Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA Figure 1. Myocardiul infarction death rate in Iceland 1951-1996. Standardized per 100 000 men and women aged 30 and older. 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 Year Figure 2. Myocardial infarction death rate, incidence rate and attack rate in Icelandic men aged 25-74. Age standardized (world population). MONICA Iceland Study. Figure 3. Myocardial infarction death rate, incidence rate and attack rate in Icelandic women aged 25-74. Age standardized (world population). MONICA Iceland Study. veginn í stað eða lækkar (tafla I). Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar eru blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta um 10% dánarorsaka en verða mest um 30% á tímabilinu 1976-1985. Frá 1951-1996 er til aldurstöðluð dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms eftir kyni (2,3,9,10,12). Þróunin er sýnd á mynd 1. Tíðnin meir en tvöfaldast meðal karla á tímabilinu 1950-1970 og vex einnig verulega meðal kvenna, stendur síðan að mestu í stað næstu 10-15 árin en hefur lækkað verulega frá því um 1980. Þegar MONICA skráningin kemur til sögunnar 1981 er farið að skrá öll tilfelli kransæðastíflu á aldr- inum 25-74 ára á öllu landinu. Frá þeim tíma eru því til upplýsingar um dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastíflu til ársloka 1998. A myndum 2 og 3 kemur fram að á tímabilinu 1981-1998 lækka allar þessar tíðnitölur um 40-50% meðal karla en 30-50% meðal kvenna, að meðaltali rúmlega 40%. Meðal karla er lækkun heildartíðni mjög aldurs- háð, mest í yngsta aldursflokknum (um 70%) en minnst í þeim elsta (um 40%) (tafla II). Lækkunin er ekki marktækt aldursháð meðal kvenna en var að meðaltali rúmlega 40%. Lækkun nýgengis kransæðastíflu er einnig mjög aldursháð meðal karla, mest í yngsta aldursflokknum (um 70%) en minnst í þeim elsta (26%) (tafla III). Lækkun nýgengis hjá konum var ekki marktækt aldursháð, að meðaltali rúmlega 30%. Lækkun dánartíðni vegna kransæðastíflu meðal karla er einnig mjög aldursháð og sem fyrr mest í yngsta aldursflokknum (86%) en minnst í þeim elsta (50%) (tafla IV). Meðal kvenna er ekki marktækur munur á lækkuninni milli aldursflokka en lækkunin var 50-60%. Á tímabilinu 1981-1998 verður einnig veruleg breyting á dánarhlutfalli vegna kransæðastíflu. í upp- hafi tímabilsins deyr rúmlega fjórði hver karl sem fær kransæðastíflu 30-50 ára, meðal karla sem eru eldri er hlutfallið hærra, allt að 50% (tafla V). í lok tíma- bilsins hefur dánarhlutfallið lækkað í öllum aldurs- flokkum um sem næst 25% meðal karla en um sem næst 15% meðál kvenna. Árið 1998 mátti gera ráð fyrir dauðsfalli hjá um það bil fimmta hverjum karl- manni á aldrinum 30-50 ára sem fékk kransæðastíflu, við sextugt er hlutfallið komið upp í 30% en við sjötugt um 40%. Fyrir þá sjúklinga, sem komast á sjúkrahús hafa horfurnar breyst enn meira (tafla VI). Á töflu VI má sjá að dánarhlutfall þeirra sem vistaðir eru á sjúkra- húsum vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 40- 50% á tímabilinu 1981-1998 í öllum aldursflokkum karla en um 30-35% meðal kvenna. I þessu sambandi er rétt að geta þess að hlutfall þeirra sjúklinga með kransæðastíflu sem komast á sjúkrahús hefur lítið breyst á tímabilinu 1981-1998 (gögn ekki sýnd). Þannig voru um 85% þrítugra karla sem fengu krans- æðastíflu 1981 vistaðir á sjúkrahúsi en um 75% sjö- 892 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.