Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 81

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST „Þá skíptir Árni Björnsson mestu máli að maður græði á því“ í SÍÐASTA HEFTI LÆKNABLAÐSINS ER GETIÐ UM áhyggjur Vancouverhópsins, sem er óformleg samtök ritstjóra, svokallaðra sérfræðilega endurskoðaðra (peer reviewed) læknatímarita, af sívaxandi áhrifum fjármagnseigenda á rannsóknarstarfsemi í læknavís- indum, sem geti leitt til þess að rannsóknir beinist fyrst og fremst að verkefnum sem geta gefið fjár- magnseigendum ágóða. Jafnframt að stungið sé undir stól rannsóknarniðurstöðum, sem geti minnkað ágóða fjármagnseigandans. í þessu hefti blaðsins mun samkvæmt síðasta tölublaði birtast þýðing á rit- stjórnargrein sem birtist samtímis í mörgum virtum vísindaritum, þar sem þetta efni er skoðað. Jafnframt eru boðaðar nýjar og bættar reglur Vancouverhóps- ins þegar á næsta ári, um birtingu vísindagreina. Skora ég á lesendur blaðsins að lesa þessa grein vandlega. Fróðlegt er að skoða þróunina varðandi áhrif auðmagnsins í mynd líftækni- og lyfjafyrirtækja á ís- lenska vísindasamfélagið. Til þessa hafa íslenskar vísindarannsóknir verið í svelti og skilningur á grunn- rannsóknum verið takmarkaður hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamönnum. Sé tekið mið af stefnuræðu formanns stærsta stjórnmálaflokks landsins á ný- loknum landsfundi er skilningurinn ekki bara tak- markaður, heldur er takmarkaði skilningurinn að mestu byggður á misskilningi og vanþekkingu, samanber kveðju hans til Háskóla íslands í ræðunni. Að sjálfsögðu hljóta íslenskir vísindamenn að leita eftir fé til rannsókna þar sem það stendur til boða, en íslenska vísindasamfélagið verður að fylgjast grannt með því að vísindamennirnir láti ekki nota sig í þágu hagsmuna sem ekki samrýmast eðlilegum, vísinda- legum vinnubrögðum. í ritstjórnargrein í tímaritinu Nature Genetics frá 20. október síðastliðnum er fjallað um tengsl líftækni- og lyfjafyrirtækja, sem fyrst og fremst eru rekin með fjárhagslegan ábata að leiðarljósi, við vísindamenn. Þar er því haldið fram að þessi fyrirtæki hafi tak- markaðan áhuga á rannsóknum sem ekki gefi eitt- hvað í aðra hönd. I greininni, sem er skrifuð í tilefni af því að tímaritið birtir niðurstöður tveggja rann- sókna á meðfæddum erfðagöllum, segir. „Menn ættu að gefa því gaum að meðfæddir fæðingargallar eru oftast „fátæki ættinginn“ í sameindaerfðafræðinni, vegna þess að þeir hrjá hlutfallslega fleiri í lágstéttum þjóðfélagsins, þar á meðal ungar, fátækar fjölskyldur. í þessum hópi er hærri tíðni fæðingargalla, sem rekja má til lélegrar fæðu, reykinga og áfengisneyslu, þar sem saman fara erfða- og umhverfisþættir. Það, að einstaklingsbundnir fæðingargallar eru sjaldgæfir og að tíðni þeirra tengist lélegum lífskjörum, gerir þessa sjúkdóma óaðlaðandi fyrir stóru fjárfestingarfyrir- tækin, sem í auknum mæli eru drifkrafturinn bakvið kortlagningu gena og efnaframleiðslu því tengda. Satt að segja er vafasamt að jafnvel upphaflega teng- ingin við CPX (kynbundnar erfðir skarða) væri möguleg í skugga erfðafræðirannsókna í hagnaðar- skyni.“ Því hefur verið haldið mjög á lofti, hvílík lyftistöng fyrirtækið Islensk erfðagreining, dótturfyrirtæki deCODE Genetics og lyfjarisans Hoffman la Roche, hafi verið íslensku vísindasamfélagi og víst hefur það skapað mikla atvinnu. En sé litið á reglur Vancouver- hópsins um birtingu vísindagreina er erfitt að koma auga á hvernig vísindamennirnir sem þar starfa geta unnið eftir reglum hópsins. Flestir þeirra eru launaðir starfsmenn eða samstarfsmenn fyrirtækisins og/eða hluthafar í fyrirtækinu og stærsti bakhjarl þess er lyfjafyrirtæki sem, eins og slík fyrirtæki, er rekiö með það að markmiði að færa eigendunum hámarksarð. Ljóst ætti að vera, að í þessu starfsumhverfi er ekki auðvell fyrir íslenska vísindamenn að starfa í samræmi við ströngustu reglur og ekki verður um- hverfið heilsusamlegra þegar gagnagrunnslögin ganga í gildi og stjórnmálamönnum tekst að ná yfir- tökum í stjórn æðstu menntastofnunar landsins, sem hingað til hefur verið blessunarlega laus við pólitíska mengun. En ef íslenskir vísindamenn sætta sig við starfs- umhverfi þar sem þeir þurfa að vinna með aðra höndina bundna fyrir aftan bak, vegna þess að sjón- armið sem ekki samrýmast ströngustu kröfum ráða ferðinni, verða þeir líka að sætta sig við að vera „jaðarbyggð" í alþjóðavísindasamfélaginu. Heimildir 1. Vancouver-hópurinn lýsir áhyggjum af þrýstingi hagsmuna- aðila á vísindamenn. Læknablaðið 2001; 87: 833 . 2. Sponsorship, Authorship, and Accountabililty [redaktionelt]. Ugeskr Læger 2001; 163: 4983-5 . 3. Murray JC. Time for t. Nature Genetics 2001; 29: 107-9. Læknablaðið 2001/87 941
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.