Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 32

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 32
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA Figure 1. Myocardiul infarction death rate in Iceland 1951-1996. Standardized per 100 000 men and women aged 30 and older. 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 Year Figure 2. Myocardial infarction death rate, incidence rate and attack rate in Icelandic men aged 25-74. Age standardized (world population). MONICA Iceland Study. Figure 3. Myocardial infarction death rate, incidence rate and attack rate in Icelandic women aged 25-74. Age standardized (world population). MONICA Iceland Study. veginn í stað eða lækkar (tafla I). Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar eru blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta um 10% dánarorsaka en verða mest um 30% á tímabilinu 1976-1985. Frá 1951-1996 er til aldurstöðluð dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms eftir kyni (2,3,9,10,12). Þróunin er sýnd á mynd 1. Tíðnin meir en tvöfaldast meðal karla á tímabilinu 1950-1970 og vex einnig verulega meðal kvenna, stendur síðan að mestu í stað næstu 10-15 árin en hefur lækkað verulega frá því um 1980. Þegar MONICA skráningin kemur til sögunnar 1981 er farið að skrá öll tilfelli kransæðastíflu á aldr- inum 25-74 ára á öllu landinu. Frá þeim tíma eru því til upplýsingar um dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastíflu til ársloka 1998. A myndum 2 og 3 kemur fram að á tímabilinu 1981-1998 lækka allar þessar tíðnitölur um 40-50% meðal karla en 30-50% meðal kvenna, að meðaltali rúmlega 40%. Meðal karla er lækkun heildartíðni mjög aldurs- háð, mest í yngsta aldursflokknum (um 70%) en minnst í þeim elsta (um 40%) (tafla II). Lækkunin er ekki marktækt aldursháð meðal kvenna en var að meðaltali rúmlega 40%. Lækkun nýgengis kransæðastíflu er einnig mjög aldursháð meðal karla, mest í yngsta aldursflokknum (um 70%) en minnst í þeim elsta (26%) (tafla III). Lækkun nýgengis hjá konum var ekki marktækt aldursháð, að meðaltali rúmlega 30%. Lækkun dánartíðni vegna kransæðastíflu meðal karla er einnig mjög aldursháð og sem fyrr mest í yngsta aldursflokknum (86%) en minnst í þeim elsta (50%) (tafla IV). Meðal kvenna er ekki marktækur munur á lækkuninni milli aldursflokka en lækkunin var 50-60%. Á tímabilinu 1981-1998 verður einnig veruleg breyting á dánarhlutfalli vegna kransæðastíflu. í upp- hafi tímabilsins deyr rúmlega fjórði hver karl sem fær kransæðastíflu 30-50 ára, meðal karla sem eru eldri er hlutfallið hærra, allt að 50% (tafla V). í lok tíma- bilsins hefur dánarhlutfallið lækkað í öllum aldurs- flokkum um sem næst 25% meðal karla en um sem næst 15% meðál kvenna. Árið 1998 mátti gera ráð fyrir dauðsfalli hjá um það bil fimmta hverjum karl- manni á aldrinum 30-50 ára sem fékk kransæðastíflu, við sextugt er hlutfallið komið upp í 30% en við sjötugt um 40%. Fyrir þá sjúklinga, sem komast á sjúkrahús hafa horfurnar breyst enn meira (tafla VI). Á töflu VI má sjá að dánarhlutfall þeirra sem vistaðir eru á sjúkra- húsum vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 40- 50% á tímabilinu 1981-1998 í öllum aldursflokkum karla en um 30-35% meðal kvenna. I þessu sambandi er rétt að geta þess að hlutfall þeirra sjúklinga með kransæðastíflu sem komast á sjúkrahús hefur lítið breyst á tímabilinu 1981-1998 (gögn ekki sýnd). Þannig voru um 85% þrítugra karla sem fengu krans- æðastíflu 1981 vistaðir á sjúkrahúsi en um 75% sjö- 892 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.