Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING Á AÐALFUNDI LÍ Málþing á aðalfundi LÍ: Starfsumhverfi lækna breytist í takt við samfélagið STARFSUMHVERFI ÍSLENSKRA LÆKNA VAR VIÐFANGS- efni málþings sem haldið var í tengslum við aðalfund LI laugardaginn 13. október. Þar voru haldin fjögur erindi um viðamikla efnisþætti sem hver um sig hefði nægt sem efni í sjálfstætt máiþing, enda stóðu um- ræður langt fram yfir auglýstan fundartíma og hefðu eflaust getað haldið áfram lengi dags. Framsöguerindin fjögur voru þessi: Framreikn- ingar heilbrigðisútgjalda, flutt af Tryggva Þór Her- bertssyni forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Samstarf heilbrigðisþjónustunnar og Há- skóla Islands. flutt af Hákoni Hákonarssyni lækni. Ríkið kaupandi þjónustu/vcitandi þjónustu - heil- brigðisþjónusta á vegum cinkaaðila. flutt af Steini Jónssyni lækni. Loks kynntu Vilborg Hauksdóttir og Guðríður Þorstcinsdóttir úr heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu fyrirhugaðar breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu og Iögum um almannatrygg- ingar. Eins og áður segir var efni málþingsins afar víð- feðmt og yfirgripsmikið svo ekki er svigrúm til að gera því öllu skil í þessu blaði. Þess vegna verður að- eins drepið á tveim fyrstnefndu erindunum en hinum tveim verða gerð betri skil í næsta blaði. Frumvarpið sem fulltrúar ráðuneytisins fjölluðu um var ekki orð- ið opinbert þegar málþingið var haldið en var lagt fram á Alþingi um miðjan október og verður hægt að gera nánari grein fyrir því síðar. Umræðan á mál- þinginu um þann lið leið hins vegar fyrir það að menn höfðu ekki séð frumvarpið í endanlegri mynd og áttu því óhægt um vik að fjalla um það. Öldruðum fjölgar, fæðingum fækkar Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands reið á vaðið og greindi frá rannsóknum sem verið er að gera við stofnunina á áhrifum breyttrar aldursskiptingar á samfélagið. Ljóst er að veruleg breyting verður á skiptingu þjóð- arinnar eftir aldurshópum á næstu áratugum en í samanburði við flest Evrópulönd erum við ung þjóð. Hér er frjósemi kvenna hvað hæst í Evrópu (einungis konur í Albaníu og Makedóníu eru frjósamari) en fæðingartíðni hefur samt minnkað ört eða úr 2,48 lifandi fæddum börnum á hverja konu árið 1980 í 1,99 árið 1999. Því er spáð að þessi tala lækki áfram í 1,9 árið 2015 en haldist óbreytt eftir það. Lífslíkur eldra fólks hafa hins vegar aukist vegna bættrar læknisþjónustu og heilbrigðara lífernis og eru nú 76 ár hjá körlum og 81 ár hjá konum. Spár gera ráð fyrir því að lífslíkurnar aukist næstu 20 árin um þrjú ár hjá báðum kynjum en haldist stöðugar eftir það. Samanlagt hafa þessar breytingar það í för með sér að þjóðinni mun fjölga um 54 þúsund manns fram til ársins 2038 en eftir það tekur okkur að fækka. I þessum tölum er reiknað með innflutningi fólks frá öðrum löndum. Þessi þróun veldur því að aldurssamsetningin breytist verulega í þá átt að hlulfall eldri borgara af þeim sem eru á vinnumarkaði mun tvöfaldast á næstu 50 árum. Árið 1999 var þetta hlutfall 16% en árið 2050 er því spáð að það verði 32%. Það verða því færri vinnandi hendur til þess að standa undir stækk- andi hópi aldraðra. Með auknu langlífi gerist það að mest fjölgun verður í elstu hópunum en þeir eru jafnframt „dýrast- ir“ í heilbrigðiskerfinu, ef svo má að orði komast. Þannig greindi Tryggvi Þór frá því að kostnaður heil- brigðiskerfisins við karla sem eru 85 ára og eldri er rúmlega tífalt meiri en við drengi frá fæðingu til fjög- urra ára aldurs. Konur 85 ára og eldri eru á sama hátt liðlega 16 sinnum dýrari en stúlkur á aldrinum 0-4 ára. Útgjöldin munu aukast Það þarf ekki mikinn stærðfræðing til þess að sjá að þetta kallar á mikla aukningu heilbrigðisútgjalda næstu áratugina - og eru þau þó ærin fyrir. Árið 1998 námu útgjöld lil heilbrigðis- og tryggingamála 24% af útgjöldum hins opinbera sem jafngildir því að 7% landsframleiðslunnar hafi verið varið til þessara málaflokka. Island er í fimmta sæti á lista OECD yfir opinber útgjöld ríkja til heilbrigðismála. Þetta er at- hyglivert í ljósi þess að aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er mun hagstæðari en í flestum hinna landanna á listanum. Hér á landi jukust útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála um 4% á ári að meðaltali árið 1980-1998 en á sama tíma jókst landsframleiðslan um 2,5%. Þótt umrœður á aðalfundi L1 vœru að mestu yftr- vegaðar og friðsamlegar þurfti stundum að lofta út. Læknablaðið 2001/87 923
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.