillili til hugsanlegra áhrifa á fitu- og sykurefnaskipti og á blóðstorku. Á síðustu fimm til sex árum hefur athygli manna beinst að tengslum við bláæðasega, sem tvöfaldast þegar eldri tegundir pillunnar eru notaðar, en nær fjórfald- ast með þeim nýrri af þriðju kynslóð. Þetta hljómar válega. Tölurnar eru þó í reynd þannig að áhættan eykst úr einu tilfelli á ári á hverjar 10000 konur á frjósemiskeiði sem nota enga hormónavörn, í tvö til þrjú meðal 10000 kvenna sem nota aðra kynslóð pró- gestógena (til dæmis levónorgestrel) og í þrjú til fjögur með þriðju kynslóðinni (desógestrel, gest- óden), svo tölurnar séu settar í íslenskt samhengi. Umframlíkur á alvarlegum fylgikvillum með þriðju kynslóðarpillum, svo sem æðaskemmdum eftir blóð- sega og lungnablóðreki, eru 1/10 af ofangreindum tölum og líkur á dauðsfalli 1/100 (1-4/milljón konur/ ár) (3,4). Þriðju kynslóðarpillurnar þolast hins vegar miklu betur og lyfjaskammtar mega vera mun minni en áður, án þess að milliblæðingar og aðrar auka- verkanir séu til sérstaks trafala. Líta verður á áhættu- aukninguna í ljósi þess hve sjaldgæfir þessi fylgikvill- ar eru og að getnaðarvarnapillunni fylgja mörg já- kvæð áhrif á heilsufar, ekki síst það að komast hjá þungun (1). Ekki hefur þýðingu að athuga blóð- storkuþætti svo sem prótín C, S eða antíthrombín- skort hjá öllum sem fá pilluna, heldur er betra að ein- skorða slíkt við konur sem hafa sögu um bláæðasega hjá nánum ættingjum, svo sem móður eða systrum. Hætta á bláæðasegum er mest fyrsta árið (1,3), en það virðist draga úr henni þegar niðurbrot lyfjanna í lifur verður hraðara með lengri notkun. Því er ekki ástæða til að láta konur hætta á þriðju kynslóðar- pillum eða nota þær ekki, ef konan þolir þær betur og hefur enga ættarsögu eða heilsufarssögu sem mælir gegn pillunni. Vert er að muna að gamla levonor- gestrel og etinýlöstradíól annarrar kynslóðarpillan sem hér er á markaði og hefur verið í hátt í þrjá ára- tugi (Microgyn) stenst alltaf vel samanburð sem fyrsta getnaðarvarnalyfið, ekki síst verðið. Sérstök úrræði eru fyrir ungar konur með akne-tilhneigingu (cypróterón-prógestógenið) og „fjórðu kynslóðar-“ pillan sem inniheldur aldósterón-líkt prógestógen (dróspírenón), er enn óskrifað blað hvað bláæða- segamyndun varðar. Alltaf ætti að mæla blóðþrýsting fyrir upphaf pillumeðferðar og árlega eftir það, en kvenskoðun þarf ekki hjá hraustri ungri konu sem hefur eðlilegt þroskaútlit og blæðingar. Krabbameins- leitarskoðun þegar þar að kemur nægir. Oreglulegar blæðingar eru ekki frábending, enda var pillan upp- haflega lyf til að koma reglu á blæðingar. Gilda hinar gömlu frábendingar um að hætta pillutökunni 35 ára, einkum ef konan reykir eða er of feit? Svarið er í reynd: nei - þó varlegar verði að fara. Heilbrigð og hraust kona með engar sérstakar frá- bendingar og sem þolir p-pilluna vel, getur haldið áfram töku hennar til loka frjósemiskeiðs. Hin gamla og merka athugun heimilislækna í Bretlandi (2) setti hins vegar varúðarmerki gagnvart reykingum og hærra aldri en 35 ára og betra er að virða þá ábend- ingu og mæla með öðrum getnaðarvörnum við þær konur. Reykingar og pillan eftir fertugt fara sennilega ekki saman (5). Af nógu er að taka fyrir eldri kon- urnar í dag í formi prógestógenpillunnar, lykkjunnar með og án prógestógens, prógesterónsprautu eða prógesterónstafs undir húð, og ekki má gleyma hett- unni eða ófrjósemiaðgerð. Getnaðarvarnir eru í eðli sínum notaðar með hlé- um, en það er mikilvægt hlutverk lækna að hámarka notkun getnaðarvarna. Læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk, sem tengist ráðgjöf um getnaðarvarnir, bera þá ábyrgð að allir þeirra skjólstæðingar hafi að- gang að góðum getnaðarvörnum og góðri ráðgjöf um getnaðarvarnir. Nauðsynlegt er að þeir læknar sem ávísa getnaðarvarnalyfjum og sem ráðleggja um töku getnaðarvarnalyfja hafi góða þekkingu á því sem best er vitað á hverjum tíma um p-pilluna. Pillan er komin til að vera. I sama anda er að sjálfsögðu rétt að nota það lyf, sem gefur minnstar aukaverkanir, bæði í bráð og lengd, en taka ennfremur tillit til kostnaðar, því nýjustu getnaðarvarnatöflurnar eru yfirleitt dýr- astar. Hér á landi hafa mun fleiri þunganir hjá ung- lingum en í nágrannalöndunum verið alveg sérstakt vandamál. Því ber að fagna nýjum unglingamóttök- um, sem opnaðar hafa verið á heilsugæslustöðvum, fyrst í Hafnarfirði og á Akureyri, af Fræðslusamtök- um um kynlíf og barneignir í Hinu húsinu í Reykjavík og getnaðarvarnamóttöku Kvennadeildar Landspít- ala háskólasjúkrahúss. Þar er reynt að taka á sérstök- um getnaðarvarnavandamálum með góðri fagráð- gjöf, koma betra notkunarferli af stað og beina svo konunum til heimilislækna eða sérfræðilækna. Samsettu getnaðarvarnapillurnar eru öruggur og góður valkostur, einkum fyrir yngri konurnar (6). Nýjar aðferðir í gjöf þeirra eru að ryðja sér til rúms og einkum það að gefa töflurnar stöðugt í þrjá mánuði og fækka þannig blæðingum niður í fjórar á ári. Þetta gengur í flestum tilfellum vel og hefur engin neikvæð áhrif. Hins vegar eykur það meðferðarheldni og ör- yggi getnaðavarnarinnar, því sex til sjö daga hléin á milli pillupakka eru áhættutími fyrir þungun, ef dregst að byrja á nýrri pakkningu. Hugmyndin um „pilluhlé" er heldur ekki alveg dauð. Við höfum sér- stökum skyldum að gegna gagnvart unglingum. Ný athugun á viðhorfum og þekkingu ungs fólks á getn- aðarvörnum bendir til að mikið vanti á þekkingu og ábyrgðartilfinningu íslenskra unglinga hvað varðar kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Konur vilja ör- 870 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.