Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Að afloknum skýrsluflutningi og umræðum um hann skiptu fundarmenn sér í hópa sem ræddu fram- komnar tillögur til ályktana og lagabreytinga. Um kvöldið var svo farið í heimsókn í Nesstofu þar sem fundarmenn nutu veitinga í boði félagsins. Á laugardagsmorgni hófust fundarhöld á mál- þingi sem nánari grein er gerð fyrir á öðrum stað í blaðinu. Umræður voru reyndar svo líflegar að mál- þingið stóð hálfri annarri klukkustund lengur en áætlað var. Eftir hádegi tóku menn til við að afgreiða lagabreytingar en undir þeim dagskrárlið voru þrjú mál á dagskrá. Eitt þeirra snerist um að staðfesta aðild Læknafélags Vestmannaeyja að LI, annað um breytingu á nafni Orlofsheimilasjóðs í Orlofssjóð LI en sú þriðja um að fella brott ákvæði um Gerðardóm LÍ en til hans hefur verið hægt að áfrýja niðurstöðum Siðanefndar LI. Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Siðanefnd. Pessi breyting var kynnt á formanna- ráðstefnu LI síðastliðið vor en hún felur í sér að regl- ur og verklag Siðanefndar er fært til samræmis við þróun sem orðið hefur á stjórnsýslulöggjöf í landinu. Voru allar þessar lagabreytingar samþykktar án mikillar umræðu. Var þá komið að ályktunum og voru menn hinir spökustu í umræðum um þær. Það sem sætir kannski mestum tíðindum er eins og áður segir að endir var bundinn með formlegum hætti á deilur LI og Is- lenskrar erfðagreiningar ehf. Pað gerðist þannig að fundurinn samþykkti með samhljóða atkvæðum að staðfesta samkomulag það sem stjórn félagsins gerði við Islenska erfðagreiningu og undirritað var með fyrirvara 27. ágúst síðastliðinn og birt var í septem- berhefti Læknablaðsins (Læknablaðið 2001; 87:731). Tveir nýir stjórnarmenn Loks var gengið til stjórnarkjörs en tveir stjórnar- manna, Eyþór Björgvinsson gjaldkeri og Helgi H. Sigurðsson meðstjórnandi, óskuðu ekki eftir endur- kjöri. í þeirra stað voru kjörin þau Birna Jónsdóttir gjaldkeri og Páll H. Möller meðstjórnandi. Stjórn félagsins er því þannig skipuð starfsárið 2001-2002: Sigurbjörn Sveinsson formaður Jón G. Snædal varaformaður Hulda Hjartardóttir ritari Birna Jónsdóttir gjaldkeri Páll Helgi Möller Sigurftur Kr. Pétursson Þórir Björn kolbcinsson fulltrúi FÍH Sigurður Björnsson fulltrúi SÍL Jón M. Kristjánsson fulltrúi FUL Endurskoðandi félagsins er eftir sem áður Einar H. Jónniundsson en til vara Þengill Oddsson. -ÞH Ályktanir aðalfundar Læknafélags íslands 2001 1. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Kópavogi dagana 12. og 13. október 2001, staðfestir sameigin- lega yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Islands og Is- lenskrar erfðagreiningar um gagnagrunn á heilbrigð- issviði, sem formaður Læknafélags Islands undirrit- aði f.h. stjórnar LÍ hinn 27. ágúst s.L, með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar félagsins. 3. Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn 12. og 13. október 2001 í Kópavogi lýsir áhyggjum sínum yfir þeim glundroða og ómarkvissu uppbyggingu sem ein- kennt hefur sameiningarferli sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Fundurinn átelur stjórnvöld fyrir að hafa staðið slælega að sameiningu sjúkrahúsanna. Það er með öllu óásættanlegt að við sameiningu sjúkrahúsanna hafi ekki legið fyrir ákvörðun um framtíðarstaðsetn- ingu og að í fjárlögum skuli ekki hafa verið gert ráð fyrir útgjöldum til að standa straum af umtalsverðum stofnkostnaði sem óhjákvæmilega hlýst af sameining- unni. Þetta hefur haft í för með sér óvissu hjá starfs- fólki og öryggisleysi hjá sjúklingum og stórlega grafið undan virðingu starfsmanna fyrir vinnustaðnum. Aðalfundurinn lýsir yfir óánægju sinni með hve yfirstjórn Landspítala háskólasjúkrahúss hefur haft forystumenn lækna á sjúkrahúsinu takmarkað með í ráðum varðandi grundvallarstefnumótun og fram- kvæmd sameiningarinnar. Aðalfundurinn hvetur for- ystumenn lækna til að styrkja innra stjórnskipulag sviða og skora og auka áhrif lækna í allri ákvarðana- töku varðandi sameininguna. Ennfremur hvetur aðalfundurinn lækna til að taka meiri þátt í uppbygg- ingu hins sameinaða sjúkrahúss og axla þá ábyrgð sem hver og einn hlýtur að bera í þessu þýðingar- mikla máli. 4. Á aðalfundi Læknafélags Islands sem haldinn var í Kópavogi dagana 12. og 13. október2001 skýrði heil- brigðisráðherra frá stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um al- mannatryggingar. Fundurinn krefst þess að fullt samráð verði haft við samtök lækna áður en þetta veigamikla mál verður afgreitt frá Alþingi. 920 Læknablaðið 2001/87 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.